Fréttablaðið - 16.04.2016, Qupperneq 94
Í eftirminnilegasta atriði Spinal Tap
útskýrir einn rokkhundurinn að
magnarinn hans sé ekki bara með
stillingar frá núlli og upp í tíu, heldur
alla leið upp í ellefu. Það sé miklu
betra.
Margar kynslóðir hafa hlegið
að flónsku tónlistarmannsins, en í
orðum hans fólst sannleikskjarni.
Það er stundum betra að komast
upp í ellefu en tíu. Það sannaðist fyrir
alþingiskosningarnar 1991.
Um þessar mundir fjargviðrast
fólk yfir offramboði forsetaefna og
ekki er langt síðan stjórnlagaráð var
valið á grunni mörg hundruð manna
kosninga. Fyrir 1991 höfðu kjósendur
hins vegar vanist því að framboðs-
listar í alþingis- og sveitarstjórnar-
kosningum væru sex að hámarki:
fjórir til fimm hefðbundnir stjórn-
málaflokkar og svo kannski eitt von-
lítið smáframboð.
Þetta vorið kom í ljós að ýmsir
gengu með þingmanninn í maganum,
hvergi fleiri en í Reykjaneskjördæmi
þar sem ellefu framboðslistar komu
fram. Þeim mun ergilegra í ljósi þess
að nýbúið var að kaupa fokdýrt tölvu-
kerfi til að halda utan um úrslitin sem
taldi bara upp í tíu!
Vegna þessa aukakostnaðar sem
af flokkafarganinu hlaust, var óvenju
mikill pirringur í garð „litlu“ framboð-
anna og fulltrúar þeirra máttu jafnvel
sæta því í viðtölum að svara fyrir það
hversu dýr þau yrðu þjóðarbúinu.
Mestar skammir hlutu þó fulltrúar
eina framboðsins sem fjölmiðlar skil-
greindu sem grínframboð. Meira um
það síðar.
Allir í bátana
Það var ekki bara ergelsi vegna tölvu-
kerfa sem ekki drifu upp í ellefu sem
lá að baki neikvæðu umræðunni
um smáframboðin. Fjölmiðla-
menn börmuðu sér yfir að þurfa að
sinna flokkaflórunni og sagt var að
sjónvarpskappræður yrðu hreinn
skrípaleikur. Davíð Oddsson, odd-
viti sjálfstæðismanna, vakti reiði
litlu flokkanna þegar hann talaði um
skrumskælingu lýðræðisins og mót-
mælti því að flokkur á borð við Sjálf-
stæðisflokkinn ætti að fá jafnlangan
tíma til kynningar í Ríkissjónvarpinu
og Flokkur mannsins. Þá reifaði hann
hugmyndir um að framboðum yrði
gert að standa skil á tryggingarfé upp
Talið upp
í ellefu
Saga
til næsta
bæjar
Stefán Pálsson skrifar
um ógleymanlegar
kosningar.
í kostnað ef þau næðu ekki lágmarks-
fjölda atkvæða.
En hver voru öll
þessi framboð og
hvernig stóð á því
að þau voru lang-
flest í Reykjanes-
kjördæmi en ekki
í stærsta kjördæm-
inu, Reykjavík? Jú, í
hópnum voru vita-
skuld flokkarnir fimm
sem enduðu á að skipa
Alþingi kjörtímabilið
1991-95.
S j á l f s t æ ð i s m e n n
unnu mikinn sigur og
fengu fimm af ellefu þing-
mönnum kjördæmisins.
Alþýðuflokkurinn átti
nokkur sterk vígi á svæðinu
og náði þremur, en þau
Steingrímur Hermannsson,
Ólafur Ragnar Grímsson
og Anna Ólafsdóttir Björns-
son tóku hvert sitt sætið fyrir
Framsókn, Alþýðubandalag og
Kvennalista. Kvennalistinn var
minnstur stóru flokkanna með
7% fylgi. Það var tvöfalt meira en
hin framboðin sex hlutu saman-
lagt.
Þar voru þó engir aukvisar
innanborðs. Til dæmis var sitjandi
ráðherra í oddvitasæti F-lista Frjáls-
lyndra, umhverfisráðherrann Júlíus
Sólnes. Frjálslyndir voru að stofni til
skipaðir félögum úr Borgaraflokkn-
um sem unnið hafði stórsigur í kosn-
ingunum fjórum árum fyrr undir for-
ystu Alberts Guðmundssonar. Albert
hvarf þó á braut, flokkurinn gekk til
liðs við vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar og klofnaði í kjölfarið.
