Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 29

Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 29
Margir... lögðu sitt af mörkum. Köttur úti í mýri... úti er ævintýri. Ævintýri enda oft á formúlubundinn hátt: Köttur úti í mýri... Mörg ævintýri byrja á orðunum: Einu sinni var... Áttu við .... sagði pabbi og svo þagnaði hann líka. Er hann nokkuð ...? Þessi hérna ...! Egill svaraði matseljunni: „Ver þú vel við ... þótt eg bakist við eldinn og mýkjumst vér við um rúmin.“ Egill bað matseljuna verða vel við...þótt eg bakist við eldinn og mýkjumst vér við um rúrnin”. I Egils sögu segir: „Ver þú vel við,“ segir Egill, „þótt eg bakist við eldinn ..." Ef felldur er niður hluti orðs er ekkert bil haft á undan úrfellingarpunktum. Hver í andsk... var þetta eiginlega? Helv... fíflið kom ekki. Fyrst varð ég að sópa og mjó... nei, gefa hænsnunum. XVII. ÚRFELLINGARMERKI A f \ r\ Úrfellingarmerki er kló ’ eða högg ' og má nota til að sýna að felldur hafi verið brott stafur eða I stafir. Úrfellingarmerki eru forsett eða eftirsett eftir atvikum. Það átt’ ekki við 'ann að rjúfa sin heit. Það átt' ekki við 'ann að rjúfa sín heit. Ólafur fæddist '87. Ólafur fæddist '87. ’68-kynslóðin vildi láta til sín taka. '68-kynslóðin vildi láta til sin taka. XVIII. KOMMA 103 Komma er höfð í upptalningu og þegar orð eru endurtekin nema þar sem notaðar eru samtengingar. Sigrún, Jón, Árni og Guðrún eru systkin. Á morgun er landafræði, enska, stærðfræði og danska. Þetta er langtum, langtum skemmtilegra. Já, já. Á morgun er landafræði og enska og stærðfræði og danska. 104 Komma er höfð til að afmarka ávörp og upphrópanir. Komdu hingað, vinur. Sæl, Anna, og til hamingju með afmælið. Fundarstjóri, má ég bera fram athugasemd? Ég get sagt þér það, Ása, að ég er orðinn verulega þreyttur á þessum hávaða. Hvað var það, minn kæri, sem þú vildir okkur segja, þú frægi skrýtni Sölvi Helgason? Nei, það kemur ekki til greina. Ó, farðu þér nú ekki að voða, elskan min. 29

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.