Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 20
Samband íslenskra harmoníkuunnenda. Eins og eðlilegt er kemur nafn hljóðfærisins fyrir í heiti samtakanna, og þá verður að vera ljóst hvernig á að stafsetja það; ekki verður öllum sex tilbrigðunum komið fyrir í einu. Þó að valfrelsi geti verið gott og blessað dugir það ekki alltaf. Það varð jafn- vel enn Ijósara þegar harmonikuunnendur hugðust hefja útgáfu blaðs og kenna það við hljóðfærið. Hvert af tilbrigðunum sex átti þá að nota? Þegar hér var komið sögu var leitað til mín um ráð. Ef til vill hefði verið réttast að vísa á stafsetningarorðabók Halldórs Hall- dórssonar og láta þar við sitja. Þar er ritað harmónika í öllum útgáfum sem á þessum tíma voru orðnarþrjár: 1947, 1968 og 1980. En þá hafði ég ekki hugsað mikið um þetta orð og kaus að fara aðra leið. íslensk mál- stöð var nýtekin til starfa samkvæmt nýjum lögum um Islenska málnefnd. Þar er ákvæði um að nefndin skuli gefa út stafsetningar- orðabók, og ég sá fyrir mér að á næstu árum yrði hugað að einhverri endurskoðun á regl- um um íslenska stafsetningu og aðlögun og ritun tökuorða. I fljótu bragði fannst mér réttast að reyna að fylgja þeim rithætti sem næst stæði algengasta framburðinum. Að vísu hafði ég ekki tök á að kanna hver hann væri, en eftir lauslega athugun og samtal við ritstjóra blaðsins varð ofan á að blaðið skyldi heita Harmoníkan. Varla verður sagt að tilbrigðin sex hafi orðið tilefni háværra umkvartana og þá ekki heldur mikillar umræðu meðal almennings, en fyrir hefir komið að menn hafa tekið til máls um þetta efni og ekki látið sér á sama standa. Nefna má t.d. umræðu í 483. þætti Gísla Jónssonar um íslenskt mál í Morgun- blaðinu 22. apríl 1989 (bls. 10). Maður ritaði þættinum og fór hörðum orðum um þá sem skrifuðu harmonikka eða harmónikka í stað harmóníka eins og hann vildi hafa það. Gísli getur þess að nafn hljóðfærisins komi fyrst fyrir í íslenskum ritum (skv. Orðabók Háskólans) 1838 og 1839 og sé þá að vísu ritað harmóníka, en nefnir síðan dæmi úr ritum virtra höfunda frá þessari öld um rit- háttinn harmonikka og harmónikka. Þegar Harmoníkan - blað harmoníku- unnandans hafði komið út í 12 ár hafði áhrifamaður meðal harmonikuleikara orð á því við ritstjórann, Hilmar Hjartarson, að sér fyndist rithátturinn harmoníka ekki sam- ræmast framburði sínum, og fleiri virtust til- búnir að taka undir það. Þá var aftur leitað til mín, og varð nú að ráði að gera könnun meðal harmonikuleikaranna sjálfra, þeirra sem ætla má að tali oftast um þetta hljóð- færi. Hvað segja þeir og hvað finnst þeim eðlilegast? Eru þeir á einu máli eða eru skiptar skoðanir meðal þeirra? Málið var reifað í ritstjórnargrein í blað- inu vorið 1998 (maíhefti 12. árg.), og þar var einnig birtur smápistill frá mér um orðið harmónika. Grein ritstjórans endar á þessum orðum: „I samræmi við það sem hér hefur verið sagt hyggst ég beita mér fyrir því, í samvinnu við Islenska málstöð, að í haust verði kosið um það innan Sambands íslenskra harmoníkuunnenda hvernig rita skuli nafn hljóðfærisins. Lesendur blaðsins geta nú þegar farið að velta því fyrir sér hvem af þeim sex kostum, sem í boði em, þeir myndu velja.“ Haustfundur Sambands íslenskra har- moníkuunnenda var haldinn að Flúðum 27. sept. 1998, og þar fór fram skrifleg atkvæðagreiðsla um málið. Orðunum var raðað í stafrófsröð á atkvæðaseðlinum. At- kvæði greiddu formenn harmonikufélaga landsins ásamt kjömum fulltrúum sínum, alls 32. Einn skilaði auðu. Að öðm leyti urðu úrslit þessi: 1. harmonika 20 atkv. 2. harmonikka 4 3. harmoníka 3 4. harmónika 2 5. harmónikka 2 6. harmóníka 0 Niðurstaðan er afdráttarlaus. Nærri tveir þriðju kusu myndina harmonika, og þurfti 20

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.