Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 21

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 21
XII. EITT ORÐ EÐA FLEIRI Meginreglan er sú að orð, sem myndað er úr tveimur eða fleiri orðum eða orðhlutum, sé ritað í einu lagi. Reglan er ekki alveg einhlít og í liðum 70-82 hér á eftir er vikið að ýmsu sem gæta verður að I þessu sambandi. Heimilt er að rita bandstrik milli orðliða í sumum tilvikum, sbr. lið 71 og XIII. kafla. aðalinngangur • aðeins • aðferð • aðskilja • afbragðsmaður • afsanna • aftakaveður • aftan- ákeyrsla • aftanívagn • aldrei • algóður • allgóður • allsendis • alltaf • alþjóðasamtök • and- stæðingur • atferli • athyglisverður • auðsveipur • aufúsugestur • áburður • áðurnefndur • ágætismaður • ávallt • Bláalónshlaupið • blæjalogn • brúðgumi • dúndurhress • efnagreina • eftirlætisréttur • einskismannsland • endurúthluta • farartæki • fimmtungsaukning • fjölda- margir • forkunnarfagur • formaður • framámaður • framhjáhald • framíkall • framkoma • frammistaða • framúrakstur • framvegis • fráfærur • frumstæður • fullmikill • furðugóður • fylgihnöttur • fyrirframgreiðsla • fyrirmyndarfjölskyldufaðir • fyrirskipun • gagnstæður • gegndrepa • gegnum • gerbreyta • gjörbreyta • glaðlyndur • hálfsársdvöl • hálfundarlegur • hálfvegis • heildaratkvæðagreiðsla • heildarfjöldi • heilsdagsvistun • helgarátak • helmings- afsláttur • helmingseigandi • hjáseta • hlutafé • hæglætismaður • innantökur • innihalda • innivera • innlendur • innskráningargluggi • ihuga • jafnlyndur • jafnvel • jafnvægi • jarðhús • kaldastriðsástand • kaldavatnskrani • kringum • langatöng • langavitleysa • langstærstur • langtimaskuldir • langtum • mánaðarfyrirvari • máttvana • meðmæli • meginágreiningur • meginland • meginregla • mettap • Miklabraut • misbjóða • misheppnaður • mótdrægur • myndardrengur • nettóhækkun • núllkostur • nútimatækni • nútímaumhverfishugsun • ný- kominn • nýtískufatnaður • óhemjuvandaður • ósannindi • óskapahiti • óvenjugóður • óþarfaáhyggjur • radíóneyðarbauja • ráðuneyti • roknagóður • rösklega • salsatónlist • samanstanda • samskeyti • sérframboð • síðastliðinn • sífelldur • skrælþurr • smáíbúð • strangvísindalegur • stundarvandræði • tilburðir • torlæs • umboð • umhverfis • undanfari • undragóður • uppáhald • uppástunga • uppátektarsamur • uppgjöf • uppiskroppa • uppí- greiðsla • utanumhald • úrvalshveiti • útafakstur • útásetning • útbyrðis • útför • útilega • vandvirkur • vanmegnugur • vanvirða • viðkoma • viðkvæmur • viðurlög • vikufyrirvari • vinsæll • yfirmaður • öndverður • örbylgjuskyndiréttur • örmagna Atviksliðir og samtengingar eru stundum fleiri en eitt orð og er hvert þeirra ritað út af fyrir sig. af því að • aftur í • á meðal • á milli • baka til • eins og • enda þótt • enn fremur • enn þá • fram hjá • fyrir fram • hér með • inn í • með fram • norðan til • suður í • sunnan til • sunnan við • til þess að • úr því að • út af • út frá • út undan • yfir um • þar eð • þar sem • þó að • því að Frá þessu eru tvær undantekningar: áfram • umfram Athuga einnig orðin: í gegnum • i kringum Þegar jafn jafngildir eins er heimilt að rita jafn laust frá atviksorðum og lýsingarorðum. Hann hefur aldrei verið jafn góður og núna. Jóna fór jafn oft til Akureyrar og Jón. Einnig má rita jafngóður, jafnofi o.s.frv. skv. meginreglunni í lið 69 og jafn-góður, jafn-oft o.s.frv. skv. lið 91. Orðin afar, of og ofur skal rita áföst nafnorðum og sagnorðum en laus frá lýsingarorðum og atviksorðum: afarkostir afar vel, afar stór offramleiðsla, ofnota of oft, of litill ofurmenni ofur glaðlega, ofur einfaldur

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.