Bændablaðið - 14.08.2014, Síða 16

Bændablaðið - 14.08.2014, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Ótrúlegt er hve mörgum er illa við smádýr, hvaða nafni sem þau nefnast. Köngulær, geitungar, blaðlýs, ranabjöllur og humlur, svo ég tali nú ekki um snigla. Öll þessi dýr virðast í huga marga vera hræðileg óargakvikindi sem ekki mega sjást í görðum, hvað þá inni í húsum. Á hverju einasta sumri hefst hatrömm barátta við að drepa þessi dýr hvar sem til þeirra næst. Öllum brögðum er beitt og ekkert eitur er svo eitrað að ekki megi nota það í baráttunni við þessa óværu. Þetta gerist þrátt fyrir að flestir viti að öll þessi dýr þjóna tilgangi í náttúrunni, hvort sem hann er að frjóvga blóm eða er fæða fyrir önnur dýr. Afleiðing einsleitrar ræktunar Smádýrin sem spretta upp á sumrin laðast flest að plöntum og eru fylgidýr aukins áhuga á garðrækt og hækkandi lofthita. Einsleitt plöntuval í ræktun veldur því að ákveðnar tegundir smádýra geta fjölgað sér mikið á skömmum tíma enda framboð á fæðu mikið. Yfirleitt ganga þessi blómaskeið smádýranna yfir á nokkrum vikum og plönturnar jafna sig í flestum tilfellum aftur. Humlur og ánamaðkar eru líklega allra gagnlegustu dýrin sem finnast í garðinum. Ánamaðkar flýta rotnun og grafa göng í jarðveginum sem vatn og næringarefni streyma um. Fæstum er illa við ánamaðka, enda fer lítið fyrir þeim og þeir sjást sjaldan nema í rigningu, þegar þeir koma upp á yfirborðið til að drukkna ekki. Annað mál gildir um humlur og eru margir hreinlega hræddir við þær þótt sárasaklausar séu. Á Íslandi finnast fjórar eða fimm tegundir af humlum og ættum við að fagna hverri tegund. Víða um heim hefur býflugum fækkað gríðarlega og það mikið að til vandræða horfir í ávaxtaræktun. Býflugur finnast ekki villtar á Íslandi og margir rugla þeim saman við humlur enda skyldar tegundir og sinna báðar frjóvgun blóma. Haldi býflugum áfram að fækka vegna notkunar á skordýraeitri er raunveruleg hætta á að margar ávaxtategundir hverfi að markaði. Sniglar eru merkileg kvikindi Af öllum smádýrum sem heimsækja garðinn eru stórir sniglar alla jafna óvinsælastir. Sniglar eru hægfara og værukær dýr sem halda sig í skugganum og líður best í röku loftslagi. Eins og börnunum finnst þeim jarðarber og ferskt salat gott og kunna sér ekki magamál komist þeir í slíkt sælgæti. Þeir eru einnig sólgnir í bjór og hefur það orðið mörgum þeirra að falli. Séu sniglar skoðaðir nánar sést að þeir eru ótrúlega fallegir og þá sérstaklega þegar þeir líða áfram á kviðlægum fætinum og teygja augnfálmarana rannsakandi út í loftið. Ólíkar tegundir lifa á landi, í sjó og ferskvatni og þeir eru til með og án kuðungs. Sumar tegundir eru tvíkynja, sem þýðir að hittist tveir sniglar undir salatinu geta þeir frjóvgað hvor annan eða sjálfan sig séu þeir einir á ferð. Að lokum vil ég biðja fólk að hætta að traðka niður sveppi. Þeir eru æxlunarfæri sem koma upp á yfirborðið til að mynda gró. Stærstur hluti sveppa er neðanjarðar og vinnur nauðsynlegt niðurbrotsstarf við að umbreyta lífrænu efni í ólífrænt sem plöntur nýta sér til vaxtar. Sveppir í garðinum eru merki um grósku og þeim skal taka fagnandi. /VH STEKKUR Til varnar smádýrunum Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarna- miðstöð Banda ríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf víða notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði og fram eru komnar ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Ísland og yfirlæknir Sýklafræðideildar Landspítalans, segir að þrátt fyrir að í starfi sínu fáist hann mest við sýkla í mönnum sé ekki hægt að að skilja menn frá dýrum. Karl er einnig fulltrúi Íslands í nokkrum nefndum hjá Evrópsku sóttvarnarmiðstöðinni. „Notkun á sýklalyfjum í mönnum á Íslandi er svipuð meðaltalinu í Evrópu en við notum mest af þeim af öllum Norðurlandaþjóðunum. Hins vegar nota Íslendingar minnst af sýklalyfjum í dýrum af öllum löndum í Evrópu og svipað magn hlutfallslega og Norðmenn. Ástæður fyrir því eru margar en meginástæðan er sú að það hefur alltaf verið bannað að nota sýklalyf í fóður sem vaxtarörvandi lyf hér og í Noregi. Þetta var gert víða í Evrópu til skamms tíma en búið að banna og sýklalyf eru því ekki notuð þar sem vaxtarörvandi lyf í dag. Sumir bændur nota þó önnur sýklahemjandi efni sem vaxtarhvata, eins og til dæmis sink. Notkunin á sýklalyfjum er mest í verksmiðjubúgörðum og við þekkjum þá nánast ekki hér nema í kjúklinga- og svínarækt.