Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 3
ARI PÁLL KRISTINSSON
Tjáningartæki og fyrirmynd
Um mál í útvarpi og sjónvarpi
Eftirfarandi erindiflutti Ari Páll Kristinsson á málrœktarþingi íslenskrar málnefndar
og Utvarpsréttarnefndar sem haldið var 14. nóvember 1998
í tengslum við dag íslenskrar tungu.
Góðir þinggestir.
Mál í talmiðlum
Utvarp og sjónvarp er oftast nefnt einu nafni
ljósvakamiðlar, sbr. t.d. sænska orðið eter-
medierna. I því sem hér fer á eftir mun ég
nota orðið talmiðlar. Ut af fyrir sig legg ég
orðin tvö að jöfnu en mér finnst orðið tal-
miðlar á margan hátt liprara í notkun en
Ijósvakamiðlar og í orðinu talmiðlar er lögð
áhersla á talið; átt er við fjölmiðla sem
(m.a.) senda út talað mál. Það gætu verið til
ljósvakamiðlar þar sem alls ekkert talað mál
er sent út. Hér er yfirhugtakinu fjölmiðlum
því skipt í talmiðla og ritmiðla.
Mál í talmiðlum er afmarkað félagslegt
fyrirbæri og annað en venjulegt talmál og
svo auðvitað annað en ritmál. Munur tal-
máls og ritmáls verður einkar sýnilegur þeg-
ar talað mál hefur verið skrifað upp frá orði
til orðs og gerð grein fyrir öllu hiki, endur-
tekningum o.s.frv. Lítum til fróðleiks á tvö
dæmi um samtöl, annars vegar úr dægur-
málaþætti og hins vegar úr viðtali í frétta-
tíma. A og B eru þeir sem ræðast við. =
táknar örstutt hlé í tali. Stakt e táknar hik-
(sér)hljóð, mismunandi að hljóðgildi.
Dæmi úr samtali í dægurmálaþætti
A: e minnti hann helst á á svona = e klass =
B: sumardag =
A: sumardag = við skulum vona að þeim =
sækist ferðin = vel og örugglega til til
höfuðborgarinnar = nú e = við nefndum hér
afmælisbam = Benjamin nokkum Franklin
sem fann upp ruggustólinn = þökk sé honum
fyrir það = og = það má nefna = fleiri menn
sem koma við sögu á tuttugustu öldinni eins
og = eins og misindismanninn = gangsterinn
= Alphonse Capone = öðm nafni A1 Capone
= fæddur átján hundrað níutíu og níu = ég
veit ekki hverjir minnast þess = í dag en =
B: kannski ekki fæðingarárs allavega =
A: hann var nefndur scarface eða = já vegna
þeirra öra í andliti andlitinu á honum sem
voru svona samræmt = í samræmi við =
framferði hans e = á götunni eða í götunni
= hér og þar = vestur í Bandaríkjunum =
örgrani = getum við líklega nefnt hann =
B: örgrani =
A: er það ekki ágætt = eru þeir ekki nefndir
rauðgrani sem era rauðir í framan =
Dæmi úr viðtali í fréttatíma
A: er skipið algjörlega vélarvana =
B: hann er algjörlega = vélarvana þarna =
A: hvernig er veðrið þarna úti =
B: mér er sagt að þama sé núna = e = s =
austnorðaustan = sjö sjö vindstig = e
A: er varðskipið þama nálægt =
B: varðskipið var komið þama strax í
gærkvöld og er búinn að vera þarna í nánd-
inni = síðan að þetta gerðist =
A: hvemig = hvað verður gert = verður farið
inn til Noregs eða = e = hvaða hvaða kosti
eigið þið
Þessi dæmi era úr útvarpi eins og sjá má en
ekki úr venjulegum talmálsaðstæðum utan
talmiðla. Dæmin sýna þó glöggt muninn á
tiltölulega óformlegu töluðu máli og hins
vegar venjulegu ritmáli. Hér koma í ljós
3