Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 24

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 24
Reykjavík vestur í Flatey. Líklegra sýnist mér að hún sé að biðja um munnhörpu. Það hljóðfæri er kallað munnharmoníka í þýð- ingu Magnúsar Grímssonar á Eðlisfrœði Fischers 1852 (bls. 203) en óvíst er að belg- harmonikur hafi verið kunnar mönnum hér á landi fyrir 1860. Um það skal ég þó ekki fullyrða. Heimild er um harmoniku í Borgarfirði 1866. Þar lék á hljóðfærið Margrét Eiríks- dóttir, verðandi húsfreyja á Lækjamóti í Víðidal (Hallgrímur Helgason. Tónmenntir a-k. Reykjavík 1977, bls. 177). Þegar tími harmonikunnar var kominn náði hún skjótri útbreiðslu og vinsældum á íslandi sem löngum hafði verið næsta hljóð- færasnautt land, og margir lærðu af sjálfum sér að leika á hana. „Einn eða tveir menn kunna hér lög á harmoniku,“ segir sr. Sig- urður Gunnarsson í „Lýsingu Hallormsstað- arsóknar" frá 1874 (Austurland. Safn aust- firzkra frœða. 1947. I, 113). Mannsaldri áður (1843) kunni enginn á hljóðfæri í Hólmasókn í Reyðarfirði að sögn sr. Hall- gríms Jónssonar á Hólmum. Veturinn 1877 ritar „Eyfirðingur“ (Magn- ús Einarsson?) „Um söng o.fl.“ í Norðan- fara og segir þar (16. árg., bls. 40): „Þannig veit ég margan, sem þó er að myndast við að spila á „harmoniku“, að hann veit ekki hvað tónar hennar heita ... og er það þó nú orðið algengasta hljóðfærið, og fáir munu þeir að tiltölu, sem hafa næga þekkingu, til að velja sér gott hljóðfæri, t.a.m. „Harm- onium“, og þetta er þó nauðsynlegt, ef vér ætlum að fara að útvega oss þau, í flestar kirkjur vorar.“ A þessum áratug, upp úr 1870, er einmitt farið að „útvega" orgel (harmóníum) í margar kirkjur á Islandi, en orgel var löngu áður komið í Dómkirkjuna í Reykjavík (1840). Um 1880 er harmonika orðin „langtíðust allra hljóðfæra á íslandi" að sögn Olafs Davíðssonar (Skemmtanir, bls. 271). „Það voru gömlu dansamir ... sem dansaðir voru eftir harmoniku, en um 1880 kom píanó- spil,“ segir Klemens Jónsson í ritgerð sinni, „Bæjarbragur í Reykjavík" (Skírnir 101. árg. 1927, bls. 73). Jón Sigurðsson í Ystafelli segir svo um skemmtifundi sem fóru að tíðkast í Þingeyjarsýslu um 1890: „þar var mikið sungið, en dansað á milli og spilað fyrir dansi á litlar harmónikur, sem kostuðu 5-10 krónur“ (Helga Sörensdóttir. Ævisaga. Reykjavík 1951, bls. 128). Harmonikan naut lengi vel lítillar virð- ingar sem hljóðfæri, sbr. orðið draggargan sem oft heyrðist og stundum fylgdi orðinu dragspil í orðabókarþýðingum, og talað var um harmonikugarg. Þetta var ekki hljóðfæri fyrir fágaða tónlistarmenn en hentaði vel þeim sem lítið kunnu en þó nóg til að leika fyrir dansi og hafa hátt: „nú spila margir á harmoniku danslög," segir í ritgerð í Tíma- riti Bókmenntafélagsins 1892. Sama ár skrifar Oddgeir Guðmundsen frá Vest- mannaeyjum í blaðið ísafold (bls. 175): „hljóðfæri er lítið um, helzt harmoníkur; heyra má hjer spilað á það (ó)hljóðfæri einkar-vel, svo vel, að harmoníkan líkist hljóðfæri.“ Nú eru liðin 100 ár og vel það síðan þessi orð voru skrifuð og harmonikan orðin mikið breytt og bætt eins og flest annað. Harm- onikuleikur er nú kenndur í tónlistarskólum og einleikur á harmoniku tíðkast bæði á sjálfstæðum tónleikum og með sinfóníu- hljómsveitum. Enginn efast því lengur um að harmonika sé fullgilt hljóðfæri. Islcnsk heiti á harmoniku Nafnið harmonika hefir fylgt hljóðfærinu frá upphafi í ýmsum tilbrigðum eins og rak- ið hefir verið en þó að ekki hafi orðið al- mennt samkomulag um rithátt þess virðist ekki hafa verið reynt mikið til að finna því íslenskt heiti í staðinn. I orðabókum er varla annað að hafa en dragspil og draggargan og svo styttingarnafnið nikka. Orðið dragspil er líklegast tökuorð eða tökuþýðing, sbr. sæ. dragspel. Fyrst er kunnugt um það í smásögu eftir Einar Benediktsson sem birtist í blaði hans, Dag- skrá, 1896. Það er auðkennt sem nýyrði í 24

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.