Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 24

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 24
Valfrjálst er hvort ritað er allt ofeöa alltof, smám saman eða smámsaman, öðru hverju eða öðruhverju, öðru hvoru eða öðruhvoru. 80 allt of alltof smám saman smámsaman öðru hverju öðruhverju öðru hvoru öðruhvoru Fremur er mælt með rithætti í tveimur orðum. Valfrjálst er hvort nokkur orð eða orðasambönd með atviksorði og nafnorði í eignarfalli eru rituð í einu eða tveimur orðum. Ef orðasambandið er hluti af frekari samsetningu er hún ávallt rituð sem ein heild. innan bæjar innanbæjar innanbæjarmaður innan lands innanlands innanlandsflug neðan jarðar neðanjarðar neðanjarðarlest utan borðs utanborös utanborðsmótor utan húss utanhúss utanhússmálning utan skóla utanskóla utanskólanemandi Þegar valið er milli ritháttarins innan bæjar o.s.frv. og innanbæjar o.s.frv. er mælt með þvi að áhersla fái að ráða; sé skýr áhersla á síðari lið er mælt með rithætti í tveimur orðum. Ekki er alltaf greinilegt hvenær orðasamband hefur runnið saman i eina heild. Ef orðið eða orðasambandið verður hluti lengri samsettra orða eru þau rituð sem ein heild. orðasamband eitt orð sem hluti lengri orða Gamla testamentið Gamlatestamentið Gamlatestamentisspámaður heiðinn dómur heiðindómur hægri flokkur hægriflokkur hægriflokkastjórn hægri fótur hægrifótur hægrifótarkálfi hægri menn hægrimenn hægri stjórn hægristjórn kristin fræði kristinfræði kristinfræðikennari kristinn dómur kristindómur kristindómsfræðsla litli fingur litlifingur litlafingursnögl meiri hluti meirihluti meirihlutastjórn mikli hvellur miklihvellur miklahvellskenningin æðsti prestur æðstiprestur æðstapreststíð Þegar valið er milli ritháttarins Gamla testamentið o.s.frv. og Gamlatestamentið o.s.frv. er mælt með því að áhersla fái að ráða; sé skýr áhersla á síðari lið er mælt með rithætti i tveimur orðum. XIII. BANDSTRIK Bandstrik er notað í margs konar tilvikum, sjá hér á eftir. Athuga að hvorki er haft stafbil fyrir framan né aftan bandstrik. 83 Bandstrik er notað milli orðliða i örnefnum o.fl. heitum þar sem síðari liður er sérnafn. Austur-lndíur • Hvita-Rússland • Innri-Mongólía • Mið-Evrópa • Miklabæjar-Solveig • Norður-íshaf • Nýja-Sjáiand • Syðri-Grund • Víga-Glúmur • Ytri-Mælifellsá 24

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.