Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 96

Fréttablaðið - 16.04.2016, Side 96
„Nú þyrfti maður að fara að hætta,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur glaðlega þegar nýliðið sjötugsafmæli ber á góma. „Allt í kringum mig er fólk að hætta að vinna en það er erfitt fyrir rithöfund í sjálfsmennsku því enginn rekur hann úr vinnunni. Ekki fyrr en hann gefur út bók sem enginn vill lesa, þá er sjálfhætt. Ég á bara alltaf eitthvað eftir sem mér finnst að gaman væri að fást við. Byrjaði líka svo seint.“ Kristín var orðin 41 árs þegar fyrsta bók hennar kom út. „Ég var kennari í fullu starfi, bjó á Akranesi og hafði skrifað mikið fyrir sjálfa mig alveg frá því ég var krakki. Í MA var ég í ritstjórn skólablaðs og skrifaði mikið en hef oft hugsað um það seinni árin að það voru bara strákar sem giltu sem skáldin í skólanum. Eina fagið sem mér þótti reglulega skemmtilegt í menntaskóla var íslenska og sérstaklega var gaman að skrifa ritgerðir en þó að þær væru vel metnar sagði enginn kennari við mig: „Ert þú kannski að spá í að verða blaða- maður?“ eða: „Langar þig ekki að skrifa eitthvað meira?“ Það hugsa ég að væri frekar gert í dag.“ Rithöfundurinn kom upp í Kristínu löngu seinna þegar auglýst var keppni til íslensku barnabókaverðlaunanna á vegum Vöku-Helgafells. Þá sendi hún inn handrit undir dulnefni – og til öryggis hafði hún það karlmanns- nafnið Stefán. „Ég var ekki kjarkaðri en svo,“ segir hún. „En ég vann keppnina og þar með kom út bókin Fransbrauð með sultu. Eftir það fór ég að skrifa jafn- framt því að kenna, og svo hætti ég að kenna, þá búin að fá vilyrði frá Vöku- Helgafelli um að fá aðra bók útgefna. Úr fyrstu bókinni varð þríleikur og svo var ég óstöðvandi eftir það. Ferillinn hefði samt getað orðið lengri og öðruvísi ef ég hefði byrjað fyrr. Þess vegna finnst mér mikilvægt að vekja fólk til lífsins.“ Í tilefni sjötugsafmælis Kristínar var bókin Engill í Vesturbænum endurút- gefin en hún kom fyrst út 2002 og fékk geysigóðar viðtökur bæði hér og erlend- is. Fyrir hana hlaut Kristín öll verðlaun sem hægt var að fá fyrir barnabók á Íslandi og líka alls konar viðurkenningar úti í heimi. „Engillinn er sú bók mín sem hefur fengið flestar stjörnur og er komin út á tíu tungumálum,“ segir hún. „Mynd- irnar hennar Höllu Sólveigar Þorgeirs- dóttur styðja líka firna vel við textann.“ gun@frettabladid.is Notaði dulnefnið Stefán Kristín Steinsdóttir rithöfundur er í sjálfsmennsku og því enginn sem rekur hana þó hún sé orðin sjötug – sem betur fer. Í tilefni stórafmælisins var Engill í vesturbænum gefinn út aftur. „Ferillinn hefði getað orðið lengri og öðruvísi ef ég hefði byrjað fyrr,“ segir Kristín. Fréttablaðið/anton brinK Í MA var ég í ritstjórn skólablaðs og skrifaði mikið en hef oft hugsað um það seinni árin að það voru bara strákar sem giltu sem skáldin í skólanum. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór B. Jónatansson frá Auðsholti 4, lést á Fossheimum þriðjudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Hrunakirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Birgir J. Halldórsson Stefán Þröstur Halldórsson Sigríður Bílddal Steinar Halldórsson Íris Brynja Georgsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Ársæls Teitssonar byggingameistara, Víðivöllum 3, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Lundar á Hellu fyrir góða umönnun og hlýju. Kristín Ágústa Ársælsdóttir Tryggvi Rúnar Pálsson Sigurjón Ársælsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigríður Ársælsdóttir Þórarinn Arngrímsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Þórðardóttir frá Viðey, lést á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi 13. apríl síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Guðrún Sólveig Steindór Pétursson Ragnheiður Grétarsdóttir Þórunn Berglind barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sveinrós Sveinbjarnardóttir hjúkrunarfræðingur, sem andaðist að heimili sínu, Hörpuvík, Álftanesi, 6. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Haukur Heiðar Ingólfsson Halldór Hauksson Ragnheiður Bjarnadóttir Margrét Hauksdóttir Stefnir Skúlason Inga Dóra Hauksdóttir Haukur Heiðar Hauksson Guðný Kjartansdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórkatla Albertsdóttir Suðurhópi 1, Grindavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 12. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 22. apríl kl. 14.00. Albert Sigurjónsson Svanhvít Daðey Pálsdóttir Hallgrímur P. Sigurjónsson Kristín Vilborg Helgadóttir Rúnar S. Sigurjónsson Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Kristbjörnsdóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, 6. apríl 2016. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Valgerður Kristbjörg Jónsdóttir Sigurjón Karlsson Margrét Jóna Jónsdóttir Ingi Þór Þorgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r44 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð tÍMAMót 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -F 5 6 4 1 9 1 9 -F 4 2 8 1 9 1 9 -F 2 E C 1 9 1 9 -F 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.