Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Skipting útvarpsefnis Athyglisvert var að sjá að aðeins fjögur laganna á öllum útvarpsstöðvunum 11, þessar 495 mínútur, voru með íslenskum texta. Þrjár stöðvar léku tónlist án orða, ein tónlistarstöðin flutti tvær aríur, aðra á frönsku og hina á ítölsku. Hin tónlistin var öll ensk og bandarísk. Þessar niðurstöður koma vönum útvarpshlustendum ekki á óvart... en hver gæti ástæðan verið? Eru ís- lensk lög leiðinleg? Hallærisleg? Er enska eina viðeigandi tungumálið fyrir tónlistar- texta? Sú staðreynd, að nokkuð stór hluti íslenskra tónlistarmanna flytur texta á ensku, virðist renna stoðum undir þá kenn- ingu að þetta sé viðtekið viðhorf í samfé- laginu. Ef til vill erum við of dómhörð. Er enskan ekki bara latína okkar tíma og enskir dægurlagatextar hluti af aðlögun okkar að alþjóðasamfélaginu? Hins vegar má ekki gleyma því að þótt útvarpsstöðvar fylgi markaðslögmálum og svari að einhverju leyti eftirspurn móta þær einnig þennan sama markað. Ef hlustendur venjast því að meirihluti leikinnar tónlistar sé með enskum texta fara þeir að líta á það sem eðlilegan hlut. Utvarpsstöðvar og þáttastjómendur móta því að nokkru leyti eftirspurnina með vali sínu á efni. En hver er þá stefna útvarps- stöðvanna í dagskrárgerð? Að komast sem auðveldast frá henni? Vissulega er einfaldara fyrir þáttastjómendur að spila sem mest af tónlist og þurfa lítið að segja. Að takmarka talað mál við kynningar á lögum bendir einnig til þess að lítið sé lagt upp úr því að vinna áhugavert efni fyrir fram. Fjárskortur gæti verið ein af ástæðunum fyrir þessu og áherslur útvarpsstöðvanna á dagskrárefni. Eins og áður hefur komið fram er erfitt að greina milli áherslna útvarpsstöðvanna sjálfra og eftirspumar markaðarins. Rétt er að taka fram að mikil aukning verður í nóvember og 13

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.