Bændablaðið - 06.03.2014, Side 36

Bændablaðið - 06.03.2014, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Í lok febrúar sl. var haldin hin árlega Fagráðstefna nautgriparæktarinnar í Danmörku (Kvægkongres) en tilgangur ráðstefnunnar er bæði að vera einskonar uppskeruhátíð kúabænda í Danmörku en einnig að miðla nýjustu þekkingu til bænda og annars fagfólks. Á þessari árlegu ráðstefnu eru alltaf tekin fyrir bæði pólitísk og fagleg málefni nautgriparæktarinnar og stendur ráðstefnan yfir í tvo daga. Ráðstefnan hefur sótt í sig veðrið á hverju ári og er í dag ein umfangsmesta á sviði nautgriparæktar sem haldin er í norðurhluta Evrópu. 3.000 manna samkoma Líkt og undanfarin ár var nú sett þátttökumet en ráðstefnuna sóttu rétt tæplega þrjú þúsund manns, mest kúabændur en einnig fagfólk úr öllum þjónustugreinum nautgriparæktar, nemendur bændaskóla, stjórnmálamenn og annað áhugafólk um nautgriparækt. Sem dæmi um gríðarlegan vöxt ráðstefnunnar má geta þess að árið 2011 var þátttökufjöldinn rétt rúmlega ellefuhundruð. Undanfarin ár hefur þátttaka erlendis frá einnig aukist verulega og vegna þess hefur áhersla einnig aukist á að flytja erindi á ensku. Í ár var í fyrsta skipti hópur Íslendinga á Kvægkongres, alls 14 þátttakendur, mest kúabændur en einnig ráðunautar og dýralæknar. Átta málstofur Að þessu sinni var dagskrá þingsins skipt í átta ólíkar málstofur (sjá nánar hér á eftir) og voru flutt 60 ólík erindi þessa tvo daga. Verður hér farið í stuttu máli yfir þessar helstu málstofur en allt fagefni frá ráðstefnunni, bæði hinar faglegu greinar og þau erindi sem byggja á þeim, er opið og aðgengilegt á heimasíðu ráðstefnunnar: www. kvaegkongres.dk. Þá var auk framangreindra málstofa einnig hægt að drekka í sig fróðleik í öllum kaffi- og matarhléum en ótal fyrirtæki voru með kynningar á göngum ráðstefnuhallarinnar og mátti þar sjá mjaltatækjaframleiðendur, dýra- lækna fyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki, banka og fleiri sem þjónusta nautgriparækt í Danmörku. 1. Bústjórn Með stækkandi búum í Danmörku, en meðalkúabúið er um 160 árskýr núna, breytist starf bóndans hratt úr því að vera einyrki í að vera framkvæmdastjóri. Það hentar fólki misvel og sumum hreinlega afar illa. Undanfarin ár hefur því aukist verulega áhersla á að leiðbeina í bústjórn, hvernig gott sé að standa að stjórn starfsmanna o.fl. Auk þess eykst krafa, með aukinni bústærð, um gott skipulag og að hafa „allt í röð og reglu“ – sem á reyndar einnig við á öllum kúabúum. Í þessari málstofu voru meðal annars ofangreind atriði tekin fyrir og sérstaklega komið inn á einföld ráð til þess að ná að virkja starfsfólkið í því að gera betur og betur og að halda starfsþrekinu og – andanum uppi. 2. Stefnumörkun Líkt og margir vita verður kvótakerfi Evrópusambandsins fyrir mjólkurframleiðslu afnumið á næsta ári. Með þessa staðreynd í huga eru danskir kúabændur nú í óða önn að undirbúa sig undir enn meiri framleiðslu og stærri bú, sem þó eru fyrir þau stærstu að jafnaði í Evrópu. Enn fleiri bændur stefna í sömu átt. Í þessari málstofu var m.a. komið inn á þessi mál og hvernig afnám kvótakerfisins horfir Fagþing naut gripa rækt arinnar í Danmörku 2014 – fyrri hluti Utan úr heimi Eru mjaltaþjónar úreltir? Á stærri kúabúum virðist sem samkeppnishæfni mjaltaþjóna falli hraustlega líkt og t.d. mörg dæmi sýna frá Danmörku. Þar virðist liggja fyrir að framtíðin í mjólkurframleiðslu felist ekki í mjaltaþjónum að minnsta kosti miðað við kaupverð og rekstrarkostnað mjaltaþjónanna í dag, en greint er frá þessu á vefsíðunni naut.is Skýringin felst í því að á stærri búum þarf hvort sem er að vera með starfsmann eða starfsmenn og þá er oftar en ekki jafn gott að láta þá mjólka. Auk þess er fjárfestingarkostnaður við hefðbundið mjaltakerfi ekki nema um þriðjungur þess að fjárfesta í mjaltaþjóni. Í Danmörku eru þónokkrir að skipta úr því