Skírnir - 01.01.1978, Page 8
6 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
a£ ýmsum ástæðum. Sumpart vegna þeirra fagurfræðilegu, eða
kannski siðferðislegu verðmæta sem bókmenntir geyma, en
þeirra vegna verði allar varanlegar eða „miklar“ bókmenntir
sífellt nýjar fyrir nýjum kynslóðum lesenda. Og sumpart vegna
þess að bókmenntirnar geymi sérstaka vitneskju um sinn sam-
tíma, fólk og samfélag, þekkingu eða reynslu eða skynjun lífsins
og tímanna sem ekki sé annarstaðar tiltækileg. Kannski það séu
einmitt slík rauntengsl skáldskaparins sem mestu valda um lífs-
gildi hinna miklu, varanlegu bókmennta.
Einhverjum þykir sjálfsagt það sem nú var sagt líkara trúar-
setningu en raunhæfri, rökstuddri skoðun á staðreyndum. í
slíkri trú held ég þó að allir hljóti að ganga fram sem að ein-
hverju marki gefa sig að bókmenntum, hvort heldur þeir undir
yfirskini fræða og vísinda sinna akademískri bókmenntarann-
sókn og bókmenntasögu, fást við bókmennta-gagnrýni eða kenna
bókmenntir á einhverjum stigum og þrepum skólakerfisins, eða
leggja sig aðeins eftir skáldskap sjálfum sér til yndisauka og af-
þreyingar, dagsdaglegir lesendur bókmenntanna — eins og líka
fræðimenn, ritskýrendur og kennarar hljóta í fyrsta lagi að vera.
Frá þessum bæjardyrum séð hlýtur einnig saga samtímabók-
mennta að vera verðugt viðfangsefni: vegna bókmenntanna
sjálfra, sem hér hafa orðið til á öldinni, og vegna þeirrar vitn-
eskju sem þær beint og óbeint geyma um sinn samtíma og það
samfélag þar sem þær verða til og eru í notkun. Það er varla
minna um það vert að reyna að efla sér skilning á þessum efnum
en á bókmenntum fyrri alda, hvort heldur þeirrar 19du eða
13du, og hlutdeild þeirra í þjóðarsögunni.
Það er svo annað mál og allrar eftirtektar vert að flestöll
tiltæk rit um íslenska bókmenntasögu að fornu og nýju eru
samin á erlendu máli, einatt af erlendum mönnum og ætluð
í fyrsta lagi lesendum erlendis. Svo er tam. um nýjasta yfirlit
yfir þetta efni, þættina um íslenskar bókmenntir í hinni stóru
norrænu bókmenntasögu, Nordens litteratur, sem út kom árið
1972 undir ritstjórn Mogensar Bröndsted prófessors í Óðins-
véum. Einasta samfellda saga íslenskra bókmennta frá öndverðu
og fram á þennan dag sem nú er tiltæk, íslensk bókmenntasaga
874—1960 eftir Stefán Einarsson, er að sönnu samin og útgefin