Bændablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
aðarins (RML), og Gunnfríður
Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri
búfjárræktar-sviðs RML.
Torben Nielsen, framkvæmda-
stjóri Kopenhagen Fur, og Tage
Pedersen, stjórnarformaður
félagsins, settust niður með
gestunum frá Íslandi og gáfu sér
góðan tíma, þrátt fyrir annir, til að
útlista fyrir þeim starfsemi félagsins.
Þess má geta að Tage er jafnframt
er minkabóndi og rekur stærstu
fóðurstöð fyrir minkaræktina í
Danmörku.
Stærsta loðdýraskinna-
uppboðshús í heimi
Kopenhagen Fur, eða „Kaupmanna-
hafnar loðskinn“ er samvinnufélag
og leiðandi á heimsvísu og jafnframt
stærsta loðdýraskinnauppboðshús í
heimi. Í stefnu félagsins er mikið
lagt upp úr samfélagslegri ábyrgð.
Tekur það einnig þátt í slíkri vinnu
á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN
Global Compact) sem tekur til
mannréttinda, umhverfismála og
að vinna gegn spillingu í heiminum.
Félagið er nú í eigu 1.500
minkabænda innan Samtaka danskra
loðdýraræktenda sem stofnuð í miðri
kreppunni í dönskum landbúnaði árið
1930. Fram að stofnun þeirra samtaka
höfðu einstaka bændur í Danmörku
prófað sig áfram í loðdýrarækt
með innflutningi á ref frá Noregi
og öðrum loðdýrum frá Kanada.
Þau skinn voru verið seld í gegnum
fyrirtækið Kjöbenhavns Pelscentral
sem keypt var af Samtökum danskra
loðdýrabænda árið 1946. Þar með
var grunurinn lagður að gríðarlegri
velgengni danskra loðdýraræktenda
á heimsvísu.
Danskir minkabændur ala nú
um 15,6 milljónir minka á ári. Er
þetta þriðja stærsta dýraeldisgreinin
í Danmörku. Minkaeldi leiðir einnig
til aukinnar sjálfbærni í dönskum
landbúnaði þar sem úrkast úr
sláturhúsum í öðrum greinum er
nýtt í minkafóður. Þá kaupa danskir
minkabændur einnig mikið af fóðri
sem unnið er úr fiskúrgangi frá
Íslandi.
Þess má geta að íslenskir
minkabændur eru ekki stórir
framleiðendur í samanburði við
Dani og selja árlega um 180- til
190 þúsund skinn. Í fyrra fengust
um 2,2 milljarðar fyrir íslensku
skinnin. Búast minkabændur við að
sölutölurnar geti lækkað umtalsvert
á þessu ári, eða jafnvel niður í um
1,3 milljarða króna.
Yfir 21 milljón skinna
seld árlega í Danmörku
Í gegnum Kopenhagen Fur eru seld
yfir 21 milljón skinna á ári. Þar
af er danski uppboðsmarkaðurinn
með nálægt 95% af skinnum í
verðmestu flokkunum á heimsvísu.
Tage Pedersen, stjórnarformaður
Kopenhagen Fur, reiknar með
að yfir 80 milljónir minkaskinna
seljist í heiminum á þessu ári og
segir að salan hafi tvöfaldast á
örfáum árum. Vegna lækkunar á
verði á markaðnum undir lok síðasta
árs sendi félagið út þau skilaboð
til kaupenda að á uppboðinu nú
yrði reynt að mæta verðkröfum
markaðarins til að selja sem mest.
Þessi skilaboð féllu greinilega í
góðan jarðveg. Öll þau 7,1 milljón
skinna sem boðin voru upp seldust
og á verði sem menn telja ásættanlegt
miðað við stöðuna. Þá ýtir það
greinilega undir sölu á markaðinn að
Kopenhagen Fur býður kaupendum
lán til skinnakaupa á afar hagstæðum
kjörum. Nú bíða menn spenntir eftir
næsta uppboði í Kaupmannahöfn í
vor sem gefur væntanlega línuna um
hvort verðstöðugleika verði náð. Í
millitíðinni er reyndar stórt uppboð
í Hong Kong sem tekur trúlega mið
af uppboðinu í Kaupmannahöfn.
