Bændablaðið - 14.08.2014, Page 2

Bændablaðið - 14.08.2014, Page 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Fréttir Vilja byggja upp sæðisbanka Veita þarf auknu fé til verndar geitastofnsins, byggja þarf upp sæðisbanka til ræktunarstarfs og sem öryggisnet, koma þarf á fót rafrænni ættbók íslenska geitastofnsins og auka þarf við rannsóknir. Þetta eru tillögur starfshóps um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn. Í lok árs 2012 voru 849 vetrarfóðraðar geitur á landinu, í eigu 88 aðila. Einungis einn eigandi átti þá fleiri en 50 geitur, 185 alls, en að meðaltali átti hver eigandi 9,6 geitur. Stofninn hefur aldrei verið stór en árið 1960 fór hann niður í 100 dýr. Þá hófst sérstök skráning á geitum og veittur var stofnverndarstyrkur á vetrarfóðraðar geitur. Starfshópurinn leggur til að auknu fé verði veitt til stofnverndar með sérstöku framlagi ríkisins til erfðanefndar landbúnaðarins. Áætlað er að kostnaður við það verði um 2 milljónir króna. Það er lagt til að sérstakt stuðningsform verði innleitt inni í búvörusamning sauðfjár þegar hann kemur til endurskoðunar, en hann rennur út árið 2017. Þar yrði meðal annars horft til hvata til að geitfjárbú yrðu af þeirri stærð að vinnsla afurða yrði möguleg. Þá sé mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingu á sæðisbanka, koma á fót rafrænni ættbók sambærilegri við þá sem til staðar er fyrir sauðfé og stuðlað verði að auknum rannsóknum á íslenska geitastofninum. /fr Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir gott útlit í kornræktinni þetta sumarið. „Af því sem ég hef heyrt lítur þetta vel út. En það sér svo sem ekkert fyrir endann á þessu ennþá. Útlitið er gott alls staðar þar sem ég hef heyrt, miðað við tíma sumars. Það er nú eitthvað lengra komið fyrir norðan, en útlitið fyrir sunnan er þó alls ekki slæmt. Kornið á Suðurlandi hefur sprottið vel en lokahnykkurinn er eftir – og þá snýst það um það hvort kornið nái þroska. Nú snýst þetta um næstu þrjár vikur. Ef það viðrar vel á þeim tíma getur þetta orðið afbragðsgott kornár.“ Vætutíðin ekki haft áhrif á vöxt Að sögn Jónatans hefur vætutíðin á Suður- og Suðvesturlandi ekki haft sérstök áhrif á kornið á meðan það er að spretta. „Það væri hins vegar ekki gott ef áframhald yrði á þessari vætutíð því þá myndi skorta hita til að kornið næði þroska. Það vill svo til að korn sprettur ágætlega þó það sé 12 stiga hiti og rigning – því gengur ágætlega í slíku tíðarfari að safna grænmassa. En þegar breyta eigi honum í korn þá þarf meiri hita og sá hiti fæst ekki nema í sólskini.“ Jónatan telur að ekki hafi meiru verið sáð í vor en í fyrra – líklega um 4.500 hektarar. „Það er ákveðin stöðnun, menn halda að sér höndum. Í fyrra gekk þetta frekar illa; frekar seint var sáð fyrir norðan en hér fyrir sunnan var endalaus rigningartíð, þannig að korn þroskaðist illa. Það er þó tvímælalaust mikill hagur af því þegar vel gengur í kornræktinni. Bæði fá menn ódýrara sáðkorn en það sem keypt er og svo er hálmurinn dýrmæt aukaafurð. Það gæti orðið raunin núna.“ /smh Gera þarf tugi landbóta- áætlana fyrir áramót – Landgræðslunni óheimilt að aðstoða bændur við gerð þeirra Kúabændur svara kalli markaðarins um meiri mjólk: Mjólkurframleiðslan jókst um tæp 13% í júní Jónatan Hermannsson. Mynd / smh Gott útlit í kornræktinni Búrið með sumarmarkað í Hörpu: Sýningarsvæðið stækkað Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpunni. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu. „Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins. Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“ Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@ burid.is. /smh Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars. Kúabændur leggja allt kapp á að framleiða mjólk um þessar mundir þar sem markaðurinn kallar á aukið framleiðslumagn. Eftirspurnin er mikil og bændur fá greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk sem þeir framleiða. Þessi staða hefur leitt til þess að framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Innvigtun á mjólk í afurðastöð var 12,8% meiri í síðastliðnum júnímánuði en á sama tíma í fyrra. Aukningin var ekki eins mikil í júlí en þó 6% meiri en fyrir ári. Fyrstu 6 mánuði ársins var mjólkurframleiðslan í heild 6,6% meiri en á sama tímabili í fyrra. Á móti kemur þó að fituhlutfall