að vera með mjaltaþjóna og yfir í hefðbundna bása líkt og feðgarnir Poul og Claus Drøhse, kúabændur í Alslev við Løgumkloster, gerðu nýverið. Þeir voru með fjóra mjaltaþjóna en ákváðu að selja þá og setja upp hefðbundinn mjaltabás með sveifluarmi (swingover), þ.e. mjaltatækjum öðrum megin bássins í einu. Útreikningar sýna að við þetta eitt ná þeir að spara sér um 10 milljónir króna á ári í rekstrarkostnað og þar af er sparnaður vegna minni rafmagnsnotkunar um 300 þúsund krónur á mánuði. Eftir breytinguna mjólka þeir þrisvar á dag í nýja mjaltabásnum, sem tekur 20 kýr hvoru megin og er frá Gea Farm Technologies (áður Westfalia) /naut.is/SS. fyrir svörum. Um þessar mundir er draugur á ferð í Evrópu. Nei, það er ekki draugur kommúnismans frá árinu 1848. Að þessu sinni flokkast hann undir öfgafulla frjálshyggju (ultraliberalisma) og er líka nefnd „Washington konsensuet“ samþykktin. Hún gengur út á einkavæðingu hagkerfisins og minni umsvif ríkisvaldsins. Föst í gildru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Knut Arne Sanden, ritari á skrifstofu Alþýðusambands Noregs í Brussel skrifaði um málið í nationen fyrir skömmu. Hann segir að hugmyndina megi rekja til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á 9. áratugi síðustu aldar. Þá hafði olíuiðnaðurinn tvívegis gengið í gegnum fjármálakreppu og stöðnun í kjölfar þess. Gjaldeyrisvarasjóðir voru notaðir til að veita þróunarlöndum lán til margra góðra hluta en einnig vondra hluta. Þegar þessi lönd gátu svo ekki staðið við endurgreiðslur lánanna, sátu þau föst í gildru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Að þessu sinni eru það lönd í Evrópu sem sitja í súpunni en þar ráða ríkjum Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Evrópuráðið í Brussel og Alþjóðabankinn í Frankfurt, en það eru ólýðræðislega samsett ráð og með litla reynslu í lýðræðislegum stjórnarháttum. Tilraunakanínur Grikkland, Portúgal og Írland hafa um árabil verið notuð til að prófa þá stjórnarhætti sem áðurnefnd þrenn samtök hafa innleitt. Þjóðir þessara landa hafa verið „tilraunakanínur" til að kanna hversu langt er unnt að ganga í því að draga úr félagslegum jöfnuði áður en þjóðirnar rísa upp og mótmæla. Þegar þau mörk eru fundin er afar líklegt að sú reynsla verði notuð í fleiri löndum, fyrst í Evrulöndum en síðan í öðrum löndum ESB. Frjálshyggjan birtist þá æ ljósar sem eins konar trúarbrögð þar sem boðað er að einkavæðing sé alltaf besta og ódýrasta lausn í efnahagsmálum. Það er skráð í hinn nýja fjármála- og stöðugleikasáttmála Evrópu, ESM, og því fylgt eftir með „heildarúttektum" á fjármálakerfinum þar sem áhyggjur eru sagðar uppi um launaþróun og kerfisbreytingar, þar sem í raun og veru er kallað eftir sveigjalegra kerfi fyrir atvinnurekandann. Olli Rehn segir þörf á 15% launalækkun á Spáni Niðurstöðurnar eru svo boðaðar á hverjum leiðtogafundinum eftir öðrum. Olli Rehn, einn af framkvæmdastjórum ESB, boðaði nýlega að lækka þyrfti laun spænskra launþega um 15% til þess að útflutningur frá Spáni yrði samkeppnishæfur á markaði. Ef það gerist fylgja Portúgal, Frakkland og önnur lönd ESB fljótlega á eftir. Hinn 2. október sl. lagði ESB - ráðið fram tvær hugmyndir. Önnur fjallaði um fjárfestingaáætlun þess efnis að 2% af þjóðarframleiðslu Noregs verði varið til fjárfestinga í orkuöflun, samgönguverkefnum og til menntamála með það að markmiði að skapa nokkrar milljónir nýrra atvinnutækifæra á 10 ára tímabili. Sú sparnaðarstefna, sem nú er stunduð, skilar ekki árangri og gerir ekki annað en að uppfylla stefnu Margrétar Tatcher, forsætisráðherra Bretlands, en boðskapur hennar hljóðaði: „Það er ekki til neitt sem heitir samfélag". - Hvers vegna býr þá fólk á jörðinni spyr Knut Arne Sanden, /Þýtt og endursagt ME Frjálshyggjudraugur á ferð í Evrópu – Þörf talin á 15% launalækkun á Spáni!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.