Fréttir af skinnauppboði hjá North
American Fur Auction (NAFA) í
Toronto í Kanada um miðjan febrúar
herma að þar hafi ekki náðst eins gott
verð og í Danmörku. Eigi að síður
seldist megnið af skinnunum sem í
boði voru. Næstu uppboðum NAFA,
sem er stærsta skinnauppboðshús
í Norður Ameríku og það þriðja
stærsta á heimsvísu, hefur hins
vegar verið seinkað nokkuð.
Heildarsala NAFA á ári er um 6
milljónir skinna, eða talsvert minna
en selt var hjá Kopenhagen Fur nú
á febrúaruppboðinu.
Dýravelferð ofarlega á blaði
Mikið er lagt upp úr dýravelferð
í dönskum minkabúum og
upplýsingaflæði þar um til
almennings líkt og á Íslandi.
Tók Kopenhagen Fur þátt í að
móta reglur um dýravelferð með
dönskum yfirvöldum árið 2007 þar
sem gengið er mun lengra en reglur
ESB segja til um. Telja danskir
minkabændur slíkt skipta verulegu
máli í ímyndarbaráttu sinni gegn
aðgangshörðum aðgerðarhópum
andstæðinga loðdýraeldis. Alvarleiki
málsins er augljós því aðgerðir gegn
loðdýrarækt hafa m.a. leitt til þess
að hollenskir minkabændur eru að
hrekjast þar úr landi vegna banns
sem við minkarækt samþykkt var
á hollenska þinginu árið 2012 og
tekur gildi árið 2024.
Hefur Kopenhagen Fur stigið
fram fyrir skjöldu danskra
minkabænda við að auka
upplýsingagjöf til almennings og
stjórnmálamanna. Þannig hefur
þeim tekist snúa gagnrýni á greinina
sér í hag.
Í 80 þúsund fermetrum
Vinnuheitið „Danish Fur Sales“
varð fljótlega þekkt um allan heim.
Árið 1963 var uppboðshúsið flutt til
Glostrup í útjaðri Kaupmannahafnar.
Í dag eru húsakynni Kopenhagen
Fur um 80 þúsund fermetrar þar
sem milljónir skinna eru flokkuð,
metin og seld í stórum einingum til
áframvinnslu, þ.e. sútunar og síðan
til feldskera og tískuhönnuða víða
um heim. Úr skinnunum eru ekki
bara saumaðar loðkápur, jakkar,
húfur og vettlingar, heldur eru þau
nú notuð á mjög fjölbreyttan hátt
í hátískuiðnaði, skartgripagerð og
jafnvel í húsgögn.
Mikil vísindaþekking
Kopenhagen Fur rekur heljarmiklar
rannsóknarstofur og er auk þess
með um 20 ráðunauta í minkarækt
á sínum vegum. Þá fer fram mikil
iðnþróun á vegum félagsins og er
nú smám saman verið að tæknivæða
skinnaflokkunina sem hefur að
mestu verið byggð á sjón- og
skynmati fjölda matsmanna. Er m.a.
búið að taka í notkun röntgenbúnað
við flokkunina til að meta hárlengd
á skinnum og litgreiningarbúnað til
að flokka skinn eftir litum.
Verslað með margar
skinnategundir
Uppboðsmarkaðurinn býður ekki
eingöngu upp minkaskinn, því
þar eru líka boðin upp refaskinn,
chinchilla-kanínuskinn, rex-
kanínuskinn, selskinn, skinn
af sable-dýrum (marðartegund
sem upprunnin er í Úralfjöllum í
Rússlandi), skinn af karakúlsauðfé
og swakara-skinn, sem eru skinn af
nýfæddum karakúllömbum.
