Fréttablaðið - 16.04.2016, Page 17

Fréttablaðið - 16.04.2016, Page 17
Atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að brýn þörf er nú á að gera grundvallar- breytingar á leikreglum íslensks efnahagslífs. Við getum ekki lengur blekkt okkur með því að framganga nokkurra einstaklinga í viðskipta- lífinu í aðdraganda hruns hafi verið orsök efnahagslegs skipbrots og að með því einu að taka þá úr umferð og skipta um menn í æðstu stöðum væri hægt að gera fullnægjandi úrbætur. Við þurfum að setja efna- hagslífinu mörk með alveg nýjum hætti. Vafningar og snúningar Um áratugaskeið höfum við séð vel tengda viðskiptamenn auðgast vegna þess að stjórnmálamenn hafa tryggt þeim aðgang að tak- markaðri aðstöðu eða ríkiseign- um. Í skjóli þessa hefur vaxið og dafnað hér á landi sérstök tegund kapítalista – þeirra sem nærast á annarra manna fé og leggja meiri áherslu á taumlausan arð í eigin vasa en raunverulega sköpun verð- mæta sem nýtast samfélaginu öllu. Það er þessi tegund sem flykktist í skattaskjól til að forðast að leggja af mörkum eftir efnum. Það er líka í þessum anda sem bankar bjuggu til vafninga og snúninga til að skapa sér og vildarvinum sínum arð, en sköpuðu engin verðmæti með því. Þvert á móti: Vafningarnir sugu verðmæti úr hinu verðmætaskap- andi efnahagslífi. Bankar fyrir heimili Á síðustu misserum hafa Borgunar- hneykslið og óheftar arðgreiðslur tryggingafélaga á kostnað almenn- ings sýnt að ekkert hefur breyst í grundvallaratriðum. Við verðum að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verð- mætaskapandi fyrirtækja. Setja aukna framleiðni, en ekki bólu- gróða, í forgang atvinnu- og efna- hagsmálastefnunnar. Á níunda áratug síðustu aldar létu jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku sig dreyma um áhrif almennings á efnahagslíf í gegnum sjóði launamanna sem hefðu stjórnunaráhrif í efnahagslífinu. Þetta var á þeim tíma talið óraun- hæft með öllu. Uppbygging lífeyris- sjóðanna á Íslandi hefur hins vegar gert það að verkum að við erum óvart komin í þá stöðu að hér eru orðnar forsendur fyrir öflugu félagslegu eignarhaldi. Nýtum völd almennings Í gegnum lífeyrissjóðina á íslensk- ur almenningur miklar eignir í atvinnulífinu. Við eigum að þróa það eignarhald og knýja fram ábyrga hegðun í atvinnulífinu og tryggja framlag fyrirtækja til sam- félagslegrar ábyrgðar. Lífeyris- sjóðir þurfa að setja sér viðmið um stjórnarhætti, eðlilegan launamun og jöfn laun óháð kyni í þeim fyrir- tækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Jafnframt eiga lífeyrissjóðirnir, sem glíma við kostnað af sífellt vaxandi örorkubyrði, að setja skilyrði um að fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesti í bjóði fólki með skerta starfsgetu störf og styðji við starfsendurhæf- ingu af öllum toga. Og við getum ekki sætt okkur við að virkir fjár- festar dragi lífeyrissjóðina með sér Ný stjórnarskrá efnahagslífsins Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar í fjárfestingar og nýti fé almennings til að skammta sjálfum sér auð og völd. Það þarf líka að tryggja almenn- ingi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrn- ingarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings. Other people’s money Við þurfum að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með umsvif- um ríkisvaldsins á fjármála- markaði og brjóta bankana upp og raða upp á nýtt. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people’s money“ og fjallar um það öng- stræti sem fjármálakerfi Vestur- landa er komið í. Gamla tuggan um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka nær ekki utan um það flækjustig sem nú er við að eiga. Það þarf róttækari breyt- ingar. Eignastýring á ekki heima í bönkum, enda eiga bankar ekk- ert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það ætti að banna beinar fjárfestingar banka í fyrir- tækjum. Svo þarf að verja sérstak- lega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. Það er fullt ógert. Nú er veður til að skapa. Það ætti að banna beinar fjárfestingar banka í fyrir- tækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. OR og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur kynna starfsemina, stöðu og horfur á opnum ársfundi í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14 –16. Við höfum tekið til í rekstrinum, bætt fjárhaginn og breytt skipulaginu. Nú eru þau þáttaskil að 2016 er fyrsta heila árið sem við störfum undir nýjum merkjum og breytingar eru að verða í stjórn fyrirtækisins. Á fundinum mun: • Haraldur Flosi Tryggvason kveðja sem stjórnarformaður OR eftir sex ára setu. • Brynhildur Davíðsdóttir taka við af Haraldi Flosa. • Staðan hjá OR og dótturfélögum verða rakin af stjórnendum þeirra. • Hljómsveitin Sjálfsvorkunn skemmta gestum. Sjálfsvorkunn skipa þeir Haraldur Flosi, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Hörður Bragason og Jón Gnarr. Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 10 81 Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á www.or.is Allir eru velkomnir Save the Children á Íslandi 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -B 5 3 4 1 9 1 9 -B 3 F 8 1 9 1 9 -B 2 B C 1 9 1 9 -B 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.