Skírnir - 01.01.1978, Síða 20
18 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
heima, hvernig faðir lians, Guðjón í Laxnesi, tók upp þann
forna landssið að láta lesa fyrir heimilisfólkið bækur á vökunni
meðan menn sátu við vinnu sína. Þar voru ekki einasta lesnar
íslendingasögur heldur líka nýjar skáldsögur sem þessi ár voru
að koma út eftir höfunda sem þá töldust fremstir með þjóðinni,
Einar Kvaran og Jón Trausta, og þar í bland útlendar skemmti-
sögur og reyfarar sem líka voru farnir að tíðkast. Fleiri hafa
borið svipað vitni og Halldór Laxness: það hafa verið fleiri
heimili en í Laxnesi þangað sem bókmenntirnar bárust nýút-
komnar, allt að kalla, gott og vont, sem út var gefið, og voru
lesnar upp til agna. I þessu samfélagi var um að ræða beint
samband hinna bestu höfunda sem þá voru uppi við lesenda-
hóp sem náði um þjóðfélagið allt, allar stéttir þess og allt til
hinna yngstu og óreyndustu lesenda. Sjálfsagt veitir slíkt sam-
félag, ennþá ein órofa menningarleg heild, hin hagkvæmustu
vaxtarskilyrði, þegar að öðru leyti stendur vel á í þjóðfélaginu,
fyrir tilkomumiklar nýjar bókmenntir. En ansi er hætt við því
að þetta menningarlega samneyti, mikla samband höfunda og
lesenda, bókmennta og þjóðarinnar, sé eitt af því sem farið
hefur forgörðum með breyttum sveitasið og félagsháttum í stétt-
skiptu, iðn- og tæknivæddu samfélagi okkar daga — hvað sem
komið hefur gott og þarflegt í staðinn.
Um sama leyti og minningar Halldórs Laxness kom út önnur
bók sem einnig veitir sýn aftur til bændasamfélagsins gamla og
menningarástandsins þar, æskuminningar Tryggva Emilssonar,
Fátcekt jólk. Tryggvi er jafngamall Halldóri og vex upp sam-
tímis honum í annarri sveit, norðanlands, og er eins og hann
bókhneigður og gefinn fyrir skáldskap. En að öðru leyti er
fjarska mikill munur á kjörum og kringumstæðum þeirra jafn-
aldra, annar vex upp í örbirgð sem í rauninni veitir honum
enga kosti að ráða sjálfur ævi sinni og örlögum, en annar í
kringumstæðum sem láta margvíslegar leiðir opnar, umhverfi
þar sem áhugamál og hæfileikar hans fá að njóta sín. Annar í
öreigastétt, en annar í efnugri millistétt þar sem menningin
á heima.
Þetta er bara einfalt dæmi þess að vitaskuld var bændasam-
félagið gamla stétt- og hópskipt, ekki síður en samfélag okkar