Mikið ævintýri
Þróun í sölu íslenskra minkaskinna
hefur verið ævintýri líkust undanfari
ár. Hvert verðmetið var slegið af
öðru og afkoman eftir því góð.
Íslenskir loðdýrabændur hafa
greinilega veðjað á réttan hest ef
svo má segja í ræktun með því að
fylgja því besta sem danskir bændur
voru að gera. Þannig hafa íslensk
skinn verið í næst verðmætasta sæti
á uppboðum undanfarin ár og stefna
Íslendingar nú ótrauðir á að komast
upp úr þeim meðaltalstoppi sem
danskir bændur hafa trónað á mörg
undanfarin mörg ár. Til gamans má
geta þess að íslensk skinn toppuðu
um tíma þau dönsku á næst síðast
degi uppboðsins í Kaupmannahöfn,
en að vísu var þá verið að tala um
tiltölulega fá skinn.
Kínverjar halda uppi markaðnum
Ljóst var að mikil fjölgun þokkalega
efnaðrar millistéttar og líka í hópi
ríkra Kínverja knúði áfram aukna
eftirspurn á loðskinnum. Íslenskir
loðdýrabændur gerðu sér þó
fyllilega grein fyrir því að stöðugar
verðhækkanir voru ekki komnar
til með að standast til lengdar.
Þegar komið var fram yfir mitt
síðasta ár var ljóst að það stefndi í
verðlækkanir.
Mikil útsjónarsemi og ýtt undir
sköpunargleði
Það er greinilegt á orðum Torben
Nielsen, framkvæmdastjóra
Kopenhagen Fur, og Tage Pedersen
stjórnarformanns að mikil vinna og
útsjónarsemi er á bak við velgengni
fyrirtækisins. Þeir eru vel með á
nótunum hvar sem borið er niður
og til að ýta undir þróunin til
framtíðar taka þeir líka ríkan þátt í
að ala hönnuði framtíðarinnar upp
í notkun á skinnum.
Kopenhagen Fur tekur
þannig ríkan þátt í starfsemi
hönnunarhússins Kick í
Kaupmannahöfn, en Kick stendur
fyrir Alþjóðamiðstöð í sköpun í
Kaupmannahöfn (Kopenhagen
International Center for Kreativitet).
Þar er rekinn hönnunarskóli sem
er einn af mörgum slíkum og
gerðar eru margvíslegar tilraunir
með skinn í vöruhönnun. Þar
var m.a. verið að vinna fyrir
eðalsteinafyrirtæki sem vildi láta
samþætta notkun eðalsteina í flíkur
úr loðdýraskinnum. Engin takmörk
eru sett á hugmyndavinnuna af hálfu
Kopenhagen Fur, sem útvegar skinn
til margvíslegrar tilraunastarfsemi
hvað varðar t.d. litun skinna og
aðra efnismeðhöndlun. Þannig ýta
stjórnendur fyrirtækisins stöðugt
undir að breikka nýtingargrunninn
fyrir loðskinn um allan heim.
/HKr.
Köll og handapat einkennir skinnauppboð eins og þetta enda skiptir öllu
máli hver er fyrstur að rétta upp hendi til að vekja athygli uppboðshaldara.
Kaupendur sem bjóða í skinnin í uppboðssalnum eru með her matsmanna
með sér. Þeir eru þá oft í öðrum sal að meta og vega sýnishorn af þeim
skinnum sem verið er að bjóða upp og hringja þá gjarnan í sinn mann í
salnum til að láta vita hvort rétt sé að bjóða í viðkomandi skinnabúnt eða ekki.
Mikil tækniþróunarvinna fer fram á vegum Kopenhagen Fur. Hér er verið að raða skinnum á
færiband sem sendir skinnin í gegnum sérhannað skinnalitgreiningartæki.
Hér er búið að pakka miklum fjölda
skinna sem senda á til Kína.
til að nýta skinn í sinni sköpunarvinnu. Hér eru gestir í heimsókn hjá
Kopenhagen International Center for Kreativitet - Kick.