Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Fróðleiksbásinn
Vilmundur Hansen þjóðfræðingur og garðyrkjufræðingur
Tilgangurinn með því að klippa
limgerði er að halda runnum
í ákveðinni hæð og breidd.
Klippingin er einnig til þess ætluð
að runnarnir þétti sig og haldi
ákveðinni lögun. Til að fá þétt og
fallegt limgerði verður að klippa
það reglulega frá gróðursetningu.
Limgerði sem trassað er að klippa
verða gisin.
Á fyrsta til þriðja ári eftir
gróðursetningu á að byrja að móta
limgerðið með því að klippa burt
um tvo þriðju af ársvexti hraðvaxta
tegunda en minna, um fjórðung, af
tegundum sem vaxa hægar. Taka
skal bæði utan og ofan af runnunum.
Best er að reglulega tvisvar til fjórum
sinnum á ári. Gæta verður þess að tré
eins og birki, reynir, heggur, lerki og
greni hafa tilhneigingu til að mynda
leiðandi stofn og á ekki að klippa
ofan af þeim fyrr en réttri hæð er náð.
Skjólið er tíu sinnum hæðin
Limgerði, sem eru breið að neðan
og mjókka eftir því sem ofar dregur,
eru það sem er kallað A-laga og besta
formið. Lögunin tryggir að sól skín á
allar greinarnar og dregur úr að snjór
sligi þær. Mjó og nett limgerði, sem
eru ekki nema 50 til 60 sentímetra
að neðan og mjókka upp í topp, veita
alveg jafnmikið skjól og breið og
fyrirferðarmikil limgerði. Almennt
veita limgerði skjól fyrir vindi sem
nemur tíu sinnum hæð þeirra.
Þægilegasti tíminn til að klippa
limgerði er snemma á vorin og fram
að laufgun, eða á meðan greinarnar
eru lauflausar og sjáanlegar. Klipping
á sumrin er meira snyrting en
stórklipping.
Hversu stíft limgerði eru klippt
fer eftir vaxtarlagi plantnanna sem í
því eru. Limgerði með birki, reyni,
toppum, misplum, alparifsi eða víði
getur verið fallegt og gott að klippa
mikið og nánast eftir reglustiku.
Limgerði úr fjallarifsi, kvistum og
roðaberi er aftur á móti fallegt að
láta vaxa frjálslegar og eilítið villt.
Endurnýjun gamalla limgerða
Gömul og gisin limgerði má endurnýja
með því að klippa þau rækilega
niður að vori og skilja eftir 15 til 20
sentímetra stubba. Víðir, fjallarifs,
blátoppur og gljámispill þola svona
klippingu vel en fara verður gætilega
með aðrar tegundir til dæmis birki,
sem ekki þolir niðurstýfingu. Gott
er í öllum tilfellum að skilja eftir
nokkrar greinar svo að plantan eigi
auðveldara með að endurnýja sig.
Hand- eða vélklippur
Áður en hafist er handa við
klippinguna er nauðsynlegt að
yfirfara öll verkfæri vel, hvort sem
um er að ræða vél- eða handverkfæri.
Ef endurnýja þarf verkfærin
margborgar sig að eyða aðeins meira
í góðar klippur en að kaupa ódýr og
léleg verkfæri. Klippur eiga alltaf
að vera hreinar og beittar. Sé bitið í
klippunum sljótt mer það greinarnar
í sundur í stað þess að klippa þær
og slíkt getur auðveldlega valdið
vanþrifum og sveppasýkingu í þeim.
Grænar kynjamyndir
Formklipping trjáplantna á sér langa
hefð erlendis þótt ekki sé vitað hver
byrjaði fyrstur á þeirri iðju. Listin að
forma plöntur í myndir er grein af
sama meiði og þegar menn höggva
skúlptúr í grjót. Ólíkt grjóti eru
plöntur lifandi og síbreytilegar og
myndin vex burt ef henni er ekki
haldið við.
Plöntur sem henta til
formklippinga þurfa að vera
fljótsprottnar, blaðsmáar, þéttar og
þola klippingu. Erlendis eru ýmsar
tegundir af sígrænum trjám og
runnum sem henta vel til formunar en
hér á landi er úrval þeirra takmarkað.
Hugsanlega má notast við, kínalífvið,
sýprus og ývið við góð skilyrði.
Himalajaeinir er að öllum líkindum
harðgerðasta sígræna plantan hér
á landi sem hægt er að forma til á
þennan hátt. Brekkuvíðir og aðrar
laufsmáar plöntur, eins og birki,
gljámispill, fjallarifs, blátoppur,
rauðtoppur og kvistur, ættu einnig
að henta vel.
Auðveldasta leiðin til að ná
formi er að kaupa ungar plöntur og
setja yfir þær vírnet sem búið er að
forma til í þá mynd sem ætlunin er
að skapa. Netið er fest í jörðina utan
um smáplönturnar og greinarnar
klipptar þegar þær hafa vaxið um
það bil tommu út fyrir möskva
netsins. Myndin er fullgerð þegar
greinar og lauf hafa hulið netið að
fullu. Þegar réttu formi er náð þarf að
sinna listaverkinu af alúð svo að það
haldi þeirri lögun sem ætlast er til.
Klippt í limgerði
Formklipping.
Gott er að snyrta runna á sumrin eftir að þeir hafa laufgast.
Mars / Apríl - forræktun
7 til 9 vikur
• Basilíka
• Blaðlaukur / púrra
• Garðablóðberg / timían
• Majoram / meiran
• Rauðkál
• Rósakál
• Stilksellerí
Apríl / maí - forræktun 6
til 7 vikur
• Blómkál
• Fenill / sígóð
• Hvítkál
• Kjarrmynta / oregano
• Kóríander
• Sítrónumellissa /
hjartafró
• Spergilkál / brokkoli
• Steinselja
• Toppkál
Maí - forræktun 4 til 5 vik-
ur eða sá beint út í garð
• Beðja
• Blaðsalat
• Dill / sólselja
• Ertur
• Gulrófa
• Grænkál
• Hnúðkál
• Höfuðsalat
• Íssalat
• Klettasalat
• Kínakál
• Lambasalat
• Næpa
• Rauðrófa
• Vorlaukur
Sáð beint í garðinn
• Gulrætur
• Karsi
• Kartöflur
• Pastinakka / nípa
• Radísur / hreðkur
• Spínat
Fjölærar matjurtir
• Graslaukur
• Piparminta
• Rabarbari
• Skessujurt
Sáningartími krydd- og útimatjurta