Skírnir - 01.01.1978, Side 10
8 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
árunum, formbreyting ljóðagerðar og upphaf módernisma í
Ijóðlist, meir að segja umskipti sagnagerðar á seinustu árum,
verður hvorki skilið né skýrt nema í samhengi við verk og áhrif
þeirrar kynslóðar sem þá var að ryðja sér til rúms í bókmennt-
unum. Og þáttaskilin 1918 verða enn gleggri en ella vegna
þeirra höfunda úr kynslóðinni á undan, Jóhanns Sigurjónsson-
ar, Guðmundar Kamban, Gunnars Gunnarssonar sem horfnir
voru úr landi og sömdu um þessar mundir verk sín á dönsku,
álengdar við bókmenntirnar heima.
Einatt er mikið lagt upp úr því hversu nýstárlega fyrstu Ijóð
Davíðs og Stefáns frá Hvítadal, og nokkru síðar Tómasar Guð-
mundssonar, hafi komið sínum fyrstu lesendum fyrir sjónir, ein-
föld og frjálsleg kveðandi, rík talmálsáhrif í Ijóðum þeirra,
öfugt við hefðbundið rómantískt skáldmál, róttæk einstaklings-
hyggja og d)Tkun einstaklingsbundins tilfinningalífs sem ljóðin
lýstu. En hinn nýi ljóðstíll fann brátt hljómgrunn í brjósti les-
enda eins og frægt hefur orðið. Ekki voru 12 ár liðin frá útkomu
Svartra fjaðra þegar Davíð Stefánsson var formlega tekinn til
þjóðskálds á Þingvöllum sumarið 1930. Þá má með sanni tala
um vaktaskipti á skáldaþingi þar sem síðasta þjóðskáld 19du
aldar, Einar Benediktsson, vék úr sessi fyrir höfuðskáldi hins
nýja tíma, þótt svo væri látið heita að þeir deildu verðlaunum
fyrir alþingishátíðarljóð sín.
Vafalaust væri lærdómsríkt fyrir lesanda nú á dögum að lesa
þessa kvæðaflokka ofan í kjölinn, þó ekki væri nema til að gá
að því hvað líkt sé og skylt með fyrri tíðar þjóðskáldum og
þessarar og hvað á milli ber í söguskoðun og mælskulist. Það er
svo sem ekki að vita hvað ofan á yrði við slíkan lestur. En hvað
sem því líður hefur tíminn fyrir löngu kveðið upp sinn dóm:
orð hins nýja þjóðskálds öðluðust brátt vængi, ekki síst fyrir
tónlist Páls Isólfssonar við ljóðin, en ekki veit ég til að hátíðar-
Ijóðum Einars Benediktssonar hafi nokkru sinni verið verulegur
gaumur gefinn. Og á svipaðan máta gerðist Tómas Guðmunds-
son nokkrum árum síðar skáld reykvíkinga með Fögrn veröld
og síðar meir opinbert þjóðskáld, ef til vill hið síðasta, eins og
rækilega var rifjað upp við útkomu hans síðustu bókar, Heim
til þin, Island, í haust.