Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 34

Bændablaðið - 06.03.2014, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Lesendabás Kæri Árni, ég var í vafa um hvort ég ætti að senda þér þessar línur beint eða á síður blaðsins en þar sem missagnir þínar voru svo alvarlegar sem raun ber vitni og snerta svo marga æruverðuga einstaklinga sem ekki mega vamm sitt vita verð ég að senda þetta til ritstjórans. Fyrst ber að nefna að þú segir fyrrverandi stóðhest vorn, Hrylling, hafa skort fríðleika og opinberar þar þekkingarskort þinn á hestum, enda fyrrverandi kúabóndi, en Hryllingur dró verulega dám af föður sínum Illingi frá Tóftum hvað fríðleika varðar enda er Illingur sá stóðhestur sem hefur frá upphafi hrossaræktunar gefið hvað fríðust hross hér á landi. Hætt er við að þú hafir með þessu áunnið þér allt að því óvild sumra félaga í Hryllingsfélaginu því eigendur eru viðkvæmir ef sómi og stolt félagsins sætir hallmælum og má því búast við að væringar geti hlotist af. Um aðra meinta kosti Hryllings kýs ég að tjá mig ekki um. En held að … Bullið eftir dilk sér dragi í dauðateygjum allur friður, það eina sem var allt í lagi ertu búinn að rakka niður. Síðan tíundar þú að félagið sé stofnað af mönnum í héraði sem er alrangt því þetta var frá upphafi landsbyggðarfélag sem hafði þann tilgang að bæta mannlíf og hrossarækt um allt land, nema á höfuðborgarsvæðinu, því sumu er ekki viðbjargandi, enda eru aðeins tvö skilyrði til inngöngu og það er að eiga ekki heima á höfuðborgarsvæðinu og vera skemmtilegri en í meðallagi, enda urðu nokkur dæmi um að fólk flutti burt þaðan til að komast í félagið, þótt það dygði ekki öllum sem uppfylltu ekki skilyrðið um skemmtilegheitin. Hins vegar vil ég geta þess að þú bæði varst og ert mikill happafengur fyrir félagið og hefur þar iðulega náð meðallagi hvað skemmtilegheit varðar á samkomum. Sumir hafa undrast að hesturinn hafi verið geltur, en þannig er með alla góða kynbótagripi, eins og orðið segir til um, að afkvæmin eiga að taka föðurnum fram og er því ástæðulaust að nota þá meira en eitt til tvö ár og hefur það sannast hjá okkur að svo er. Hitt sem Hryllingsfélagið hefur gert er að það er stórbætt geðheilsa hjá öllum félagsmönnum og þeir fáu sem voru á geðlyfjum þegar þeir gengu í félagið eru hættir því og má segja að félagið sé því þjóðhags- og heilsufarslega hagkvæmt. Ég vil að lokum þakka þér vel fyrir vísnaþáttinn þinn þótt hann hefði iðulega getað verið betri enda er ekki á færi allra að ná þeim hæðum hvað vísnaþáttargerð varðar sem Guðmundur frændi minn Bratti hefur setið í um árabil í blaðinu Feyki, enda Guðmundur ættgöfugur og borinn og barnfæddur í fegurstu sveit landsins. Vil ég svo enn þakka þér fyrir alla okkar vináttu og þú veist að þú getur treyst mér til að standa að baki þér ef móti blæs héðanaf sem hingaðtil. Með Hryllingskveðju Reynir Hjartarson, Æjatolla (alvaldur) félagsins Opið bréf til Árna Jónssonar fyrrverandi sparisjóðsstjóra: „Vegna missagna í viðtali í Bændablaðinu fimmtudaginn 20. febrúar sl." Hryllingur - ekki er skortur á fríðleika. Á myndinni hægra megin sést að búið er að gera afsteypu af hrossinu. Hryllingur við Sleipnisbikarinn. REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is SNAPP TAGGS LAMBAMERKIN Verð kr. 29 án vsk. Áprentun innifalin VERÐLÆKKUN NÚNA ER GÓÐUR TÍMI TIL AÐ TRYGGJA SÉR LAMBAMERKIN Á LÆGRA VERÐI Söng- og gamanleikurinn Stöngin inn frumsýndur í Lyngbrekku föstudaginn 14. mars kl .20:30 2. sýning sunnudaginn 16. mars kl. 20:30 3. sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20:30 4. sýning fi mmtudaginn 20. mars kl. 20:30 5. sýning föstudaginn 21. mars kl. 20:30 6. sýning sunnudaginn 23. mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum Ársfundur 2014 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda 2014 verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í Kötlu, á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings 2013. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Breytingar samþykkta sjóðsins. 6. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík Sími 563 0300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.