Skattar, kvótar og fóstureyðingar
Eftir að hafa varla komist á blað í
fylgiskönnunum allt kjörtímabilið
var framboð gömlu Borgaraflokks-
mannanna nokkur fífldirfska, þótt
undir nýju nafni væri og árangurinn
eftir því eða 0,6% á landsvísu. Stefnu-
málin voru margvísleg og fjölluðu
um skattleysismörk og prósentu á
matarskatti, sem hvort tveggja var
mikið til umræðu um þær mundir.
Þá lögðu einhverjir frambjóðendur
áherslu á að endurskoða fóstureyð-
ingalöggjöfina, með þeim rökum að
meirihluti kvenna sem færi í fóstur-
eyðingu gerðu það ekki sjálfviljugar!
Þótt Frjálslyndir væru ekki stór
flokkur, má segja að þeim hafi samt
tekist að klofna. Heimastjórnarsam-
tökin voru skipuð fólki sem stefnt
höfðu að sameiginlegu framboði með
Frjálslyndum en samningar tókust
ekki. Var fyrir vikið grunnt á því góða
milli framboðanna tveggja.
Heimastjórnarmenn höfðu
þyngstar áhyggjur af því að fullveldi
landsins stæði ógn af Evrópubanda-
laginu. Andstaðan við fyrirhugaðan
samning um evrópska efnahags-
svæðið var kjarninn í stefnunni, en
einnig lagði hreyfingin áherslu á
byggðakvóta í landbúnaði og sjávar-
útvegi á þann hátt að kvótum væri
úthlutað til einstakra héraða. Heima-
stjórnarsamtökunum mistókst að ná
fram lista í Vestfjarðakjördæmi, sem
reyndist dýrkeypt. Rúv setti þá reglu
að einungis hreyfingar með lista í
öllum kjördæmum fengju fulltrúa
í leiðtogakappræðum. Freistuðu
Heimastjórnarmenn þess að fá kosn-
ingarnar ógildar og endurteknar á
þessum grunni, en höfðu ekki erindi
sem erfiði enda með innan við þús-
und atkvæði á landsvísu.
Enga herskyldu
Kosningabandalag Þjóðarflokksins
og Flokks mannsins náði hins vegar
listum í öllum kjördæmum og því
sæti í sjónvarpssal. Í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi voru húman-
istar úr Flokki mannsins fyrirferðar-
mestir í framboðinu en annars staðar
var Þjóðarflokksfólk í forystu. Stefna
Þjóðarflokksins gekk einkum út á að
rétta hlut landsbyggðarinnar gagn-
vart höfuðborginni. Langbestum
árangri náði framboðið í Norður-
landskjördæmi eystra, þar sem Árni
Steinar Jóhannsson, síðar þingmaður
VG, hlaut 6,7% atkvæða. Í Reykjanes-
kjördæmi náði fylgið hins vegar ekki
einu prósenti.
Z-listi Græns framboðs var aðeins
í boði í Reykjavík og á Reykjanesi.
Aðstandendur þess yfirleitt kornungt
fólk sem fylgst hafði með uppgangi
græningjaflokka í Evrópu. Græningjar
voru harðir á móti álveri á Keilisnesi
sem mikið var í umræðunni, en bentu
þess í stað ferðamannaiðnað og
vatnsútflutning sem lausnir í atvinnu-
málum. Framboðið gagnrýndi þá
afturför sem fælist í að óendurnýtan-
legar umbúðir, svo sem fyrir gos-
drykki, hefðu verið leyfðar. Þá voru
friðaráherslur áberandi. Þannig vildi
hreyfingin að Íslendingar tækju ein-
arða afstöðu gegn Persaflóastríðinu
sem þá stóð yfir og benti á þá brota-
löm í stjórnarskránni að hún gerði
ráð fyrir að taka mætti upp herskyldu
á ófriðartímum. Ekki gáfu þessi góðu
stefnumál þó nema 112 atkvæði í
kjördæminu. Allnokkru færri en
fjöldi meðmælenda.
Aðeins of seint
Tíundi var Verkamannaflokkur
Íslands, sem bauð fram nálega fyrir
slysni. Eða öllu heldur – listanum í
Reykjaneskjördæmi hafði einkum
verið ætlað að styðja við framboð-
ið í Reykjavík sem aldrei varð að
veruleika. Verkamannaflokkurinn
var að mestu skipaður mönnum
sem reynt höfðu að fá Jóhannes
Guðnason (kunnasta fóðurbíl-
stjóra landsins) kjörinn formann
verkamannafélagsins Dagsbrúnar
nokkru fyrr.
