Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 22
sem tilgreint er um framburð hefir hún
einnig myndina harmoníka.
Ef við látum nú þessar 15 orðabækur
greiða atkvæði líkt og fulltrúamir á Flúðum,
og miðum aðeins við eina útgáfu hvers rits,
verða atkvæði þeirra alls 21 því að sumar
hafa fleiri tilbrigði en eitt. Atkvæðin skipt-
ast þá þannig:
1. harmonika 6 atkv.
2. harmonikka 0
3. harmoníka 6
4. harmónika 2
5. harmónikka 0
6. harmóníka 7
Tvennt er einkum athyglisvert þegar þetta er
borið saman við atkvæðagreiðsluna á Flúð-
um:
1. Engin þessara orðabóka hefir myndina
harmonikka né harmónikka.
2. Orðið, sem flest atkvæði fær í orða-
bókunum (þ.e. harmóníka, elsta ritmyndin),
fékk ekkert atkvæði á Flúðum. Þær rit-
myndir, sem atkvæði fá í báðum atkvæða-
greiðslum, eru þá einungis þrjár (samtölur í
svigum): harmonika (26), harmoníka (9) og
harmónika (4).
Lítum betur á þessi atriði.
Eftir vitnisburði orðabókanna að dæma
mætti ætla að ferns konar ritháttur hafi verið
nærtækur lengst af og enginn einn til muna
algengari en annar. En ekki er með því sagt
að þetta eigi við um venjulegt lesmál. Um
það verður ekkert fullyrt hér annað en það
að dæmi um ritháttinn harmonikka og
harmónikka eru yngri en hin.
Ekki er vitað hvenær farið var að skrifa kk
í þessu orði. Elstu dæmi Orðabókar Háskól-
ans eru úr ritum sem komu út 1941 og 1944
(harmonikka) og elsta dæmi um styttingar-
nafnið nikka er úr bók sem kom út 1948. Þá
styttingu hefi ég ekki rekist á í prentuðum
orðabókum fyrr en 1963 (í viðbætinum við
orðabók Blöndals og í orðabók Menning-
arsjóðs) og aðeins í fáeinum orðabókum
eftir það.
Tilbrigðin harmonikka og harmónikka eru
þó eflaust eldri en elstu dæmin, a.m.k. í
framburði. Ég hefi fundið tvö dæmi um
ritháttinn harmonikka úr heimild sem er
mun eldri en elstu orðabókardæmin en þau
eru ekki örugg.
Sumarið 1915 ritaði Þórbergur Þórðarson
grein (palladóm) um kunningja sinn, Ársæl
Árnason bókbindara, og ætlaði að birta hana
í skrifuðu blaði Ungmennafélags Reykja-
víkur, sem hét Skinfaxi, en greininni var
hafnað. Hún birtist ekki fyrr en 1976 í rit-
gerðasafni Þórbergs sem Sigfús Daðason
bjó til prentunar og heitir Ólíkar persónur.
Fyrstu ritverk í óbundnu máli 1912-1916.
Þar segir svo á einum stað (bls. 147-148):
„Ársæll hefir líka gaman að söng og
hljóðfæraslætti. Eg veit ekki, hvort hann
kann að spila á annað en spil, en hann syng-
ur skrambi laglega gamlar drykkjuvísur eftir
Hannes Hafstein. Ekki veit eg heldur, hvort
hann elskar eins grammófóninn og Þorleifur
vinur minn; en hitt er mér kunnugt um, að
Ársæli er eigi móti skapi að sjá einstaka
sinnum dreginn x sundur fallegan harm-
onikkubelg. Það er listamannseinkenni, seg-
ir Erlendur mér. Og kunnara er það, en frá
þurfi að segja, að Jónas Hallgrímsson hafði
það sér til dægrastyttingar í Höfn að spila á
draggargan. Og sú saga gengur um enska
skáldið Tennyson, að hann hafi ort „Óð
lífsins" sem væntanlega verður birtur á
ensku innan skamms í Skinfaxa, þegar hann
hafði nýlokið við að spila lagið eftir Jón
kaupmann Laxdal við Vorvísur Hannesar
Hafsteins, á harmonikku, sem Elísabet
Engladrotning gaf honum. Annars er eg
steinhissa á, að Skinfaxi skuli ekki hafa
getið um þetta í enska menningarpóstinum.
Þér ættuð að minna hann á það. - Allir
fjármálamenn hafa gaman að grammófón."
Frumheimildin, handrit Þórbergs, hefir
ekki fundist með öðrum handritum höf-
undar í Landsbókasafni svo að ég hefi ekki
getað gengið úr skugga um að þar sé skrifað
kk, en af orðum útgefandans, Sigfúsar Daða-
sonar, má ráða að stafsetningu höfundar hafi
22