Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 25
orðabók Blöndals (1920). í Orðum úr við- skiftamáli 1927 (1926) er harmonika þýtt með dragspil og vísað til sænska orðsins. Orðið dragspil hefir aldrei náð hylli enda heldur óvirðulegt á svipinn og ekki mjög íslenskulegt. Enn óvirðulegra er draggargan, og mætti efast um að full alvara byggi á bak við myndun þess, en í Skinfaxa 1915 er það talið upp í „Orðabelg" meðal nýmyndaðra orða og höfundar þess getið í svigum með stöfunum „dr. H.P.“. Þar er eflaust átt við dr. Helga Pjeturss. Honum er þar einnig eignað orðið glymskratti um grammófón og er sams konar óvirðingarsvipur á báðum orðum. Loks má nefna heitið belgharpa sem kemurfyrirí auglýsingu íÆgi 1912: „Belg- hörpur (Harmonikur)". Það orð virðist aldrei hafa komist í notkun og ekki ratað inn í prentaðar orðabækur svo að mér sé kunnugt. 25

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.