Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 34
XIX. SEMIKOMMA
113
í stað punkts má setja semikommu milli málsgreina ef málsgreinarnar eru merkingarlega
nátengdar en einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu
hennar.
Það hefur verið mikið ónæði hérna í dag; mér hefur þvi ekki tekist að Ijúka verkefninu.
Jón varð fyrir aðkasti margra; samt lagði hann engum illt til.
114
Semikommu má nota í upptalningu til að afmarka þá liði sem helst eiga saman.
Verslunin selur ýmiss konar vörur: paþpír, ritföng; sígarettur, vindla, neftóbak; sápur,
ilmvötn og aðra hreinlætisvöru.
Hiti sjúklingsins var 39,6; 38,7; 37,9; 36,9.
XX. TVÍPUNKTUR
115
Tvípunktur er settur á undan beinni ræðu eða beinni tilvitnun ef á undan fara inngangsorð.
Jón hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: „Jú, þetta er rétt hjá þér.“
í ritgerðinni stendur: „Bústaðurinn erfrá 12. öld.“
Tvípunktur er settur á undan upptalningu eða skýringu á eftir setningu sem væri málfræðilega
sjálfstæð málsgrein þótt upptalningunni eða skýringunni væri sleppt.
I Loks var þetta ákveðið: Óskað verður eftir nauðasamningum hið fyrsta.
14 Notaður er upphafsstafur á eftir tvípunkti ef um er að ræða fullkomna sjálfstæða málsgrein
I eða sérnafn._______________________________________________________________
j Loks var þetta ákveðið: Óskað verður eftir nauðasamningum hið fyrsta.
Hún fór til þriggja landa: Noregs, Ítalíu og Frakklands.
Annars er val um lítinn eða stóran staf. Fremur er mælt með rithætti með litlum staf.
Hann er seinheppinn eins og fyrri daginn: missir af flugvélinni og tefst í þrjá daga.
Hann er seinheppinn eins og fyrri daginn: Missir af flugvélinni og tefst í þrjá daga.
Hún keypti þrenns konar ávexti: banana, epli og appelsínur.
Hún keypti þrenns konar ávexti: Banana, epli og appelsínur.
Hún hefur heimsótt þrjá ættingja erlendis: ömmu sína, bróður sinn og frænda.
Hún hefur heimsótt þrjá ættingja erlendis: Ömmu sína, bróður sinn og frænda.
117
Tvípunkt má einnig nota til að tákna mælikvarða, aðgreina ártal og blaðsíöutal heimildar, birta
tíma, úrslit o.fl.
1:250.000
2004:43
Kl. 2:45
Leikurinn fór 84:78
34