Málfregnir - 01.12.2004, Síða 40
GUÐRÚN KVARAN
Tungan og hnattvæðingin
Erindi á málrœktarþingi Islenskrar málnefndar 20. nóvember 2004. Aðalefni þess voru
áhrif hnattvœðingar og upplýsingatœkni á þjóðtungur. Auk Guðrúnarfluttu þar erindi Tatj-
ana Latinovic, Hafsteinn Bragason ogArnór Guðmundsson. -Ritstj.
Góðir málþingsgestir.
Eins og fram kom í setningarorðum er ætl-
unin að ræða í dag um áhrif hnattvæðingar á
þjóðtungur. Eg hef í hyggju að beina sjónum
mínum að íslenskri tungu og þeim áhrifum
sem hún verður helst fyrir á dögum vaxandi
alþjóðlegrar samvinnu. Ég mun fyrst ræða
um helstu áhrifavalda á tungumálið en síðan
mun ég fjalla um mikilvægi þess að til sé
skýr íslensk málstefna. Ef við hugum fyrst
að þeim utanaðkomandi áhrifum sem leita
á tungumálið í vaxandi mæli þá er fyrst að
nefna Netið og veraldarvefinn með öllu sínu
fjölbreytilega efni. Nú má enginn skilja orð
mín svo að ég amist við þeirri nýju tækni
— síður en svo. Við þurfúm aðeins að kunna
að fara með hana og vera vel á verði, eink-
um þegar börn eiga í hlut. Eitt af þeim verk-
efnum, sem núverandi íslensk málnefnd
vill leggja rækt við á fjögurra ára starfstíma
sínum, snýr einmitt að börnum og ungling-
um. Eins og allir vita lifa og hrærast mörg
börn í enskumælandi heimi Netsins og alls
kyns tölvuleikja. Þetta á ekki aðeins við um
íslensk börn heldur einnig börn í nágranna-
löndum okkar og hafa menn víða af þessu
vaxandi áhyggjur. Eitt af mörgum verkefn-
um, sem Málráð Norðurlanda hyggst leggja
til að tekið verði ffam í nýrri norrænni
málstefnu, er einmitt máluppeldi barna og
unglinga á dögurn hnattvæðingar og upplýs-
ingatækni. Ætlunin er að leita eftir samstarfi
við þá sem framleiða tölvuleiki og hvetja til
framleiðslu á leikjum og öðru efni fyrir tölv-
ur á móðurmálinu. Abyrgðar- og uppeldis-
hlutverk þeirra er meira en stjómendur fyrir-
tækjanna gera sér ef til vill grein fyrir. Það er
næsta óliklegt að börnin kjósi ffemur efhi á
ensku en mikilvægt er að vekja þau snemma
til vitundar um eigið tungumál og mikilvægi
þess. Nýlega var ég að skoða efni á Netinu
í tengslum við samnorrænt rannsóknarverk-
efni sem ég tek þátt í og rakst þá á, mér til
mikillar ánægju, orðalista frá samtökunum
„Heimili og skóli“ sem greinilega var til
þess ætlaður að kynna fyrir börnum og ungu
fólki orð og hugtök sem notuð eru þegar tal-
að er um Netið og notkun þess. Þarna eru
gagnlegar upplýsingar á vönduðu máli sem
hugsanlega stuðla að því að notendur venj-
ist því að ræða um Netið og efni tengd því á
móðurmálinu.
Þótt mikilvægt sé að huga að börnum og
unglingum má þó ekki gleyma þeim sem
eldri eru. Þeir verða ekki síður fyrir erlend-
um áhrifum, einkum frá ensku. Árið 2001
kom Norræna ráðherranefndin af stað rann-
sókn þar sem kannað skyldi hvernig tungu-
málumNorðurlanda vegnaði í samkeppninni
við ensku og hvort hægt væri að tala um um-
dæmisvanda innan einstakra mála. Fulltrúar
málnefndanna skrifuðu alls tíu skýrslur sem
sýndu að ástandið var ekki alls staðar eins á
Norðurlöndum. Ari Páll Kristinsson skrifaði
íslensku skýrsluna og er hægt að skoða hana
á heimasíðu Islenskrar málstöðvar (www.
islenskan.is). Sums staðar var ljóst að enska
var rikjandi á heilu sviðunum, annars staðar
virtist umdæmisvandinn ekki eins mikill, t.d.
hérlendis. Færeyjar og Grænland gátu sýnt
fram á að svið hefðu unnist í baráttunni um
viðurkenningu móðurmálsins, m.a. innan
menntakerfisins, að vísu ekki ffá ensku held-
ur frá dönsku. Nokkur ár eru liðin ffá því að
þessar skýrslur voru skrifaðar og á þeim tíma
hefur átt sér stað breyting. Ef við lítum okk-
40