Skírnir - 01.01.1978, Síða 17
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
15
með skáldsögum Guðrúnar frá Lundi. Atómljóð og þjóðleg af-
þreyingarsaga eru sem sé helstu bókmenntalegu nýjungar árin
næst eftir stríð og eiga sér sjálfsagt báðar sínar samfélagslegu
forsendur og skýringar.
En líka má líta á það að bókmenntirnar eru á hverjum tíma
vara sem höndlað er með á markaði og notuð í sínu samfélagi
og breytast sjálfar með breytilegri notkun og notagildi sínu fyrir
lesendur. Öll bókmenntastarfsemi er á hverjum tíma margvís-
lega háð og skilyrt af því samfélagi þar sem hún fer fram, fram-
leiðsla, dreifing og neysla þeirra, eins og önnur vara á menn-
ingarmarkaði. En um þessi efni, félagsleg kjör og kringumstæður
rithöfunda, eins og þau verða mæld og talin í tölum, hefur lítið
verið hirt í íslenskum bókmenntarannsóknum, hvort heldur
fengist er við bókmenntir fyrri alda eða þessarar. Við vitum
furðu fátt með vissu um daglega bókmenntastarfsemi og bók-
menningu í landinu nú á dögum, útbreiðslu bókmennta og af-
not lesenda af þeim, bókakaup og lestrarvenjur almennings svo
að eitthvað sé nefnt. Allar skoðanir okkar á gildi, lilutverki,
áhrifum bókmennta í samfélaginu hljóta þó að ráðast af hug-
myndum sem við með einhverju móti gerum okkur um þessi
og þvílík efni.
Fyrsti vísir að rithöfundastétt og reglulegum bókamarkaði
verður til á öldinni sem leið, ef með rithöfundum er átt við
menn sem hafa starf og kannski meir að segja framfæri sitt að
meira eða minna leyti af því að semja rit til útgáfu lianda öllurn
almenningi, almennum lesendum sem við nefnum svo. Ætli megi
ekki segja að fyrstu rithöfundar í nútímaskilningi orðsins komi
fram á meðal íslenskra náms- og lærdómsmanna í Kaupmanna-
höfn um miðja öldina sem leið. Blaðaútgáfa hefst hér á landi
árið 1848, með Þjóðólfi, fyrsta skáldsagan kemur út 1851, árið
1854 er í fyrsta sinn haldin leiksýning fyrir almenning, gegn að-
gangseyri, í Reykjavík.6 Þessi ártöl vitna með einföldu móti um
allra fyrsta upphaf eiginlegs menningarmarkaðar í landinu, en
undir vexti og viðgangi hans hafa bókmenntirnar alla tíð síðan
átt mest komið. Og það er vandalaust að rekja áfram dæmi um
samhengið á milli bókmennta- og menningarlífs og breyttra at-
vinnu- og þjóðfélagshátta. Næstu reglulegu skáldsagnahöfundar