Skírnir - 01.01.1978, Side 11
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
9
En bókmenntaleg umskipti, kynslóðaskil, aldahvörf verða
auðvitað ekki á einni nóttu, né þá neinu einu ári heldur. Auð-
vitað áttu þessir höfundar sér sína fyrirrennara í hópi „nýróman-
tískra skálda“ á öndverðri öldinni. Ef öllu þarf að gefa nafn
og heiti í bókmenntasögu finnst mér að vel mætti auðkenna
einn meginstraum í ljóðagerð aldarinnar, allt frá Sigurði frá
Arnarholti og Jóhanni Gunnari Sigurðssyni til Snorra Hjartar-
sonar og Jóns Helgasonar, með nafni „íslenskrar nýrómantísku“.
Þar sem saman lýstur þessum straumi og nýju raunsæi og rót-
tækum félagslegum viðhorfum kreppuáranna, þar er að leita
undirrótanna bæði að módernisma og margumræddri formbreyt-
ingu eða -byltingu Ijóðagerðarinnar, hjá Steini Steinar, Jóhann-
esi úr Kötlum, Jóni úr Vör.
Á svipaðan máta má sjá samhengi með sálfræðilegum og sið-
ferðislegum yrkisefnum og aðferðum í skáldsagnagerð og leik-
ritun sem hátt bar á þriðja áratug aldarinnar og viðlíka við-
fangsefnum fyrri höfunda, einkanlega Einars Kvaran. Og sam-
tímis „förumanninum" í Ijóðum þeirra Stefáns og Davíðs kom
viðlíka manngerð fram í sögum, Álfur frá Vindhæli, Ragnar
Finnsson og loks Steinn Elliði í Vefaranum mikla frd Kasmír.
Önnur æskuverk Halldórs Laxness voru fyrst og fremst undir-
búningur og aðdragandi þeirrar mannlýsingar. Og hin róttæku
nýmæli í Bréfi til Láru voru ekki fólgin í boðun byltingarsinn-
aðrar jafnaðarstefnu, skoðunum þess á pólitík, trúmálum eða
hverju einu, heldur fyrst og fremst í hinni opinskáu sjálfslýsingu,
skefjalausu sjálfshyggju höfundarins í verkinu. Af henni var
sprottin sú stílfarslega endurnýjun sem hafin var með ritinu.
Þetta sem nú var sagt kann að þykja svo sem sjálfsagt mál.
Samt held ég að bókmenntasöguhöfundar eins og Stefán Einars-
son, Kristinn E. Andrésson setji tímamót 1918 frekar af söguleg-
um ástæðum en bókmenntalegum rökum. Kristinn segir bein-
línis að raunveruleg tímamót verði ekki í bókmenntum aldar-
innar fyrr en samfara heimskreppunni, eftir 1930. Áratugurinn
eftir 1920 auðkennist að sögn hans af formleysi, og bókmennt-
irnar fara í tilraunir og leit. Eftir 1930 leitar þjóðlífið sjálft
í ákveðnara form og bókmenntirnar fá þá þjóðfélagslegt inntak.
Þau skáld sem tekið hafa forystu í bókmenntunum hafa flest