Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Fréttir
Vorheimsókn
í sveitina
Ráðstefna um mat
og ferðaþjónustu
Atvinnuvega- og
n ý s k ö p u n a r -
ráðuneytið og
Matvælalandið
Ísland boða til
ráðstefnu á Hótel
Sögu fimmtudaginn 20. mars
kl. 12-16:30 undir yfirskriftinni
„Vöxtur í ferðaþjónustu – er
maturinn tilbúinn?“.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
þróun matarferðamennsku hér heima
og erlendis og tækifærin sem hún felur
í sér. Til þess að ræða þessi mál mun
Ami Hovstadius frá VisitSweden fjalla
um reynslu Svía af markaðssetningu
Svíþjóðar sem matvælalands. Þeir telja
að sú stefna hafi skilað ótvíræðum
árangri, m.a. því að erlendir ferðamenn
sýna sænskum mat meiri áhuga en
áður og að útflutningur matvæla hafi
aukist marktækt.
Laufey Haraldsdóttir, lektor í
Háskólanum á Hólum, greinir frá
þróun matarferðaþjónustu á Íslandi og
þá mun Mário Frade, vörumerkjastjóri,
Nóa Síríusi, lýsa því hvernig fyrirtækið
hefur þróað markaðsáætlanir með það
að markmiði að höfða til ferðamanna.
Í öðrum hluta ráðstefnunnar verður
fjallað um viðbrögð Íslendinga við
auknum fjölda ferðamanna, framboð
af íslensku hráefni og veitingaþjónustu
og hvernig menningar- og matartengd
ferðaþjónusta hefur þróast á síðustu
árum. Á eftir erindum verða
pallborðsumræður. Skráning er á si.is.
Unnið að stofnun
Búnaðarstofu
Unnið er að því að móta tillögur
um að verkefni sem ríkið hefur
falið Bændasamtökunum að
vinna, flytjist yfir í sjálfstæða
stofnun sem hefur gengið undir
vinnuheitunum Búnaðarstofa eða
Greiðslustofa.
Bændasamtökin hafa með
samningum við ríkið séð um ýmsa
greiðslumiðlun, svo sem útgreiðslu
beingreiðslna, sem eru í raun á
hendi ríkisins. Stefnt er að því að
ábyrgð á þessum verkefnum færist
til ráðuneytis landbúnaðarmála á
næsta ári.
Þetta kom fram í máli Sindra
Sigurgeirssonar á búnaðarþingi.
Hann sagði mikilvægt að
umrædd verkefni yrðu flutt frá
Bændasamtökunum til að aðskilja
hagsmunagæslu og umsýslu með
fjármagni frá ríkissjóði. Mikils
misskilnings hefði gætt, meðal
annars í fjölmiðlum, þar sem því
hefur ítrekað verið haldið fram
að Bændasamtökin væru rekin
fyrir almannafé. Hið rétta væri að
samtökin hafi haft umsýslu með
að greiða út fé sem úthlutað væri
til ýmissa verkefna, meðal annars í
gegnum búnaðarlagasamning. /fr
Árlega heimsækja
þ ú s u n d i r
s k ó l a b a r n a
sveitina á vorin.
Ferðirnar eru
fyrir löngu orðinn
fastur liður í starfi margra leik- og
grunnskóla en oft slást foreldrar
og aðstandendur með í för. Þeir
bændur sem taka á móti gestum
eru nú í óða önn að skipuleggja
vorheimsóknirnar.
Í ljósi þess eru skólar og aðrir
sem ætla sér að fylgjast með
sauðburði og öðrum vorverkum í
sveitinni hvattir til að panta í tíma.
Á vefsíðu Bændasamtakanna, www.
bondi.is, eru upplýsingar um alla
bæina sem starfa undir merkjum
Opins landbúnaðar og taka á móti
gestum.
Formaður Bændasamtaka Íslands
verður kosinn til eins árs, sem og
stjórn samtakanna, eftir árið 2015.
Fram til þessa hefur kjörtímabil
stjórnar verið þrjú ár. Þá verður
fækkað í stjórn samtakanna
og verður hún skipuð fimm
stjórnarmönnum en nú sitja sjö
manns í stjórn. Þrátt fyrir þessar
breytingar mun sitjandi stjórn
klára sitt kjörtímabil og verður
kosið eftir nýjum reglum árið
2016. Þetta er meðal breytinga
sem gerðar voru á samþykktum
samtakanna á nýafstöðnu
búnaðarþingi.
