Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 8
Ritaðurer litill upphafsstafur í heitum tungumála, málaflokka og mállýskna. bantúmál • danska • forngríska • íslenska • jóska • latína • svahili • vestfirska Ritaður er lítill upphafsstafur í heitum einstakra daga, mánaða, tímabila, hátíða og sögulegra viðburða nema fyrri hluti slíkra heita sé sérnafn eða dreginn af sérnafni. aðventa • ár fatlaðra • bannár • dagur islenskrar tungu • dagur Sameinuðu þjóðanna • fornöldin • franska byltingin • frostaveturinn mikli • fullveldisdagur • hundadagar • hvíta- sunna • iðnbyltingin • jól • júlí • kalda stríðið • landnámsöld • laugardagur • móðuharðindi nóvember • páskar • sjómannadagurinn • skírdagur • sumardagurinn fyrsti • þjóðhátíðar- dagur • þorri • verslunarmannahelgi Jónsmessa • Margrétarmessa • Ólafsvaka • Sturlungaöld • Þorláksmessa í styttu eða breyttu sérnafni getur verið val um lítinn eða stóran upphafsstaf. Háskóli islands = háskólinn eða Háskólinn Hellisheiði = heiðin eða Heiðin Hæstiréttur islands = hæstiréttur eða Hæstiréttur Hafnarfjörður = fjörðurinn eða Fjörðurinn Stiórnarráð islands = stiórnarráðið eða Stiórnarráðið Engin hefð viröist fyrir því að rita styttinguna Kvennó með litlum upphafsstaf. Valfrelsi er um lítinn eða stóran upphafsstaf í heitum ráðuneyta. fjármálaráðuneytiö Fjármálaráðuneytið i tilvikum sem þessum verður að gæta vel að hefð og samræmi. Sú hefð hefur myndast í opinberum skjölum að yfirstofnanir hafi stóran staf en undirstofnanir lítinn. Stjórnarráðiö Sameinuðu þjóðirnar fjármálaráðuneytið allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna utanríkisráðuneytið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Ritaður er litill upphafsstafur í heitum trúarbragða og viðhorfa. ásatrú • búddismi • frjálshyggja • íslam • jafnaðarstefna • kalvinstrú • kristin trú • lenínismi • lúterska • maóismi • marxismi • valtýska Ritaður er litill upphafsstafur i heitum fylgismanna trúarbragða og viðhorfa. ásatrúarmaöur • búddisti • fasisti • fransiskani • frimúrari • grænfriðungur • guðspekingur • gyðingur • húgenotti • kvekari • maóisti • múslími • nýguðfræðingur • repúblikani • sósíalisti • stalinisti • templari • valtýingur Ritaður er litill upphafsstafur i heitum fylgismanna stjórnmálaflokka. | framsóknarmenn • frjálslyndir • samfylkingarmenn • sjálfstæðismenn • vinstri grænir 8

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.