Bændablaðið - 06.03.2014, Side 23

Bændablaðið - 06.03.2014, Side 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 BÚNAÐARÞING 2014 Fossárdalur, Friðheimar og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hlutu landbúnaðarverðlaunin REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is BREVIGLIERI – Jarðtætarar Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd B123v 230 cm Sléttunarhleri 800 kg B123v 250cm Sléttunarhleri 850 kg B123v 280cm Jöfnunarvals 1200 kg B123v 300cm Sléttunarhleri 950 kg BREVIGLIERI – Pinnatætari Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd Mek 170 350 Jöfnunarvals (50 cm), 2 hraða 1650 kg Landbúnaðarverðlaunin voru afhent í 18. skiptið við upphaf búnaðarþings í Silfurbergi í Hörpu. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitti verðlaunin en þau eru hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum, áræðni og dugnað þannig að þau eru til fyrirmyndar. Að þessu sinni voru veitt þrenn verðlaun, ábúendum í Fossárdal við Berufjörð og í Friðheimum í Bláskógabyggð og Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík. Verðlaunahafarnir fengu að gjöf steinleirsskúlptúr á stöpli úr íslensku birki, unninn af listakonunni Sigríði Helgu Olgeirsdóttur í Hruna. Fossárdalur Á sunnanverðum Austfjörðum, upp af Fossárvík, við Berufjörð er 20 kílómetra langur dalur með 30 fos- sum sem heitir Fossárdalur. Fyrir verið á 16 stöðum í dalnum. Þar eru nú fjórar jarðir, Eyjólfsstaðir, Eiríksstaðir, Víðines og Lindar- brekka. Á síðasta bænum í dalnum er nú rekið sauðfjárbú með um 520 vetrarfóðraðar kindur, ferðaþjónus- tu, skógrækt og rafstöð. Frá árinu 1998 hefur verið unnið markvisst að kynbótum á sauðfénu, fyrst var stefnt að aukinni holdfyllingu og sett met á því sviði, seinni árin hefur Þau hafa byggt ný fullkomin fjárhús, umhirða gripa er til fyrirmyndar og öll umgengni einnig. Skóræktars- væðið í Fossárdal er með fjölbreyt- tri skórækt og einnig nokkuð af skjólbeltum, ásamt vistvænni land- græðslu. Ábúendur starfa líka utan bús við landpóstaþjónustu, rúning og smalamennsku. Árið 1988 byrjuðu Sævarsson búskap í Fossárdal og þá í félagi við foreldra hennar Öldu Jóns- dóttur og Eyþór Guðmundsson. Fyrir 15 árum keyptu þau síðan jörðina Eiríksstaði í Fossárdal ásamt meg- ninu af vélum og bústofni. Alda rekur ferðaþjónustuna í endurbættu eldra íbúðarhúsinu á Eyjólfsstöðum í Fossárdal. Friðheimar Árið 1995 keyptu þau Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir Friðheima í Bláskógabyggð, ákveðin hestamennsku og garðyrkju. Síðan hafa þau byggt upp staðinn, garðyrk- ja alltaf verið aðal búgreinin, en fyrir 7 árum ákváðu þau að opna hjá sér búið og bjóða gestum að koma og kynnast bæði íslenska hestinum sem og íslenskri ylrækt. Þau hafa frá upp- hafa prófað ýmsar nýjar tegundir og voru fyrst til að rækta konfekt- og plómutómata í heilsársræktun hér á landi og nýjasta afurðin er hinir gómsætu Piccolo-tómatar. Í dag rækta þau 4 tegundir af tómötum og gúrkum í heilsársræktun með lýsingu í 5000 fm gróðurhúsum og framleið um 370 tonn á ári. Knútur og Helena hafa farið í fjölda fræðsluferða til að byggja upp sambönd og sækja sér þekkingu. Á síðustu árum hefur móttaka ferðamanna orðið fyrirferðameiri og á síðasta ári voru um 50.000 gestir sem komu í Friðheima. Fyrir 2 árum opnuðu þau síðan gestastofu inn í miðju gróðurhúsi þar sem boðið er upp á skemmtilega matarupplifun og afurðir búsins boðnar til sölu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Húsdýragarðurinn var opnaður árið kynna borgarbúum og bæjargestum íslensk dýr, með áherslu á húsdýrin. Öll helstu íslensku húsdýrin eru að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kynin og afkvæmi þeirra. Auk þess má Einkunnarorð garðsins eru að sjá og læra – að vera og gera og he- fur gestum fjölgað ár frá ári. Ár- lega koma um 200 þúsund gestir í heimsókn. Þar af koma um 8 þú- sund nemendur í skiplagða fræðslu um dýr og lífríki þeirra. Þá bjóðast 11 ára nemendur að mæta snemma morguns til hádegis og læra að vinna eins og bóndi. Að fá að vinna sem „bóndi“ í borginni er það vinsælt að vinnumorgnar hafa verið uppbókaðir í 23 ár. Ljósm. Hörður Kristjánsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.