Fyrir þinginu lágu tillögur að
mjög róttækum breytingum á
samþykktum sem miðuðu að því að
breyta félagskerfi bænda talsvert.
Til að mynda var gerð tillaga um
að tekið yrði upp félagsgjald sem
annað hvort aðildarfélög eða þá
félagsmenn sjálfir myndu greiða,
en eins og er þá hefur félagsgjald til
Bændasamtakanna verið innheimt
í gegnum búnaðargjald. Eins og
komið hefur fram er sú leið, að
ríkið innheimti félagsgjöld fyrir
Bændasamtökin, ólögleg. Ekki náðist
sátt um tillöguna á búnaðarþingi og
varð hún ekki að veruleika. Þá var
gerð tillaga um að fulltrúafjöldi á
búnaðarþingi myndi gjörbreytast og
val á fulltrúum sömuleiðis. Sú tillaga
náði heldur ekki fram að ganga. Hins
vegar skulu búnaðarþingsfulltrúar
hér eftir kosnir til eins árs en ekki
þriggja eins og verið hefur.
Fleiri breytingar voru gerðar á
samþykktunum. Meðal annars er
aflögð sú skylda að halda bændafundi
árlega og lögð á sú skylda að halda
að minnsta kosti einn formannafund
á ári og þeirri samkomu gefið
aukið vægi án þess að raska valdi
búnaðarþings.
Markmið náðust ekki
Þessar breytingar eru afurð ályktunar
Búnaðarþings 2013 þar sem samþykkt
var að fela stjórn Bændasamtakanna
að vinna áfram að heildarendurskoðun
félagskerfis bænda. Það verði gert
með það að leiðarljósi að einfalda
félagskerfið, gera það ódýrara í
rekstri, að það verði skilvirkara í
hagsmunagæslu fyrir bændur og það
tryggi þátttöku og virkni bænda.
Ef horft er á umrædd markmið er
vart hægt að segja að þau hafi náðst.
Ljóst má vera að það að formaður,
stjórn og búnaðarþingsfulltrúar séu
nú kosnir til eins árs í senn getur
aukið viðbragðsflýti og gert samtökin
skilvirkari í hagsmunagæslu. Hins
vegar er vart hægt að halda því fram að
félagskerfi bænda hafi verið einfaldað
að mun með þessum breytingum né
heldur að með þeim hafi það verið
gert til muna ódýrara í rekstri.
Áfram unnið að breytingum
Búnaðarþing samþykkti hins vegar
að halda áfram vinnu við breytingar
á félagskerfi landbúnaðarins, með
það að markmiði að finna leiðir
til fjármögnunar á rekstri samtaka
bænda og koma með tillögur um
fulltrúafjölda einstakra aðildarfélaga
á búnaðarþingi. Skipaður verði
vinnuhópur og ef þurfa þyki verði
ráðinn ráðgjafi hópnum til aðstoðar.
Stefnt er að því að leggja tillögur í
þessum efnum fram til afgreiðslu á
Búnaðarþingi 2015. /fr
Stjórn Bændasamtakanna verður
kosin til eins árs frá árinu 2016
Mynd / HKr.
Tollar verða ekki felldir niður einhliða
–Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fengin til að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
hefur verið fengin til að gera úttekt
á íslenska landbúnaðarkerfinu og
ætti sú vinna að geta hafist í haust.
Þá er verið að vinnað að því að setja
saman starfshóp sem á að móta
tillögur um hvernig auka megi
matvælaframleiðslu á Íslandi, í
samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma er
starfshópur að störfum við að greina
tollamál landbúnaðar í heild sinni,
bæði í innflutningi og útflutningi.
Þetta kom fram í ræðu Sigurðar
Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, á
búnaðarþingi.
Ráðherra upplýsti að til skoðunar
væri að verðlagsnefnd búvara
myndi halda sig til hlés þar til
vinnu Hagfræðistofnunar lyki,
þar eð opinber verðlagning og
framleiðslustýring séu hlutir sem
stofnunin muni vafalítið taka til
skoðunar. Í verðlagsnefnd búvara
sitja aðilar frá launþegasamtökunum,
Bændasamtökum Íslands og
stjórnum búgreinasamtaka,
samtökum afurðastöðva og fulltrúi
ráðherra. Nefndinni er ætlað að
ákveða lágmarksverð mjólkur, meta
framleiðslukostnað sauðfjárbúa og
semja verðlagsgrundvöll fyrir aðrar
búvörur sé óskað eftir því.
