Skírnir - 01.01.1978, Page 7
ÓLAFUR JÓNSSON
Bókmenntir og samfélag eftir 1918
Erindi á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags
4. desember 1977
1
Það kann að þykja nærtækt og kannski sjálfsagt, ef tímasetja
skal upphaf nútíma, skil 19du og 20ustu aldar í bókmenntunum,
að miða þá við árið 1918. Það gera líka þeir höfundar sem gagn-
gert hafa fjallað um sögu samtímabókmenntanna, Kristinn E.
Andrésson í einu sérstöku sögu samtímabókmennta sem út hefur
komið og er hún að verða þrjátíu ára gömul, Stefán Einarsson
og Richard Beck í bókmenntasögum sínum á ensku, og Stefán
í stóru bókmenntasögu sinni á ensku og íslensku.
Þetta kann að þykja svo sem sjálfsagt mál. Og áður en lengra
er haldið bollaleggingum um þetta efni, eða aðrar tímasetning-
ar og kaflaskil í sögu samtímabókmennta sér í lagi, er kannski
vert að doka ögn við og spyrja hvort þetta skipti yfirhöfuð
nokkru máli. Er ekki einfalt mál að „nútími í bókmenntunum“
hefjist um leið og nútímasaga að öðru leyti, hvort sem menn
vilja setja upphaf hennar við aldamót, samkvæmt almanakinu,
eða önnur merkisár í þjóðar- eða þá veraldarsögunni, árið 1874,
eða 1904, eða þá 1918?
Nú er það ekki segin saga að bókmenntaleg umskipti verði
alténd samfara öðrum sögulegum tímamótum í þjóðlífinu. Og
víst er líklegt að skilningur manna og mat á því sem síðan gerist
í sögu og bókmenntum ráðist meðal annars af því hvar þeir kjósa
að draga aldaskil — af því hvað mönnum finnst að fyrst sé í raun-
inni „nútímalegt" í samfélaginu og skáldskapnum. Rökstuddar
skoðanir og skilningur á þessum og þvílíkum efnum skipta vissu-
lega máli, ef við á annað borð álítum að saga bókmenntanna sé
ástundunar verð. Og ástundunarverð kann okkur að þykja hún