Bændablaðið - 06.03.2014, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Fyrirtækið Holt og heiðar ehf. á
Hallormsstað á Héraði framleiðir
síróp og sultur úr íslenskum
afurðum auk þess að selja þurrkaða
sveppi, fjallagrös og fleira. Allt er
þetta sett í snyrtilegar umbúðir
og selt á hátt í 20 stöðum víða um
land. Þau voru meðal fjölda býla
og fyrirtækja sem kynntu vörur
sínar í Hörpunni helgina 1.-2. mars.
Engin óþarfa aukaefni
„Sulturnar eru eins náttúrulegar
og þær geta verið. Við notum
engin rotvarnarefni né hleypiefni.
Við stofnuðum fyrirtækið 2009
og erum þrjú sem eigum það, ég,
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir,
Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur
Sigjónsson. Reksturinn hefur gengið
vel. Við vorum með kynningu hér
í Hörðunni síðast í desember og
höfum svo verið á mörkuðum hér
og þar, fyrir sunnan og norðan. Þá
hefur vörunum okkar verið tekið
mjög vel,“ segir Bergrún.
Rabarbarinn stendur fyrir sínu
Rabarbarinn er mikið notaður
í sultugerðinni, enda örugg
hráefnisuppspretta á hverju ári
andstætt t.d. sveppum sem mjög
eru háðir veðurskilyrðum. Þau
segja að í sulturnar sé notaður
handtíndur rabarbari af Héraði og
minna sykurmagn sé í sultunum en
gengur og gerist. Í sultuna er gjarnan
bætt fjallagrösum. Sulturnar eru
tvennskonar, önnur hefðbundin og
hin með vanillu, en báðar tegundirnar
eru með viðbættum fjallagrösum.
Þykja sulturnar góðar með ostum,
á brauðið, með villibráðinni, í
baksturinn eða út á skyrið eða með
öðrum mat.
Sultan er soðin að hætti mömmu
og ömmu með eins lágu sykurmagni
og mögulegt er. Sulturnar eru verið
prófaðar og sýni send til rannsóknar
með tilliti til geymsluþols, gerla og
myglu.
Birkisafi er allra meina bót
Þá framleiða þau birkisafa sem segja
má að sé blóð trésins. Safinn er ríkur
af steinefnum, andoxunarefnum
og hefur hagstætt sýrustig (ph-
gildi). Birkisafinn er sagður hafa
heilnæma virkni og jákvæð áhrif á
vökvajafnvægi líkamans og komi
auk þess í veg fyrir bjúg. Fyrir
þá sem vilja létta sig þykir hann
góður þar sem hann styður við
náttúrulega úthreinsun líkamans.
Nú er birkisafinn einnig sagður
hafa yngingaráhrif, efla kynhvöt,
bæla frjókornaofnæmi og hafa góð
áhrif á húð, hár og neglur. Sem sagt
sannkallaður lífselexír.
Hollt og gott birkisíróp
Birkisíróp sem framleit er úr
birkisafa, birkilaufum og sykri.
Birkisíróp er sagt hafa svipuð áhrif
og birkisafinn. Í Kanada og Alaska
drekka menn birkisírópið sér til
heilsubótar og setja út í vatn eða te.
Það tekur heilan sólarhring
að sjóða birkisíróp úr safanum.
Birkisírópið þykir gott á vöfflur og
pönnukökur, í deserta og drykki hvers
konar, m.a. í te og kaffi. Þá segja
eigendur fyrirtækisins að gott sé að
marinera fisk og kjöt með sírópinu
ásamt kryddjurtum. Til heilsubótar er
ein matskeið að sírópi sett út í glas af
vatni og drukkið heitt eða kalt.
Algjörir sveppir
Sveppir eru svo líka á boðstólum
hjá fyrirtækinu. Þar er aðallega
um að ræða lerki- og furusveppi.
Lerkisveppirnir eru ýmist frystir
heilir litlir eða skornir í tvennt og
pakkað í lofttæmdar umbúðir í 1 kg.,
500 gr., 250 gr. og 100 gr. einingum.
Þá eru þurrkaðir lerkisveppir seldir í
15 gr. einingum í krukkum eða eftir
vigt. Furusveppirnir eru líka frystir
eða þurrkaðir. Þykja sveppirnir frá
Holtum og heiðum á Hallormsstað
sérlega góðir í súpur, sósur eða með
steikinni og ekki síst ef villibráð er
á matseðlinum. /HKr.
