Málfregnir - 01.12.2004, Side 35

Málfregnir - 01.12.2004, Side 35
118 Ef tvípunktur er notaöur á eftir skammstöfun er hann settur næst á eftir punkti skammstöfunarinnar. Upphæðin leggist inn á bankareikning nr.: Tilgreinið eftirfarandi: Nafn: Kt.: XXI. SPURNINGARMERKI 119 Spurningarmerki er sett á eftir málsgrein (málsgreinarígildi) sem felur í sér beina spurningu. Ef tvær eða fleiri spurningar koma í röð má aðgreina þær með kommu eða tengingu og setja spurningarmerki í lokin. Hvað er i matinn? „Hvenær kemur þú heim?“ spurði Jón. Hvað? Með frönskum og hrásalati? Hvert ferðu, hvers vegna og hvenær kemurðu aftur? Er það I fyrramálið sem hún fer eða á sunnudaginn? Hafa ber I huga mun á beinum og óbeinum sþurningum. Hann spuröi: „Hvar er skjalið?" Hann spurði hvar skjalið væri. XXII. UPPHRÓPUNARMERKI 120 Upphrópunarmerki má setja á eftir einstökum orðum eða málsgreinum sem fela í sér upphrópun til að koma til skila fögnuöi, skipun, kveðju, fyrirlitningu, undrun o.fl. Þvílík heppni! Upp með hendur! Góðan dag! Góðir áheyrendur! Svei! Hún borðaði tómatsósu(l) með grásleppunni. XXIII. SVIGAR OG HORNKLOFAR 121 Sviga má setja utan um innskot sem sett eru til skýringar. Hornklofi er settur utan um það sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Árið eftir (1928) fluttist Guðrún suður. Skip, sem flytja eldfim efni, skulu á daginn hafa uppi rautt flagg (merkjatákn B) á framsiglu. Þá reis deila milli hjarðmanna Abrams og hjarömanna Lots. (Þá bjuggu i landinu Kanverjar og Peresítar.) Hann sagði: „Ég óska kennaranum [þ.e. Halldóru] alls hins besta.“ 35

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.