Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 15
drumandbase-tónlist er átt við hljómsveitir þar sem trommur og bassi eru í aðal- hlutverki. Tónlistarstefna á borð við rapp hefur ekkert íslenskt heiti fengið sem ís- lenskum röppurum hefur þótt viðeigandi. Algengustu málslettumar á útvarpsstöðv- unum voru enskar/amerískar og nokkuð bar á dönskuslettum. Dæmi um slettur á útvarps- stöðvunum: dí djei, læf klassík, jiott, spand- era, akkúrat, fíla, sjóbisness, klassi, ókei, karakter. Agæt íslensk orð er hægt að nota í stað þessara slettna, eins og plötusnúður, bein útsending, sígilt, fallegt, eyða, einmitt ... og svo framvegis. Sumar slettumar em reyndar á mörkum þess að vera tökuorð. Haldia marháfi verið tensaður áþí maður? Þessa setningu mátti m.a. heyra á tónlistar- stöð þar sem mikið var um málslettur. Ýmsar algengar málvillur komu fyrir í út- tekt okkar, málvillur á borð við mér hlakkar til í stað ég hlakka til, ég vill en ekki ég vil, ef hann sé í staðinn fyrir ef hann er, talað verður við Guðrúnu Jónsdóttir en ekki Jónsdóttur, einnig heyrðist: almenning fannst þeir vera og vegna flugeldasýningu. Eftirfarandi setning heyrðist á einni stöð- inni: Hún ópaði upp yfir sig, þ.e. sögnin(!) „ópa“. Líklegt má telja að útvarpsmaðurinn hafi ætlað að segja hún œpti upp yfir sig eða hún hrópaði upp yfir sig en ruglað saman sögnunum að œpa og hrópa svo að úr varð þessi meinlega en kostulega málvilla: Hún ópaði upp yfir sig. A sumum stöðvum bar á klaufalegu eða sérkennilegu orðalagi, dæmi: fyrst cetia ég að keyra héma svolitia tilkynningu Slettur og málvillur hlutfallslega á hverjar 5 mín. Meira en Meira en Meira en Meira en Minna en 2/3 tal helm. tal fjórð. tal 5 mín. tal 5 min. tal Útvarpsstöðvar flokkaðar eftir magni talmáls 15

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.