Skírnir - 01.01.1978, Page 19
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
17
hér á landi og býsna mikið keypt af bókum. Um hitt eru engar
heimildir tiltækar hvert sé upplag og sala bóka á markaði frá
ári til árs. Að sögn útgefenda urðu upplög bóka stærst á stríðs-
árunum, samtímis hinni miklu aukningu útgáfunnar, þegar loks
gafst kostur að svala landlægu hungri eftir bókum. Þeir halda
því fram að það sem þeir nefna meðalupplag bóka fari sífellt
minnkandi á seinni árum, sá bókamarkaður sem opnaðist svo
skyndilega á stríðsárunum hafi í rauninni alla tíð síðan verið
að ganga saman. Ekki ber samt á öðru en bókaútgáfa sé enn
blómleg starfsgrein hér á landi eins og gleggst má sjá á jóla-
kauptíð hvert ár. Og fjarska margir leggja fyrir sig bókaútgáfu
og ritstörf, aðiljar að samtökum bókaútgefenda eru 50—60 tals-
ins, en félagsmenn Rithöfundasambands íslands voru 184 þegar
síðast fréttist.
Þetta eru ósköp hversdagslegar upplýsingar um efni sem þarf-
legt væri að gera sér nánari grein fyrir. Þegar fjallað er um bók-
menntasögu er vitaskuld brýnt að geta ráðið í stöðu bókmennta,
rithöfunda, lesenda í samfélagi sínu — liverjir semja og hverjir
lesa bækur, og til hvers, hvaða hagsmunum og tilgangi bók-
menntirnar þjóna. Við höfum frá fornu fari þá hugmynd um
sjálf okkur að við séum það sem á sparilegum stundum er kallað
„bókmenntaþjóð“: það hugtak felur í sér að hér á landi hafi
allur almenningur lagt meiri rækt og áhuga við bóklestur en
annarstaðar gerist og af því helgist ekki bara mikil bókaútgáfa,
blómlegur bókamarkaður hver jól heldur umfram allt sjálfar
bókmenntirnar í landinu fyrr og síðar. Þær starfi fyrir stóran
og samsettan lesendahóp sem með einhverjum hætti endurspegli
þjóðarheildina. Þarflegt væri að geta gert sér grein fyrir því
hvort bókmenntir njóta að þessu leyti óbreyttrar stöðu, sama
vegs og virðingar í gerbreyttu samfélagi okkar daga frá því sem
áður var.
5
Um bókmenntalegt samfélag fyrri tíðar eru að sjálfsögðu margir
vitnisburðir til, þótt við vitum kannski ekki margt um tíðkan-
legt upplag og sölu bóka á þeim tíma frekar en nú. Halldór
Laxness segir tam. frá því í bernskuminningum sínum, í túninu
2