Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 23
verið haldið í þessari útgáfu. Sjá öftustu
síður bókarinnar, bls. 257-258.
Um upphaf orðs og hljóðfæris
Eins og fram kom í þætti Gísla Jónssonar
kemur orðið harmóníka fyrst fyrir í
íslenskum ritum 1838 og 1839 (skv. tilvísun
Orðabókar Háskólans) og þá stafsett svo. En
þá er reyndar ekki verið að tala um það
hljóðfæri sem nú er kallað harmonika,
heldur sérstakt hljóðfæri sem Benjamín
Franklín (1706-1790) fann upp 1762 og hef-
ir verið kallað glerharmonika eða glasa-
harmonika.
Til er í latínu lýsingarorðið harmonicus, í
kvenkyni harmonica. Það er grískrar ættar
og merkir „samræmur, samstilltur“, leitt af
nafnorðinu harmonia „samræmi, samhljóm-
ur“. Benjamín Franklín varð fyrstur til að
nota þetta latneska lýsingarorð sem nafnorð
og heiti á hinu nýja hljóðfæri sínu (e. glass
harmonica).
Árið 1837 kom út í Danmörku rit um
Benjamín Franklín eftir danskan prest,
Markmann að nafni, þar sem stuðst var við
sjálfsævisögu Franklíns. Þetta rit hefir orðið
til að vekja athygli Islendinga á honum og
umræður um hann. I Sunnanpóstinum 1838
er grein um Franklín þar sem minnst er á
hljóðfæri hans og ári síðar kom út hin
danska ævisaga í íslenskri þýðingu Jóns
Sigurðssonar, síðar forseta. Þar kemur
hljóðfærið aftur við sögu: „koma raddir þess
úr mörgum glerklukkum, sem tempraðar eru
til hljóðsbreytingar eftir sönglistar reglum,"
segir þar (bls. 74).
í orðabók Konráðs Gíslasonar (Dönsk
orðabók með íslenzkum þýðingum), sem út
kom 1851, er tekið upp þetta nýja orð
Harmonika (sem danskt flettiorð) og fylgir
þessi skýring: „eins konar söngtól með gler-
bjöllum eða glertungum“. Það fer ekki milli
mála að þama er haft í huga glerahljóðfæri
Benjamíns Franklíns eða eitthvað þess
konar.
Belghljóðfærið, sem nú er kallað harm-
onika, kemur ekki til sögunnar fyrr en 1820-
1830 og er uppfinningin ýmist eignuð
þýskum manni (Buschmann) eða austur-
rískum. Munnharpan er frá svipuðum tíma
og höfundur hennar talinn vera Þjóðverjinn
Friedrich Buschmann (1805-1864). Þýska
heitið á þessum hljóðfærum er Harmonika
(Handharmonika, Mundharmonika) og
hefir borist þaðan til Norðurlanda. Enn má
geta þess að 1829 fann breski eðlisfræð-
ingurinn Sir Charles Wheatstone (1802-
1875) upp það hljóðfæri sem á ensku nefnist
concertina og er eins og lítil harmonika með
sexstrendum hliðum (sjá Skírni 1876, bls.
62). Eftir orðabókum að dæma hafa
Islendingar ekki gert greinarmun á þessum
belghljóðfærum, heldur kallað allt saman
harmoniku, og reyndar voru snemma til enn
fleiri tilbrigði belghljóðfæra þótt hér verði
ekki rakið. Um smíði eða framleiðslu þeirra
er mér ekki kunnugt en þau fara varla að
berast hingað sem verslunarvara fyrr en eftir
1850 (sbr. Konráðsbók). Konráð Gíslasyni
hefir þó varla verið ókunnugt um belg-
hljóðfæri ef það er rétt sem Þórbergur Þórð-
arson sagði í palladómi sínum um Ársæl að
Jónas Hallgrímsson (d. 1845) hafi haft það
sér til dægrastyttingar í Höfn að spila á
draggargan!
Þuríður Kúld skrifar Jóni Árnasyni þjóð-
sagnasafnara bréf, dags. í Flatey á Breiða-
firði 29. nóv. 1859, og segir þar m.a. (Úr
fórum Jóns Arnasonar I, 170):
„Það sem eg núna ætla að leita yðar með
er það, að útverka fyrir mig hjá Lambertsen,
að hann sendi mér harmóníku, sem hann
hafði lofað mér í sumar að senda mér með
pósti, en hefir prettazt um, og hafði mað-
urinn minn lofað honum borguninni þegar
hún kæmi.“ (Ritháttur er samræmdur af út-
gefanda, Finni Sigmundssyni.)
Guðmundur Lambertsen (d. 1885) var
úrsmiður og kaupmaður í Reykjavík á
þessum tíma. Spumingin er hvers konar
hljóðfæri hér er um að ræða. Glasaharmon-
ika er það áreiðanlega ekki og fljótt á litið
virðist ekki mjög sennilegt að Þuríður vilji
láta senda sér belgharmoniku í pósti úr
23