Hvað varðar greiningu á
tollamálum er ráðgert að starfshópur
skili niðurstöðu í haust. Sagðist
ráðherra vonast til þess að þá yrði
hægt að sjá hvernig tollvernd hefði
þróast á undanförnum árum og meta
hvar íslenskur landbúnaður eigi
hugsanleg sóknarfæri.
Tollar notaðir í öllum
vestrænum löndum
Ráðherra varð í ræðu sinni tíðrætt
um tollamál.
„Tollar eru nýttir til að jafna
samkeppnisstöðu markaða til að
vernda innlenda framleiðslu og eru
notaðir í öllum vestrænum löndum.
Það er mjög mikilvægt að innlend
matvælaframleiðsla geti annað
eftirspurn til að tryggja fæðuöryggi
hér á landi,“ sagði Sigurður Ingi
meðal annars og bætti við: „Það er
búið að koma því inn hjá þjóðinni
að frjáls innflutningur á ýmsum
landbúnaðarvörum sé til mikilla
bóta. Sumir ganga svo langt að vilja
fella niður tolla einhliða. Er þá ekki
síst vísað í fjárhagslegan ávinning
og á það bent að háir tollar séu á
innfluttum landbúnaðarvörum og
slíkt sé skaðlegt neytendum.“
Aðgangur að mörkuðum
verðmæti
Í máli Sigurðar Inga kom fram
að íslensk stjórnvöld ættu nú í
viðræðum við Evrópusambandið
um að auka innflutning á matvælum
til landsins gegn því að fá að flytja
meira út til sambandsríkjanna.
„Þetta er í mínum huga
algjört lykilatriði. Menn mega
ekki gleyma því að aðgangur
að mörkuðum er í sjálfu sér
verðmæti; eftirsótt verðmæti.
Ef aukið er við innflutning,
mun það gerast í skiptum fyrir
útflutning. Þannig tryggjum
við hagsmuni okkar. Tryggjum
að heildarbúvöruframleiðslan í
landinu haldist óbreytt eða eflist,
jafnvel þótt við deilum innlenda
markaðnum með framleiðendum
annarra landa.“
Gagnrýndi verslunina
Ráðherrann var harðorður í garð
verslunarinnar varðandi kröfur sem
gerðar hafa verið á að flytja inn
landbúnaðarvörur til landsins.
„Tökum ostana sem dæmi, það
er ekkert mál fyrir hvern sem er
að flytja inn ost, buffalaost, eða
hvaða ost sem er. Til þess eru
ostakvótarnir, bæði á grundvelli
WTO- og ESB-samninga. En það
merkilega er, að þótt kvóti sé til
staðar, flytur verslunin ekki þessa
osta til landsins, sem hún þó segir
að vanti á markaðinn. Því ekki?“
Öfl sem vilja brjóta niður
stuðningskerfi landbúnaðarins
„Mér sýnist svarið geta legið
í því, að þetta snýst ekki um
innflutninginn einan og sér. Þetta
snýst um landbúnaðarkerfið í heild
sinni. Ákveðin öfl í samfélaginu
vilja brjóta niður stuðningskerfi
landbúnaðarins og skeyta lítið
um það sem tekur við, svo lengi
sem þeirra eigin hagsmunum er
borgið. Þetta er óábyrg afstaða.
Innflutningstollarnir eru hluti
af landbúnaðarstefnu Íslands og
þeim verður ekki breytt nema til
komi sú heildarendurskoðun sem
bæði ég og forsvarsaðilar bænda
eru sammála um að þurfi að eiga
sér stað.
Það gengur ekki að opna Ísland
án þess að fá eitthvað í staðinn.
Þetta er aðferðarfræði sem
allsstaðar er viðurkennd, er fjarri
því sér íslensk. Tollar eru fyrirbæri
sem gagnast framleiðendum í
viðskiptum. Ég fæ að selja hjá
þér og þú færð í staðinn að selja
hjá mér. Við munum ekki einhliða
fella niður tolla á erlenda matvöru á
meðan okkar útflutningsvörur, eins
og lambakjötið og skyrið bera tolla
þegar við seljum þær til annarra
landa“, sagði Sigurður Ingi. /fr
Mynd / TB
M
AT
VÆL
ALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR