Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 41

Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 41
ur næst var ástandið vel við unandi þegar Ari samdi íslensku skýrsluna. En umræðan inn- an háskólanna núna bendir til þess að margt sé að breytast. Mörg námskeið, jafnvel heilu námsbrautirnar, fara nú fram á ensku. Ég hef ekki orðið vör við að háskólamenn hafi al- mennt af þessu þungar áhyggjur en þó taldi yfirstjórn Háskóla Islands nauðsynlegt að skólinn hefði sína eigin málstefnu til þess að styðja íslenska tungu í kennslu og rannsókn- um. Hún var samþykkt á háskólafundi í maí í vor. Ég kem að málstefnunni rétt á eftir. Astæða þessara breytinga hérlendis sem annars staðar í nágrannalöndum á án efa rætur að rekja til svonefndrar Bologna-sam- þykktar. Ekki er víst að allir hér inni þekki þessa samþykkt og ætla ég því að rekja tilurð hennar stuttlega. Árið 1998 hittust menntamálaráðherrar Frakklands, Þýska- lands, ítaliu og Bretlands í Sorbonne til þess að ræða sameiginleg menntamál og skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að samræma nám á háskólastigi í Evrópulöndum. Næsta ár var boðað til fundar í Bologna og þar skuldbatt sig 31 ráðherra frá 29 löndum til að stuðla að sameiginlegu evrópsku svæði til háskóla- náms. Meginstefnan er að borgarar landanna eigi auðveldara með að fara milli landa til náms. Það á einnig að efla möguleika evr- ópskra landa til að keppa við lönd utan Evr- ópu um stúdenta og sérfræðinga. Tekið er fram að fullt tillit skuli taka til mismunandi menningar, tungumála og menntunarkerfa einstakra landa. Stefnt er að því að Iöndin öll hafi lagað sig að Bologna-samþykktinni íyrir árið 2010 og til þess að það verði unnt komu menn sér saman um níu markmið sem stefiit skyldi að. Ég ætla ekki að rekja þau hér en samnefharinn er í stuttu máli að nemendur á háskólastigi geta stundað nám hvar sem er í Evrópu, flutt sig milli landa og tekið námskeið á ýmsum stöðum sem met- in verða sem hluti aðalnámsins. Markmiðin eru háleit og víðast hvar er farið að vinna að framgangi þeirra. Sérhvert land ber ábyrgð á sínu námi innan þessa ramma og ég hef ekki heyrt eða séð mikla gagnrýni á þessa stefnu. Menn eru hins vegar víða farnir að vakna til vitundar um að þessi samevrópska stefna mun í vaxandi mæli flytja erlend áhrif, eink- um ensk, inn í skólakerfið. Áhrifin verða fyrst og fremst á tungumálið og notkun þess. Ég hef hvergi séð það nefnt í þeim gögnum sem ég hef lesið um Bologna-samþykktina hvernig löndin, sem skrifúðu undir, geti sem best varðveitt eigið tungumál í háskóla- kennslu. Það verða þau að hugsa um sjálf og leysa vandamálið. Á Norðurlöndum heyrast sífellt fleiri áhyggjuraddir innan háskólanna og i vor er leið efndi Málráð Norðurlanda til málþings þar sem fólk frá háskólum og ráðuneytum ræddi um hvort steíha ætti að því að tvö mál yrðu notuð samhliða, móðurmálið og enska, þar sem þess yrði gætt að móðurmálið færi ekki halloka. Þeirri umræðu er alls ekki lok- ið en það mikilvægasta á þinginu að mínum dómi var að menn á öllum Norðurlöndum viðurkenndu vandann og vildu finna lausnir. Það er rnjög mikilvægt að finna lausnir sem allra fyrst á meðan enn er unnt að bregðast við. íslenskir háskólakennarar fara flestir utan til framhaldsnáms, læra jafnvel ein- göngu erlendis. Það er skiljanlegt að þeim þyki þægilegt að nota sérfræðimálið sem mjög oft er enska. Þá þurfa þeir ekki að læra ný íslensk fræðiorð, jafnvel að búa til fræði- orð, til þess að geta rætt við nemendur um námsefnið. Geri þeir það ekki geta þeir ekki rætt við samkennara á móðurmálinu um sitt fag og þeir geta ekki heldur skrifað um það á móðurmálinu. Ég hef oft fengið það svar að menn skrifi ekki greinar á íslensku um sér- fræðileg málefni. Samskiptamálið sé enska. Það er vissulega rétt. íslenskir háskólakenn- arar eiga að taka þátt i hinu alþjóðlega fræða- samfélagi en þeim ber einnig skylda til að kynna fræði sín fýrir íslendingum í ræðu og riti og það eiga þeir að gera á íslensku. Við verðum að gæta þess að enska verði ekki samskiptamál menntafólksins og íslenska málið sem talað er heima. Háskóli Islands hefúr málstefnu eins og ég nefndi áðan, fyrstur íslenskra háskóla. 41

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.