Skírnir - 01.01.1978, Page 16
14 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
lenskri myndlist sem Björn Th. Björnsson nefnir svo í listasögu
sinni. Þá varð mannabyggð, mannlíf í landinu um sinn mynd-
efni í stað landslagslýsingar liinna fyrri málara og upp kom eins-
konar félagsleg raunsæisstefna í myndlist samfara aukinni stíl-
færslu myndefnisins. Um stríðsárin urðu stefnuhvörf á ný. Þá
hurfu hinir eldri myndlistarmenn aftur á vit æ rómantíseraðri
landslagslýsingar, en list hinna yngri manna tók stefnu til
óhlutbundinnar myndgerðar, formbyltingar eftirstríðsáranna.
Og með henni hvarf mynd mannsins að mestu burt úr mynd-
listinni um langt skeið.4
4
Þegar rætt er um samfélagsleg efni í skáldskap, eða félagslegt
gildi og áhrif bókmennta, hvort heldur er á kreppuárum eða
í aðra tíma, er einatt átt við einhvers konar endurspeglun eða
afturkast veruleikans í bókmenntunum: raunsæislega birtingu
samtímans, þekkjanlegs umhverfis og aðstæðna, manngerða og
vandamála sem uppi eru á hverjum tíma, samfara skilmerkilegri
afstöðu af liálfu verks og höfundar til viðfangsefnanna. Oft er
gerð krafa í raunsæisins heilaga nafni um slíkt félagslegt inntak
og áætlun bókmennta og þær metnar eftir því hvernig þær
standast þvílíka kröfugerð. Og það er vitaskuld hægurinn hjá
að rýmka skilgreininguna svo að liún taki undanbragðalaust til
allra bókmennta: allar bókmenntir, segja menn þá, fela með
einhverjum hætti í sér viðbrögð við sínum samtíma og umhverfi
og taka þar með afstöðu til brýnustu samtíðarmála og verða
metnar eftir því.
Það er nú vafalaust að saga bókmenntanna eftir stríð verður
ekki skilin né skýrð nema í ljósinu af þróun þjóðfélagsins, um-
breytingu þjóðlífs og þjóðfélagshátta á sama tíma — hvernig
sem skýra má samhengi á milli td. formbreytingar ljóðagerðar
og breytinga á gerð og starfsháttum samfélagsins. Eða stöðnun
og hnignun, ef ekki beina úrkynjun, hinnar raunsæislegu epísku
frásagnarhefðar. Um langt skeið um og eftir stríð koma engir
nýir skáldsagnahöfundar fram sem máli skipta og aldur endist í
bókmenntunum, en aðrir rata í augljósa kreppu. Þá hefst aftur
á móti blómaskeið hinnar alþýðlegu íslensku afþreyingarsögu