Bændablaðið - 06.03.2014, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Stærsta uppboð sögunnar hjá
Kopenhagen Fur á minkaskinnum
fór fram í annarri viku febrúar. Þá
voru boðin upp um 7,1 milljónir
minkaskinna og seldust þau öll
til um 500 kaupenda. Þrátt fyrir
um 30% verðlækkun að meðaltali
frá síðasta uppboði voru íslenskir
loðdýrabændur þokkalega
ánægðir með útkomuna. Enda var
fyrir fram jafnvel búist við enn
meiri verðlækkunum í kjölfar 25%
lækkunar á desemberuppboðinu
þar sem sala var jafnframt dræm.
Þá meta íslenskir bændur það sem
ánægjulega þróun að verðmunur
á dýrustu og lakari skinnum jókst
á uppboðinu og standa danskir
og íslenskir loðdýrabændur því
enn betur upp úr á markaðnum
en áður. Eigi að síður er ljóst að
þessi lækkun hlýtur víða að taka
verulega í hjá minkaræktendum
þó að flestir íslensku bændanna
telja sig geta þolað bærilega lægra
verð um einhvern tíma.
Fóðurkostnaður er talin vera mjög
svipaður um allan heim og hefur
farið ört hækkandi. Aðrar helstu
breytilegu rekstrarstærðirnar svo
einhverju nemur eru starfsmannalaun
og orkukostnaður. Sífellt hækkandi
framleiðslukostnaður plagar þó
ekki bara kínverska bændur sem
að jafnaði eru með tiltölulega
verðlítil skinn, því 60% hækkun
framleiðslukostnaðar hjá íslenskum
bændum síðan 2010 er farin að valda
þeim verulegum áhyggjum. Þar er
styrking krónunnar líka farin að
vega þungt. Góður árangur íslensku
minkabændanna á markaðnum í
Kaupmannahöfn vekur þeim þó
vonir um að það takist að sigla
klakklaust í gegnum yfirstandandi
niðursveiflu.
Meiri velta en sem nemur öllum
fiskútflutningi Íslendinga
Kopenhagen Fur er gríðarstórt
fyrirtæki, jafnvel á danska vísu.
Það selur um 21 milljón skinna
á fimm uppboðum á hverju ári.
Starfsmannafjöldinn er þó aðeins um
350. Veltan var um 1,25 milljarðar
danskra króna á árinu 2012 eða
um 260 milljarðar íslenskra króna
(miðað við gengi dönsku krónunnar
26. febrúar sl.). Búist er við að
reikningar síðasta árs sýni enn
hærri tölur eða allt að 280 milljarða
íslenskra króna og allt er þetta
undir einum hatti. Það er meira en
sem nam útflutningsverðmæti allra
sjávarafurða á Íslandi árið 2012
samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Verðmæti þeirra var 276,8 milljarðar
króna. Velta og umsvif Kopenhagen
Fur skiptir því efnahag og útflutning
danska ríkisins verulegu máli.
Í heimsókn til Kopenhagen Fur
Fulltrúi Bændablaðsins fékk að
slást í för með stjórn Sambands
íslenskra loðdýrabænda (SÍL)
á uppboðið í Kaupmannahöfn.
Auk stjórnarmannanna, Björns
Halldórssonar, formanns SÍL
og bónda á Akri í Vopnafirði,
Skarphéðins Péturssonar, bónda á
Hrísum í Svarfaðardal, og Jesper
Lyhne Bækaard, bónda í Héraðsdal II í
Skagafirði, þá var framkvæmdastjóri
sambandsins, Árni V. Kristjánsson
einnig með í för. Þar að auki var
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands með í
hópnum til að kynna sér starfsemi
uppboðsmarkaðarins sem og Karvel
L. Karvelsson, framkvæmdastjóri
Ráðgjafarmiðstöðvar landbún-
Loðskinnauppboðshúsið Kopenhagen Fur:
Danskt samvinnufyrirtæki sem veltir meiru en
sem nemur öllum fiskútflutningi Íslendinga
– Þar hafa íslenskir minkabændur trónað í silfursæti skinnaframleiðenda á heimsvísu undanfarin ár, næst á eftir Dönum
Myndir / HKr.
Kopenhagen Fur. Myndir / HKr.