Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 27

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 27
2 A ensku heitir athöfnin, sem nefnd var að ofan,jugglery\ sögnin um hana er juggle\ sá sem þetta gerir heitir juggler. Merking orðanna er reyndar allvíð og getur lotið að skemmtunum, töfrabrögðum, sjónhverfmg- um af ýmsu tagi, svo og að óheiðarleika, loddaraskap, svikum og blekkingum. í mið- ensku eru til orðmyndimar iugelere, iug- elour, iogeler (dæmi frá 12. öld) um gerand- ann og mun orðið sennilega þangað komið úr fomfrönsku, sbr. jouglere, joglere, jugl- ere. Athöfnin, e. jugglery, hét á fomfrönsku juglerie. Orðin má rekja til latínu joculátor „spéfugl“ < lat. jocus „grín“, sbr. tökuorðið jóker í íslensku. Um þessi fyrirbæri hafa danska, norska og sænska orðin jonglór (sæ. jonglör) um ger- andann, sögnina jonglere (sæ. jonglera) um athöfnina og jonglering um verknaðinn. Þessi orð munu vera dregin af frönsku sögninni jongler sem reyndar er sömu ættar og jougl- ere. Gerandnafnorðið jongleur í ffönsku er leitt af sögninni og komst það inn í miðensku og var (og er enn) notað um farandsöngvara á miðöldum, einkum í Frakklandi. I frændmálunum em enn fremur til orðin gógler í dönsku (eldri nýda. gyglere, gógl- ere), í norsku gjógler, í sænsku gycklare, og geta þau merkt hið sama og enska orðið juggler en hafa þó einnig víðari og al- mennari merkingu sem lýtur að skemmtun. Orðin em komin í þessi mál úr miðlágþýsku (mlþ.) gökelér sem svarar til fornháþýsku goukolári, háþýsku Gaukler. I norsku, sænsku og dönsku eru samsvarandi sagnir og önnur nafnorð einnig fengin að láni úr miðlágþýsku: da. gógle, no. gjógle, sæ. gyckla < mlþ. gökelen; da. gógl, no. gjógl, sæ. gyckel < mlþ. gökel. I Dansk Etymo- logisk Ordbog er sagt að orðin virðist vera undir merkingaráhrifum frá lat. joculári og skyldum orðum en þess ekki getið að skand- inavísku eða þýsku orðin séu þaðan komin þó að það sé nokkuð víst. Öll erlendu orðin, sem hér voru nefnd, má rekja aftur til lat. jocus eða orða sem af því em dregin. Leiðin úr latínu hefur legið gegnum fomfrönsku annars vegar og hins vegar fornháþýsku og áfram um miðlág- þýsku á leið sinni norður eftir hinu germ- anska málsvæði. Franskan hefur getið af sér tvær meginmyndir, með eða án n, en þýsk- an eina. Sem dæmi um fulltrúa þessara mismunandi leiða má taka annars vegar da. jonglór, e. juggler, hins vegar da. gógler. 3 Sem fyrr segir er ekkert eitt íslenskt orð haft um athöfn þá sem hér er til umræðu né um fremjanda hennar. Þetta sést vel í orða- bókum; annaðhvort em notuð orð eins og loddari, trúður, sjónhverfingamaður eða orð- ið útskýrt, d.: „trúður, loddari" (jonglör, DÍO- 1), „listamaður sem leikur listir sínar með diska, bolta o.þ.h." (jonglór, DÍO-2), „sjón- hverfingamaður; svikari; ...“ (juggler, EÍO- 1), „sjónhverfingamaður; loddari;..." (juggl- er, EÍO-2), „trúður, loddari" (Jongleur, ÞÍO). Um miðja síðustu öld virðist hafa verið skammt á milli merkingarinnar í da. jongl0r og g0gler svo sem ráða má af því að við orðið Jongleur í dansk-íslenskri orðabók Konráðs Gíslasonar (1851) er vísað án skýr- inga til merkingar b) í orðinu Gjógler. Kon- ráð þýðir Gjögler sem a) „sá sem lætur alls konar skrípalátum“ og b) „trúður, loddari, leikari", og fer hvor tveggja þýðingin ná- lægt þeim neyðarlausnum sem gripið er til í nútímamáli.3 Þótt Konráð geti þess ekki, þá vom um hans daga til í málinu a.m.k. þrjú orð af sama uppmna og ofangreind orð, nafnorðið geglari, sögnin gegla og nafnorðið geglirí. Ekki virðast þau þó hafa verið mjög útbreidd. Tvö þeirra er að finna í Blöndals- orðabók og bæði talin landshlutabundin: gegla (þt. gegldi, „g. sig forvrænge An- sigtet, göre Grimaser (Rang.)“, sjá viðbæti bls. 1022) og ?geglirí („Overtro, Fordom 3 Hér má geta algengustu þýðinga á da. gdgler og þý. Gaukler: „loddari, trúður, skrípaleikari" (gogler, DIO- 1), „skemmtikraftur sem flytur efni af léttara taginu“ (gogler, DÍO-2), „loddari, trúður" (Gaukler, ÞÍO). 27

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.