mjólkur hefur verið ívið lægra að undanförnu en á sama tíma í fyrra. Hærra verð til bænda treystir framleiðsluna Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, þakkar þessa auknu framleiðslu að bændur fá nú fullt afurðastöðvaverð, bæði á þessu ári og því næsta. „Það skiptir lykilmáli að nú geta bændur gert áætlanir til lengri tíma. Það er lífsspursmál fyrir greinina að markaðurinn hafi nóg hráefni og bændur líta á það sem meginmarkmið. Mér sýnist að kúabændur geti annað eftirspurninni næstu misserin. Það er ennþá mikil sala í viðbiti og rjóma og greinilega miklar neyslubreytingar í fituhluta mjólkurinnar. Þetta er mikil áskorun fyrir kúabændur og alveg ljóst að aukin þörf fyrir mjólkurvörur er ekki bóla,“ segir Baldur Helgi. Salan eykst á milli ára Sala á mjólkurvörum er mikil en til dæmis hefur sala á rjóma aukist um tæp 14% á milli ára, viðbiti um 6,7% og á osti um rúm 4%. Umreiknað í prótein hefur árssala aukist um 2,71% og um 7,8% á fitugrunni. Örlítill samdráttur var í sölu á skyri sem nemur 1,6%. Er neyslubreytingin til frambúðar? Aukinn ferðamannafjöldi hefur sitt að segja vegna sölu á mjólkurvörum. Það skýrir hins vegar ekki að fullu aukna neyslu á fituríkari afurðum að sögn Baldurs Helga. Hann bendir á að kannanir sýni að sala í verslunum, þar sem ferðamenn eru lítið á ferðinni, er í engu frábrugðin sölu á öðrum stöðum. Hér sé því um neyslubreytingu að ræða sem skili sér í aukinni sölu heilt yfir. /TB 8.500.000 9.000.000 9.500.000 10.000.000 10.500.000 11.000.000 11.500.000 12.000.000 12.500.000 13.000.000 Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des 2012 2013 2014 Mánaðarleg innvigtun á mjólk árin 2012 til 2014 Innvigtun á mjólk er 6,6% meiri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Í júlí síðastliðnum var hún 11.387.179 lítrar. Heimild: SAM „Móttökurnar hafa verið frábærar og farið fram úr okkar björtustu vonum, þetta hefur gengið rosalega vel og fara allir ánægðir heim þegar þeir hafa verslað hjá okkur. Það er búið að vera mikið að gera í sumar en við fáum fólk alls staðar að úr heiminum til okkar, íslenska og erlenda ferðamenn,“ segir séra Sigrún Óskarsdóttir, en hún og mágkona hennar, Elín Una Jónsdóttir framhaldsskólakennari, eiga Fjallkonuna, Sælkerahús við Austurveg 21 á Selfossi, sem fagnaði eins árs afmæli föstudaginn 18. júlí. Þær leggja fyrst og fremst áherslu á vörur úr héraði, eða beint frá býli, allt toppvörur frá bændum og búaliði á Suðurlandi. „Núna rýkur ferska og brakandi grænmetið út hjá okkar, sem bændur eru að taka upp úr görðum sínum, það slær í gegn og ekki síst grænmetisbarinn fyrir utan verslunina þar sem er t.d hægt að fá að smakka hnúðkál,“ segir Elín Una. /MHH Ferskt og brakandi grænmeti rýkur út Fjallkonurnar Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir við grænmetisbar verslunarinnar á Selfossi. Mynd / MHH Landgræðsla ríkisins sendi fyrir skömmu tæplega þrjú hundruð bændum bréf þar sem fjallað er um nýja tilhögun landbótaáætlana. Samkvæmt nýrri reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu verða þeir sem vilja halda áfram þátttöku í gæðastýringunni að endurnýja allar landbótaáætlanir fyrir lok þessa árs. Landgræðslan hefur í mörg ár aðstoðað bændur við gerð landbótaáætlana, en nú verður sú breyting á að henni er óheimilt að koma beint að gerð þeirra samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Engu að síður getur Landgræðslan látið bændum í té ýmsar upplýsingar til þess að unnt sé að gera landbótaáætlun og mun gera það áfram en þurfi bændur utanaðkomandi aðstoð við gerð landbótaáætlunarinnar verða þeir að leita annað en til Landgræðslunnar. RML tekur að sér áætlanagerð Að sögn Borgars Páls Bragasonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) gera starfsmenn þar á bæ ráð fyrir auknum verkefnum í tengslum við breytt fyrirkomulag. „Við höfum nú þegar fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi það. Þetta er verkefni sem hentar okkur vel því við höfum þekkinguna til að sinna þessu,“ segir Borgar Páll. Hægt að óska eftir fresti skriflega Frestur til að gera athugsemd við núgildandi landbótaætlun rann út 20. júlí síðastliðinn en hægt er að óska eftir lengri fresti skriflega til Landgræðslu ríkisins. /VH Sjá ítarlegri umfjöllun á bls. 18. Mynd / Landgræðslan

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.