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Þórólfur Sigjónsson og Guðný Vésteinsdóttir í sölubás í Hörpunni. Þau stofnuðu
fyrirtækið Holt og heiðar ehf. árið 2009 og hefur reksturinn gengið vel. Mynd / HKr.
Svavar Pétur Eysteinsson og
Berglind Häsler voru að kynna
einskonar grænmetispylsur
sem þau kalla Bulsur á
matarmarkaðnum í Hörpunni.
„Við erum hér með íslenskar
grænmetisbulsur sem fóru
á markaðinn síðastliðið vor.
Meginuppistaðan er bankabygg
frá Vallanesi. Þá eru í þessu
nýrnabaunir, salt frá Reykjanesi
við Djúp og repja frá Þorvaldseyri.
Við höfum því reynt eins og
kostur er að tína til hráefni sem
framleitt er á Íslandi. Þetta er
kannski ekki þessi hefðbundna
pylsa, enda heitir þetta bulsa.
Við steikjum þær á pönnu og
borðu með ýmsu meðlæti eins
og kartöflumús, salati, steiktu
grænmeti, bökuðum baunum,
með spældum eggjum eða hverju
sem er.
Þetta kom á markað fyrsta
júní í fyrra og viðtökurnar hafa
verið mjög góðar,“ segir Svavar.
„Verslanir tóku vel við sér og
vildu fá að selja þessa vöru. Núna
er dreifingin orðin ansi góð út um
allt land og eykst stöðugt.“
Svavar og Berglind voru
sammála um að markaður eins og
þessi matarmarkaður í Hörpunni
væri mjög af hinu góða.
„Þetta er frábært framtak og
svona markað þyrftum við að
vera með um hverja helgi,“ segir
Svavar. /HKr.
Holt og heiðar ehf. á Hallormsstað:
Selur sveppi, sultur og síróp sem
framleitt er úr hráefni af Héraði
Mýranaut er orðið nokkuð
þekkt vörumerki á íslenskum
kjötmarkaði. Þær Hanna
Kjartansdóttir og Agnes
Óskarsdóttir stóðu vaktina fyrir
fyrir Mýranaut ehf. í Hörpunni
á laugardaginn. Þar gafst fólki
kostur á að kaupa gómsætar
steikur, snitsel, gúllas, hakk,
hamborgara og grafið nautakjöt.
Tilgangur félagsins er einmitt
að rækta úrvals nautgripi til
kjötframleiðslu og selja gæðakjöt
beint til neytenda.
„Við höfum aðallega verið að
kynna okkar vörur á mörkuðum
í heimabyggð og víðar um land.
Fyrirtækið hefur fengið góða
umfjöllun og starfsemin gengur
vel. Fólk er að kaupa okkar vörur
í áskrift og fer kjöt til fjölskyldna
vítt og breytt. Þetta fólk pantar
aftur og aftur svo það segir okkur
að það er þörf fyrir þessa þjónustu
á markaðnum,“ segir Hanna.
Tryggja neytendum gæðavörur
Mýranaut ehf. var stofnað árið
2007 af bændunum Gunnu
(Guðrúnu Sigurðardóttur) og Bjössa
(Sigurbirni Jóhanni Garðarssyni)
á Leirulæk. Auk þeirra var
systurdóttur Gunnu, Hanna kennara
meðstofnandi ásamt manni hennar
Anders Larsen landbúnaðarvélvirkja
að því er fram kemur á vefsíðu
fyrirtækisins.
Tilgangur félagsins er að rækta
úrvals nautgripi til kjötframleiðslu
og selja gæðakjöt beint til
neytenda. Gripirnir eru aðallega
holdanautgripir af Angus, Limousin
og Galloway kyni en einnig elur
Mýranaut upp naut af íslenska
kúakyninu.
Mýranaut er meðlimur í
samtökunum Beint frá býli.
Meginmarkmið þeirra samtaka er
að tryggja neytendum gæðavörur,
þar sem öryggi og rekjanleiki vöru
er í fyrirrúmi. Mýranaut selur sínar
vörur undir gæðamerki Beint frá
býli og Vesturland Matur úr héraði
(local food).
Vikulega er á boðstólum ferskt
ungnautakjöt til afgreiðslu. Miðað
er við að pantanir berist í síðasta lagi
á sunnudagskvöldum og er kjötið þá
afhent á miðvikudögum. /HKr.
Hanna Kjartansdóttir og Agnes Óskarsdóttir í bás Mýranauts í Hörpu. Mynd / HKr.
Mýranaut á Leirulæk á Mýrum:
Gæðakjöt beint til neytendaBulsur úr grænmeti er nýjung í íslenskri pyslumenningu
Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler. Mynd / HKr.