Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 26
VETURLIÐI ÓSKARSSON Ætíð einn á lofti i Hvað er það kallað á íslensku að henda tveimur eða fleiri hlutum upp í loft og grípa, þannig að ætíð sé einn á lofti? Og hvað heit- ir sá sem iðkar þessa list? Ekkert eitt orð er til um annað hvort af þessu í nútímamáli. Undirritaður hefur dálitla reynslu af því að þýða kvikmyndir og tókst eitt sinn á við eftirfarandi setningar á ensku þar sem ofan- greindur orðaskortur varð tilfinnanlegur: (1) My parents hired a clown. He was a very funny clown. He juggled and did magic tricks.1 Sá texti er takmarkaður sem kemst fyrir neðst á sjónvarpsskjá (í reynd aðeins 2 línur, um 30 stafir hvor) svo að til þess að koma merkingunni til skila þarf oft mikla útsjón- arsemi. Einnig þarf textinn og það sem sagt er í myndinni að standast á ef unnt er. Ef sögnin juggle er látin bíða svolitla stund hefði sem best mátt þýða ofangreindar málsgreinar svo: (2) Foreldrar mínir leigðu trúð. Hann var mjög fyndinn. Hann__________og framdi töfrabrögð. E.t.v. mætti stytta málið og gæti textinn þá t.d. orðið svona: (3) Foreldrar mínir leigðu trúð. Fyndinn trúð sem____________ og framdi töfrabrögð. Styttri verða málsgreinarnar varla og eru nú orðnar nógu stuttar til að birtast sem tveir textar á skjánum. En hvað er hægt að setja í staðinn fyrir e.jugglel Til einskis er að leita á náðir Ensk-íslenskrar orðabókar Amar og Örlygs sem hefur þetta að segja: (4) leika (boltum, kylfum o.þ.u.l.); henda tveimur eða fleiri hlutum þannig að ætíð sé einn á lofti.2 3 Það er einmitt þetta sem átt var við en augljóst er að langlokan „henda tveimur eða fleiri hlutum þannig að ætíð sé einn á lofti“ er útilokuð í skjátexta sem þýðing á einu orði. Illt er að þurfa að umorða sögnina með heilli setningu eða orðasambandi, jafnvel þótt styttra sé en þessi mna, en það varð þó ofan á og textamir tveir urðu á þessa leið í þýðingunni: (5) Foreldrar mínir leigðu trúð. Fyndinn trúð sem lék með kylfur og framdi töfrabrögð. Þetta mætti þykja bærilegur kostur, jafn- vel þótt hér sé enska sögnin juggle túlkuð svo að trúðurinn hafi einmitt leikið með kylfur og ekkert annað. En þótt finna megi lausnir á borð við þessa, þá er eigi að síður illt að hafa engin orð um þetta svið skemmt- ana sem verið hafa hluti af evrópskri al- þýðumenningu um aldir þótt lítið hafi farið fyrir þeim hér um slóðir. í því sem hér fer á eftir verður hugað að leið sem e.t.v. kann að vera fær. 1 Úr kvikmyndinni Amos & Andrew (bandarísk, frá 1993). 2Merking 2 er að „beita sjónhverfmgabrögðum; leika hundakúnstir", en hún á síður við hér (og merkingar 3 og 4 alls ekki, sjá orðabók). 26

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.