Bændablaðið - 06.03.2014, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Matarhátíðin Food & fun var haldin dagana 26. febrúar til
2. mars í 13. sinn. Hápunktur hennar var kokkakeppnin sem
haldin var í Hörpu laugardaginn 1. mars, en þar kepptu þrír
bestu kokkarnir að mati dómnefndar sem metið hafði framlag
gestakokkanna á veitingahúsunum dagana á undan.
Það var Sven Erik Renaa, gestakokkur Vox Restaurant, og
aðstoðarmaður hans Fredrik Log frá Noregi sem báru sigur úr
býtum. Í öðru sæti varð Paul Cunningham, frá Grillinu, og í þriðja
sæti Thomas Lorentzen frá Fiskfélaginu.
Alls tóku 18 veitingahús þátt að þessu sinni og fengu til sín virta
erlenda matreiðslumenn til að setja saman matseðla fyrir sína
gesti af þessu tilefni.
Kokkakeppnin fór fram samhliða matarmarkaði Búrsins og
sömuleiðis var setning búnaðarþings í Hörpu á sama tíma, en
Bændasamtök Íslands voru nú á ný einn af stuðningsaðilunum
hátíðarinnar eftir nokkurra ára
fjarveru.
Meðfram
kokkakeppninni stóðu
veitingahúsin, sem þátt
tóku í Food and fun, fyrir
matarkynningu og buðu
gestum og gangandi upp á
smakk úr sínum eldhúsum.
eint verður nú sagt,
að tilstandið kringum
100. vísnaþáttinn,
þ.a.e.s. blaðaviðtalið
og rýmismeiri vísnaþáttur, hafi
orðið mér til neins sérstaks
vegsauka. Reyndar ól ég sjálfur
enga von um að svo færi. Hins
vegar varð ég fjöðrum feginn,
er tók að snjóa vísum í símann
minn og þar með séð fyrir efni í
næsta þátt. Nokkuð einsleit voru
efnistök vísnanna, þó með þeirri
undantekningu, að Magnús
Halldórsson, minn ærum prýddi
vinur á Hvolsvelli, bókstaflega
laugar mig lofi:
Enga hefur Árni hrekkt,
ekkert þarf að fela.
Hef ég engan heldur þekkt
hjartnæmari dela.
Hann um aldrei stendur styr
þó stöðugt fréttir letri,
enda hef ég ekki fyrr
annan talið betri.
Þökk ber Magnúsi fyrir þægindin
í minn garð:
Þú ert traustur Magnús minn,
miðlar óskum fínum.
Hér ég enga huggun finn
á heimaslóðum mínum.
Ekki reyndust allir viðhlægjendur
vinir norður hér. Andbýlingur
minn hér við Eyjafjörð, Pétur
Pétursson hóf símaatið:
Árni stjörnur ei fær margar
sem augnfró Norðurlands,
en áferð mynda bráðvel bjargar
blessuð konan hans.
Mjög hann Árni marga kætir,
mig þó hryggir vandi hans,
því innri fegurð ekki bætir
útlit þessa veslings manns.
Ekki hafði Einar Kolbeinsson
í Bólstaðarhlíð fyrr stautað sig
gegn um vísnaþáttinn, en hann
hóf skeytaskrif:
Yndi veitti aukið magn,
þótt undan kunni að sárna.
Mér fannst heldur minna gagn
í myndinni af Árna.
En vonbrigði Einars viku
heldur, þá hann hóf að lesa sjálft
blaðaviðtalið:
Hæst í þessu blaði ber,
(bændamálgagninu),
að Árni skyldi impra á mér
í opnuviðtalinu.
Þegar hér var komið ónotum var
mér ljóst, að ögn myndi skorta
á fullan skammt í næsta þátt.
Hóf ég því að lofa verk Einars
verulega. Hégómi hans enda
slíkur, að slíkt gæti gripið hans
grunna eðli. Líkti ég afrekum
hans við þátt músarinnar í
Dýrunum í Hálsaskógi sem
svo fagurlega söng fyrir Mikka
ref forðum. Enda stóð ekki á
viðbrögðunum:
Efalítið í þér brýst,
ólundin að ráði,
meðan lítið músartíst
mjatlar til þín háði.
Aumkunarvert yfirklór sendir
svo Einar undir lokin:
Þessa sögu þekkja menn,
og þannig mun það ganga,
að skella verður skolti senn
með skottið undir vanga.
Ekki lýkur umfjöllun um
hundraðasta vísnaþátt Árna hér,
– sjá allan Hryllinginn á síðu 34
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
S
Food & fun
– íslenskt lambakjöt í norsku vinningsliði
Hægt var að fylgjast með matreiðslumeisturunum að störfum
á stórum skjá fyrir ofan dómaraborðin. Myndir / smh
Thomas Lorentzen frá Fiskfélaginu, Paul Cunningham frá Grillinu, Fredrik
Log og Sven Erik Renaa frá Vox Restaurant. Mynd / Sigurjón Ragnar
Lambakjötsréttur Sven Erik Renaa og
Fredrik Log, með jarðskokkum, lakkrís,
brúnuðu smjöri og sítrónu.
Svein Erik kynnir lambakjötsréttinn. Dóm-
ararnir Flora Mikula og sjónvarps kokk-
urinn kunni Ainsley Harriott að störfum.
Nautalund, reyktur mergur, laukur og
Góð stemning var við dómaraborðin.
Matreiðsluteymi Sven Erik Renaa að undirbúa lambakjötsréttinn. Hér eru
jarðskokkarnir komnir upp á disk.