Skírnir - 01.01.1978, Page 15
SKIRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
13
heimspekileg efahyggja og afneitun Steins sem kallaði á miklu
róttækari umbyltingu ljóðmáls og stíls en fólst í margumræddri
formbyltingu eða -breytingu ljóðagerðarinnar sem brátt fór í
hönd og um stóðu frægar og liáværar deilur. En skilsmunur
módernisma og formbreytingar virðist einatt einkar óljós þeim
sem um þessi efni fjalla, eins og sjá má stað ma. í fyrrgetinni
bók Jóhanns Hjálmarssonar um nútímaljóðlist og útvarpserind-
um Sveins Skorra Höskuldssonar um bókmenntirnar eftir stríð.
Formbyltingin fólst í fráhvarfi æ fleiri höfunda frá hátt-
bundnum brag, ljóðstafasetningu og rími uns það var orðinn
almennur ljóðrænn ritháttur að yrkja rím- og háttlaust. Hitt er
samt meir um vert að hún hefur áorkað gagngerri endurskoðun
Ijóðmáls og stíls svo að beinlínis allt sem máli skiptir í ljóðagerð
síðan ber hennar einhver merki. Þar fyrir er vafasamt að gera
of mikið úr þáttaskilum sem „formbylting“ liafi valdið í skáld-
skap aldarinnar. Það listræna vandlæti, stranga formkrafa sem
auðkennt hefur besta nútímaskáldskap á rætur að rekja að
minnsta kosti aftur til nýrómantísku skáldanna, en endurskoðun
og endurnýjun ljóðmálsins var hafin með Söngvum förumanns-
ins og Svörtum fjöðrum ef ekki fyrr. Hefð og nýmæli fara einatt
fjarska náið saman í því sem best hefur verið ort á undanförn-
um árum og áratugum.
Annað mál er það hvernig eiginlegur módernismi hefur ávaxt-
að sig í bókmenntunum eftir stríð: nýsköpun í máli og stíl sem
sprottin er af hugmyndalegri nauðsyn, nýrri lífsýn að verða til
í viðfangi við öngþveiti nútíma-heimsmyndar. Leið Steins Stein-
ars lá í Timanum og vatninu burt úr mannheimi: skáldið byggði
í ljóði sínu sjálfstæðan, sjálfnægan myndheim, álengdar við dag-
legt mál og veruleika. En upphaf bæði formbyltingar og mód-
ernisma má sem sé setja á kreppuárunum fyrir stríð, með hinu
félagslega raunsæi þeirra ára. Og hætt er við að arfur þeirra
tíma, krafan um félagslega hlutdeild bókmenntanna, virka af-
stöðu til vandamála samtíðar, hafi um sinn staðið mörgu góðu
atómskáldi fyrir þrifum.
Taka má eftir samhengi sem hér er með bókmenntum og
myndlist. Formbylting og abstraktstefna í myndlist á einnig
rætur að rekja til fjórða áratugarins, expressjónismans í ís-