Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Talmiðlar sem tjáningartæki og fyrir- mynd Talmiðlar geta haft áhrif á málþróun enda er málið aðalverkfæri þeirra. Stundum er reyndar fjallað sérstaklega um íslenskt mál í íslenskum tal- og ritmiðlum enda virðist vera markaður fyrir slíkt efni meðal íslend- inga. En það skiptir miklu meira máli fyrir framtíð íslenskunnar hvort og hvernig hún er notuð í fjölmiðlunum en hvað þar er sagt um hana. Fjölmiðlar sinna málrækt kannski fyrst og fremst með því að vera til og vera farvegur á hverjum degi fyrir nútímalega íslenska málnotkun. Haldi einhver að íslensk tunga sé gamal- dags og dugi ekki í nútímanum ætti hann að hlusta á eins og einn fréttatíma eða lesa eins og eina síðu í dagblaði og veita eftirtekt ný- legum orðum og nýlegu orðalagi. Á hverj- um einasta degi eru íslendingar að tjá sig á íslensku um allt milli himins og jarðar. Jafn- framt því að vera trúir íslenskri málhefð verða fjölmiðlamenn að hyggja að því að efni og frásagnir séu á lipurri og auðskiljan- legri íslensku, sbr. dæmi sem sýnd voru hér á undan. Þar getur orðið til ákjósanleg fyrir- mynd fyrir almenna talaða málið í landinu. En talmiðlamálfar getur aldrei orðið trú- verðug talmálsfyrirmynd ef það er skipulagt á allan hátt eins og ritmál. Því ætti að keppa að vönduðu talmáli. Tiltölulega lítill hluti málsamfélagsins tal- ar í talmiðlum en (nánast) allt málsamfé- lagið er viðtakendur eða „neytendur" þessa máls sem hlustendur (og eftir atvikum áhorfendur). Mikilvægi talmiðlamáls í sam- félaginu ræðst því ekki svo mjög af því að margir noti það sjálfir heldur af því að nán- ast allir heyra það og geta orðið fyrir áhrif- um af því. Þeir sem tala í talmiðlum verða að vita af ábyrgð sinni og á þetta raunar einkum við um þá sem að staðaldri koma fram í talmiðlum. Enn og aftur komum við að því að mál í talmiðlum er ekki aðeins tæki til tjáningar heldur einnig fyrirmynd. Víkjum nánar að þessum þætti og tökum ritaða málið til samanburðar. Samhengið í rituðu íslensku máli, allt frá því íslendingar byrjuðu að skrifa á 12. öld, er einstakt í heiminum. Fjöldi rangmyndaðra sctninga Alls í hverjum 1000 orðum Samtals 55 1,9 Fréttir 9 0,8 Dægurmálaefni 46 2,6 Alls í hverjum 1000 orðum Starfsmenn samtals 23 1,2 í fréttum 1 0,1 1 dægurmálaefni 22 2,2 Alls I hverjum 1000 orðum Viðmælendur samtals 32 3,3 I fréttum 8 4,6 I dægurmálaefni 24 3 Tafla 3 8

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.