Hópurinn hafði tengsl við Alþýðu-
flokkinn og tók þátt í smölum fyrir
Össur Skarphéðinsson í prófkjöri
fyrr um veturinn, að því er virtist í
von um að fá að stofna verkalýðs-
ráð innan flokksins með launuðum
starfsmanni. Þegar það gekk ekki var
ákveðið að stofna flokk, helst með
Jóhannes sem oddvita. Jóhannes
kærði sig ekki um að yfirgefa Alþýðu-
flokkinn, en þá var of seint að hætta
við. Framboðslista var púslað saman
og skilað til kjörstjórnar í Reykjavík
– sjö mínútum of seint. Fréttastofur
beggja sjónvarpsstöðva smjöttuðu á
ógæfu umboðsmanns framboðsins,
sem hefði með klaufaskap kostað
listann framboðsréttinn. Kjörstjórn
ákvað að líta í gegnum fingur sér, en
í ljós kom að meðmælendur voru
hvort sem er ekki nógu margir.
Ellefta og síðasta framboðið í
Reykjaneskjördæmi var það sem
mest var skammað fyrir framhleypn-
ina. Engu að síður fékk T-listi Öfga-
sinnaðra jafnaðarmanna mest fylgi
allra smáframboðanna, 459 atkvæði
eða 1,2%.
Öfgasinnarnir féllu rækilega á
Bechtel-prófinu, en á lista þeirra
var ekki að finna eina konu. Fram-
bjóðendur voru flestir á svipuðum
aldri, búsettir í Keflavík eða nágrenni
og margir grunaðir um tengsl við
Alþýðubandalagið, en litlir aðdá-
endur Ólafs Ragnars. Var enda eitt
af stefnumálum hreyfingarinnar að
stemma stigu við innflutningi vest-
firskra stjórnmálamanna til kjör-
dæmisins.
Háskólaneminn Guðmundur
Brynjólfsson, var í toppsætinu. Í stað
þess að blása til prófkjörs var röð
frambjóðenda ákveðin eftir því hve-
nær þeir mættu í stofnfundargleðina.
Þar hafði Guðmundur ákveðið for-
skot – partíið var heima hjá honum.
Öfgar göfga
Það var ekki bara nafn Öfgasinnaðra
jafnaðarmanna sem var hnyttið.
Stefnuskráin var stútfull af bröndur-
um á kostnað stjórnmálastéttarinnar.
Umræðan um Keilisnesálverið, sem
kratinn Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra talaði sem mest fyrir, var
afgreidd með því að krefjast þess að
settur yrði vothreinsibúnaður á Jón
sjálfan svo hann hætti þessu álvers-
rugli. Þess í stað vildu flokksmenn efla
landbúnað á Reykjanesskaga.
Í samgöngumálum yfirtrompuðu
öfgasinnarnir loforð hinna flokkanna
um tvöföldum Reykjanesbrautar með
því að heimta sexföldun, auk þess
sem vatnsrennibraut yrði lögð milli
Snæfellsness og Keflavíkur, til fiskút-
flutnings.
Utanríkismálastefna framboðsins
byggði á stuðningi við allar undirok-
aðar þjóðir. Í því skyni vildu flokks-
menn efna til golfmóts á Íslandi og
bjóða kúguðum indíánum frá Mont-
real í Kanada. Oddvitar flokksins
höfnuðu alfarið að um grínframboð
væri að ræða – raunar væru allir hinir
flokkarnir grínframboð. Sjálfir hefðu
þeir afdráttarlausa stefnu, sem þó
mætti fórna á altari bitlinganna! Og
þið sem hélduð að Besti flokkurinn
í Reykjavík hefði verið frumlegur?
Ónei, Keflvíkingarnir í Öfgasinnuðu
jafnaðarmönnunum sögðu þetta
allt fyrir löngu – og lofuðu að auki
að hefja á ný framleiðslu á Spuri og
Miranda-appelsíni.
Um þeSSar mUndir
fjargviðraSt fólk yfir
offramboði forSeta-
efna og ekki er langt
Síðan Stjórnlagaráð
var valið á grUnni
mörg hUndrUð manna
koSninga.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Erró
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka
gömlu meistaranna.
mánudaginn 18. apríl
uppboðið hefst kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning í Gallerí Fold
mánudag kl. 10–17
1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r42 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
8
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
1
9
-E
1
A
4
1
9
1
9
-E
0
6
8
1
9
1
9
-D
F
2
C
1
9
1
9
-D
D
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K