Málfregnir - 01.12.2004, Page 44

Málfregnir - 01.12.2004, Page 44
manninum mínum að íslenskan mín hafi versnað síðan ég byrjaði að vinna af því að ég „blandist" við aðra íslendinga og tali orðið eins og þeir. Og oftast nær hugsar fólk ekki um mig sem útlending af því að ég tala íslensku. Það kemur mér oft á óvart þegar fólk segir við mig að ég sé orðin íslensk, svona er sterk tenging milli tungumálsins og þjóðarvitundar hjá íslendingum. Enginn hefiir sagt við mig að ég væri orðin Þjóðverji þegar ég hef talað þýsku. Þjóðverjar eru sennilega vanari að heyra útlendinga tala þýsku. Vissulega var það fréttnæmt íyrir nokkr- um árum ef einn og einn útlendingur skaut upp kollinum hér og byrjaði að tala íslensku en í dag búa hér í kringum 13.000 útlend- ingar sem sest hafa hér að. Þetta er ansi stór tala miðað við mannfjölda en til gam- ans má geta að álíka margir íslendingar búa á öðrum Norðurlöndum. Ætli þeir séu orðnir Skandinavar? Spurningin er því rétt- lætanleg: „Hvaða áhrif hafa innflytjendur á íslenskt inál?“ Fyrst bið ég ykkur um að hafa í huga að „innflytjendur" eru ekki einsleitur hópur. Þeir koma frá mörgum löndum og frá ólík- um menningar- og tungumálasvæðum, með mjög ólíkan bakgrunn og hæfni til að aðlagast nýju samfélagi. íslendingar, eins og íslendingum er líkt, reyndu að skilgreina þennan hóp með því að kalla þá „nýbúa“. Orðið átti upphaflega að tákna útlendinga sem sest hafa að á íslandi. Með tímanum hefur merkingin breyst þannig að í hugum margra merkir „nýbúi“ aðeins fólk af ólík- um litarhætti eða fólk sem talar bjagaða íslensku. Mörg okkar kjósa að kalla sig „síbúa“. Flestir útlendingar hér á landi koma frá Póllandi, Filippseyjum, fyrrverandi Júgóslavíu og Taílandi. Eg hef ekki orðið vör við að eitt einasta orð úr þessum tungumál- um hafi ratað í íslenskuna, né að Islendingar hafi tekið við einhveq'um siðum frá þess- um löndum. Það er frekar öfúgt, mér finnst stundum fyndið að tala við landa mína hér á landi og heyra þá „sletta“ íslenskum orðum í serbneskuna. Þótt ég hafi engar kannanir eða staðreyndir til að styðjast við leyfi ég mér að fullyrða að innflytjendur hafa engin áhrif haft á íslenskuna sjálfa. Hins vegar hefur flutningur fólks af erlendum uppruna hingað vissulega haft áhrif á íslenskt samfélag. Það er ekki eins einsleitt eins og það var áður og hér á landi býr fólk sem talar ekki íslensku. Astæður fyrir því eru margvíslegar en menntun, upp- runi manna og félagslegar aðstæður hafa sennilega mest áhrif á það hvernig mönnum gengur að læra tungumálið. Ef innflytjendur ná ekki tökum á íslensk- unni er hætta á að stéttaskipting myndist í samfélaginu og þeir verði álitnir „annars flokks“ íbúar landsins. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Það er augljóst að til þess að aðflutt fólk á íslandi geti tekið fullan þátt á öllum svið- um samfélagsins er nauðsynlegt að það nái góðum tökum á íslensku. Ég heyri stundum útlendinga tala sín á milli á bjagaðri ensku í staðinn fyrir að reyna að tala íslensku, sama hversu bjöguð hún gæti verið. En það er ein- mitt ein af hættunum sem ég get ímyndað mér að steðji að hér á landi: að enska verði samskiptamál þessa hóps. En kannski er ástæðan fýrir því að útlendingar kjósi frek- ar að tala ensku sú að enska er orðin „eign allra“, það eru fleiri i heiminum sem tala hana með einhverjum útlenskum hreim held- ur en þeir sem hafa ensku sem móðurmál. Og með því að tala ensku á sinn hátt finnst mönnum þeir standa jafnfætis öðrum. Ég bendi á að þegar enska er kennd útlend- ingum í enskumælandi löndum er notað orðalagið „English as a second language“. Þjóðverjar kenna útlendingum „Deutsch als Fremdsprache“ og áfram mætti telja. Til að auðvelda mönnum aðgengi að íslenskri tungu legg ég til að fúndið verði viðeigandi heiti yfir íslensku sem fólk með annað móð- urmál en íslensku talar, t.d. „íslenska sem annað tungumál" eða „íslenska sem erlent tungumál". 44

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.