Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 51
Hefurðu sérfræðiviðurkenningu í bráðalækningum eða í gjörgæslu- og
svæfingalækningum? Laust er til umsóknar starf yfirlæknis bráða-
þjónustu utan sjúkrahúsa við flæðisvið Landspítala. Ráðningin er til 5 ára,
starfshlutfall er 100% en skipting þess verður eftir samkomulagi og í
samræmi við helstu verkefni og ábyrgð.
Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa fer með læknisfræðilega forsjá
sjúkraflutninga á landinu öllu skv. reglugerð nr. 262/2011 um framkvæmd
og skipulag sjúkraflutninga. Yfirlæknir starfar náið með viðbragðsaðilum.
YFIRLÆKNIR
Bráðaþjónusta utan sjúkrahúsa
Spennandi og þroskandi störf fyrir áhugasama. Á deildinni, sem er mjög
sérhæfð, fer fram fjölbreytt meðferðarstarf fyrir einstaklinga á aldrinum
18-25 ára sem eru nýlega greindir með geðrofssjúkdóm.
Góður starfsandi er ríkjandi og virk og stöðug framþróun. Unnið er á
breytilegum dag-, kvöld- og næturvöktum og að jafnaði þriðju eða fjórðu
hverja helgi.
RÁÐGJAFI/STUÐNINGSFULLTRÚI
Laugarásinn meðferðargeðdeild
LANDSPÍTALI ... ALLRA HAGUR!
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins
og miðstöð menntunar og rannsókna í heil brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti,
ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA;
WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS
Fjölbreytt og krefjandi verkefni sem markast af þeirri þjónustu sem
Landspítali veitir en Landspítali er með um 140 þúsund m² húsnæði
á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið er mjög
breytilegt, allt frá skrifstofuhúsnæði yfir í sérhæfð rými sem og
mörg tæknikerfi, allt frá alm. húskerfum yfir í sérhæfð kerfi fyrir
sjúkrastofnanir.
Fasteignadeild sér um viðhald alls húsnæðisins auk þess að vinna að
margs konar breytingum.
PÍPULAGNINGAMAÐUR
Fasteignadeild
Nýtt og fjölbreytt starf verkefnastjóra á sviði heilbrigðis- og upplýsinga-
tækni. Leitað er að öflugum verkefnastjóra með mjög gott tölvulæsi til
að gegna lykilhlutverki við skipulagningu þjálfunar og undirbúning að
innleiðingu rafrænna kerfa.
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild sinnir rekstri tölvubúnaðar á
Landspítala, viðhaldi lækningatækja ásamt rekstri og þróun tölvukerfa
sem eru í notkun á spítalanum.
VERKEFNASTJÓRI Á SVIÐI
UPPLÝSINGATÆKNI
Heilbrigðis- og upplýsingatækni
Við sækjumst eftir deildarlækni með góða færni í mannlegum samskiptum
á Líknardeild í Kópavogi. Deildin heyrir undir lyflækningasvið
Landspítala og samanstendur af 16 rúma legu-, dag- og göngudeild,
sérhæfðri heimaþjónustu og unnið er í náinni samvinnu við
líknarráðgjafateymi spítalans.
Skapað verður tækifæri fyrir deildarlækni til þess að sinna afmörkuðu
rannsóknarverkefni tengt deildinni.
DEILDARLÆKNIR
Líknardeild
Hefurðu faglegan metnað og áhuga á krabbameinshjúkrun? Viltu vera
virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu verkefna á dag- og göngu deild
blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut? Um er að ræða 80-100%
dagvinnustarf hjúkrunarfræðings.
Í boði er góð starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi og sérhæfð
námskeið.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Dag- og göngudeild blóð og krabbameinslækninga
Hentar dagvinna þér? Við sækjumst eftir framsæknum sjúkraliða á
skurðstofur kvenna við Hringbraut. Starfið felur m.a. í sér umsjón og
eftirlit með tækjum, tölvuvinnu og almenna aðstoð við deildarstjóra.
Fjölbreytt og krefjandi starf á lifandi vinnustað.
SJÚKRALIÐI
Skurðstofur kvenna
Ertu svæfingahjúkrunarfræðingur? Við leitum eftir
hjúkrunardeildarstjóra til næstu 5 ára á svæfingadeildina við
Hringbraut. Hjúkrunardeildarstjórinn er yfirmaður hjúkrunar á
deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um
hjúkrunarfræðileg málefni.
Deildin þjónar 10 skurðstofum, þjónustu við innskrift sjúklinga fyrir
aðgerðir auk umfangsmikillar starfsemi utan deildar.
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI
Svæfingadeild
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
3
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
1
A
-2
B
B
4
1
9
1
A
-2
A
7
8
1
9
1
A
-2
9
3
C
1
9
1
A
-2
8
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K