Skírnir - 01.01.1978, Qupperneq 21
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
19
daga, og vitaskuld var menning þess skilyrt og mótuð af þeirri
stéttaskiptingu. Þar féll til hinna betur settu og menntuðu
bænda og þeirrar embættisstéttar sem til var í landinu lilutverk
menntaðrar borgarastéttar í öðrum löndum, sem hér varð ekki
til fyrr en komið var langt fram á þessa öld. Og það er trúleg
saga að bókmenntirnar, bókmenntastarfsemin í landinu á öld-
inni sem leið og öndverðri þessari, hafi átt liald og traust í því
menningarumhverfi sem skapaðist með viðgangi þessa þjóðfé-
lagshóps, þeirrar menntuðu bændastéttar sem um sinn varð afl-
vaki í þjóðfélagsþróuninni.7 Um þessi eða önnur þvílík félagsleg
skilyrði bókmenntanna á 19du öld, okkar nánustu gullöld í
skáldskap, veit ég ekki til að svo sem neitt hafi verið fjallað í bók-
menntasögu og rannsóknum, bvað þá áhrif þeirra á bókmennt-
irnar sjálfar, yrkisefni og aðferðir, hugmyndafar og lífsýn, þann
forða þekkingar og reynslu sem bókmenntirnar geyma. En bók
Tryggva Emilssonar er að vísu talandi dæmi rótgróinnar bók-
menningar á meðal alþýðu manna í samfélagi fyrri tíðar, þess
jarðvegs sem hinar betur settu bókmenntir kannski eru endan-
lega sprottnar úr.
1 öðru bindi æviminninga sinna, Baráttunni um brauðið,
segir Tryggvi Emilsson frá viðskilnaði sínum við bændasam-
félagið gamla þar sem hann ólst upp og komst til manns. Það
beinlínis fellur í stafi í kringum hann á árunum upp úr 1920.
Þaðan liggur leið hans á mölina í atvinnuleysi og kreppu. En
minningar hans eru á meðal annars merkilegar fyrir það hve
fast fyrri öld og þessi tengjast í frásögninni, hve skýrt hún leiðir
í ljós hvernig öld rís af öld í þjóðlífi og sögu. Öreiginn úr sveit-
inni verður öreigi á mölinni. En í þeirri baráttu sem í hönd fer
sækir Tryggvi afl og styrk til bókmennta, skáldskaparins, þjóð-
skálda fyrri aldar, Þorsteins Erlingssonar, Stephans G, Einars
Benediktssonar og til hinna nýju, róttæku, raunsæju bókmennta
samtímans, Þórbergs og Halldórs og Jóhannesar úr Kötlum.8
Aðrir lesendur mundu kannski nefna aðra höfunda. En það
held ég verði ekki dregið í efa, svo margir vitnisburðir sem eru
auðfundnir, hvert gildi bókmenntir, rithöfundar, skáldrit hafa á
þessum tíma haft fyrir lesendur sína, sjálfsvitund og sjálfskilning
þeirra — bækur eins og Svartar fjaðrir, Bréf til Láru, Fagra ver-