“ Stærstur hluti sýklalyfja notaður í landbúnaði Í dag nota verksmiðjubú í Banda- ríkjunum verulegt magn af sýkla- lyfjum sem vaxtarhvata og er merkilegt að líta til þess að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er notað meira af sýklalyfjum í land- búnaði en fyrir mannfólk. Í Banda- ríkjunum eru til dæmis 80% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru notuð í landbúnaði. Lang stærstur hluti þessara lyfja er settur í fóður til vaxtarörvunar. Karl segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvernig lyfin virki hvetjandi á vöxt en séu þarmar dýra á sýklalyfjum skoðaðir sjáist að þeir breytist þannig að virkt yfirborð þeirra aukist og nýting fæðunnar verði meiri. „Á síðustu árum hafa menn líka verið að sjá breytingu á sýklaflórunni í þörmum dýranna og það getur vel verið að samsetning hennar valdi því að dýrin vaxa hraðar og meira. Nýlega birtist grein í vísindariti sem sýnir fram á að einstaklingar sem voru lengi á sýklalyfi sem heitir tetrasýklín þyngdust meira en samanburðarhópurinn sem ekki tók lyfið. Tetrasýklín er eitt af þeim lyfjum sem notuð eru í landbúnaði sem vaxtarhvati.“ Vaxandi lyfjaónæmi „Sýklalyf eru í dag alveg jafn mikilvæg í landbúnaði til að koma í veg fyrir og meðhöndla sýkingar eins og í mönnum. Vandinn er sá að með því að nota þau sem vaxtarhvata er hætta á að bakteríurnar verði ónæmar fyrir lyfjunum og þau virki ekki eins og þau eiga að gera. Bakteríur hafa gríðarlega aðlögunarhæfni. Þær hafa einn litning og geta fjölgað sér mjög hratt. Aðlögunarhæfnin felst meðal annars í því að þær geta flutt gen á milli sín. Ef ónæmi þróast í einni bakteríu getur það auðveldlega flust yfir í aðra og í dag eru komnar fram bakteríur sem eru ónæmar fyrir nánast öllum sýklalyfjum sem eru á markaði. Á sama tíma eru lyfja- framleiðendur ekki að þróa ný sýklalyf og ekki hafa komið alveg ný lyf á markað í langan tíma. Lyfjaframleiðendur sjá ekki hag í að þróa og setja á markað ný sýklalyf, þar sem kostnaðurinn er svipaður og við til dæmis blóðfitulækkandi eða stinningarlyf en tekjurnar mikið minni þar sem notkun þeirra er fyrir skammtíma- en ekki langtímanotkun. Hér eru því fjárhagslegir hagsmunir teknir fram yfir heilsu fólks. Í dag eru reglurnar þannig að það mega ekki finnast leifar af sýklalyfjum í kjöti sem fer á markað og verða framleiðendur því að hætta lyfjagjöfinni tímanlega áður en dýrununum er slátrað.“ Verksmiðjubúum fjölgar „Mannkynið er komið yfir sjö milljarða og neysla á kjöti er alltaf að aukast. Til að anna þessari eftirspurn hefur verksmiðjubúskapur aukist og hlutfall hans af allri kjötframleiðslu í heiminum er langt yfir 2/3. Um 80% af öllum kjúklingum, 50% af svínum og tæp 50% af nautgripum eru alin á verksmiðjubúum. Dæmi um stærðargráðu þessara búa er að einn kjúklingaframleiðandi slátrar fjögurhundruð þúsund fuglum á dag sem samsvara um 800 tonnum af kjöti.“ Það tæki stórbú sem slíkt einungis 10 daga að framleiða ársframleiðslu íslenskra kjúklingabænda, sem var 7.800 tonn árið 2012. Sýklalyfjum dreift yfir stór svæði „Verksmiðjubú eru oft nálægt þéttbýli þar sem er aðgangur að vinnuafli og stutt á markað. Þar er líka notkun á sýklalyfjum mest af heildarframleiðslunni, enda mikið í húfi komi upp sýking. Á hverju ári verða til um 70 milljón tonnum af lífrænum áburði í Bretlandi og megninu af honum er dreift yfir ræktað land. Í löndum þar sem verið er að nota sýklalyf til vaxtarörvunar er þannig verið að setja mikið magn af virkum sýklalyfjum út í náttúruna á hverju ári með húsdýraáburði sem er dreift yfir stór svæði og geta þau jafnvel blandast í drykkjarvatn. Sum af þessum lyfjum eru mjög breiðvirk og brotna seint niður og geta því verið virk í umhverfinu lengi. Með þessu erum við hreinlega að ala upp ónæmar bakteríur í þörmum dýranna sem við dreifum út í náttúruna ásamt sýklalyfjum með saurnum,“ segir Karl. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði á Íslandi og í Noregi sú minnsta í Evrópu: Notkun sýklalyfja í landbúnaði tengist einu alvarlegasta lýðheilsuvandamáli samtímans Notkun sýklalyfja í búfénaði í 25 Evrópulöndum árið 2011, mælt í mg/PCU sem er lyfjanotkun í milligrömmum miðað við áætlaða þyngd búfjárstofns í hverju landi í tonnum. Upplýsingarnar eru fengnar úr væntanlegri skýrslu dýrum árið 2013. To nn a f v irk um s ýk la ly fju m

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.