Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 14
12 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
gætir á víð og dreif í brag og kveðandi og meðferð yrkisefna,
og í tilraunum lians þá þegar til að yrkja órímað, einhvers konar
viðleitni til að endurnýja ljóðmál og stíl við hæfi nýrra tíma,
viðhorfa, hugmynda: þar er eins og sé í bígerð einskonar nýr
ljóðrænn raunsæisstíll sem áreiðanlega hefði orðið haganlegri
miðill þjóðfélagslegri ádeilu og boðskap en tilfinningasamar
úrlausnir frásagnar- og yrkisefna, íborið hefðbundið ljóðmál
sem að sinni varð ofan á í skáldskap Jóhannesar. Til dæmis um
þróun hans að þessu leyti mætti taka löng frásagnarkvæði hans
frá ýmsum skeiðum ævinnar — Karl föður minn í Ég lœt sem
ég sofi, Stjörnufák í Hart er í heimi, Mater dolorosa í Sjödœgru.
En tími formbyltingar var enn ekki kominn í íslenskri Ijóðlist.
Hún gerðist ekki heldur í Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum á þess-
um tíma sem á næstu árum hófust til vegs með æ fullkomnara
valdi skáldsins á hefðbundnu forrni, máli, hugmyndum. I Hrím-
hvita móðir, árið 1937, freistaði hann þess að semja sínar félags-
legu og pólitísku hugmyndir að þjóðræknislegri söguskoðun,
mannlýsingum og atburða úr þjóðarsögunni sem að sínu leyti
var allt jafn hefðbundið og hættir og ljóðmál. Og síðar meir, í
Sól tér sortna, er eins og fyrri trú á lífs- og sigurmátt alþýðunnar,
uppreisn öreigans úr öskustó aldanna, sé orðin að rómantískri
hetjudýrkun. Fyrirmynd hins tigna ofurmennis er gerð að lýs-
andi fordæmi lýðsins í viðhafnarlegum mælskukvæðum sem
liann yrkir um píslarvotta og hetjur stríðsins, fulltrúa þeirrar
liugsjónar sem koma skal og sigra, eða sálminum góða um Stalín,
herstjóra hinnar komandi sigrihrósandi byltingar. Eftir þetta
hófst að vísu tími tilrauna og endurnýjunar í skáldskap Jóhann-
esar úr Kötlum sem ávöxt bar með Sjödeegru árið 1955, og má
segja að sú bók bindi enda á formbyltingarskeið Ijóðagerðar-
innar eftir stríð. En sú endurnýjun beindist inn á við, að inn-
viðum máls og brags og hugmynda, að því endanlega að við-
halda lífstrú og trausti skáldsins í óstöðugum heimi.
Með Steini Steinar tók aftur á móti öreigi borgarlífs og göt-
unnar í fyrsta sinn til máls í íslenskri ljóðlist. Með Ljóðum
Steins, sem út komu 1937, hefst módernisminn í íslenskri ljóð-
list: þar verður einmanaleiki og angist, lífsfirring nútíðarmanns
og lífshátta í fyrsta sinn yrkisefni á íslensku. Af því var sprottin