Skírnir - 01.01.1978, Page 23
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
21
ytri kringumstæðum bókmenntastarfseminnar, bókmenntanna
og rithöfunda, bókaútgáfu og bóklestrar. Hvað vitum við eigin-
lega um þá þróun?
Um upplag og sölu bóka eru eins og áður var sagt engar
heimildir til taks, hvorki nú á dögum eða frá fyrri tíð, hvaða
vitneskja sem leynast kann í fórum þeirra forlaga sem lengst
hafa starfað. En það má geta sér þess til, eftir líkum, að á tím-
anum milli stríða hafi ekki verið óalgengt að upplög bóka væru
frá kannski 6—800 eintök í þetta 1500—2000 og alla götu upp
í 3000 eintök þegar allra best lét.9 Ef þetta lætur nærri eru al-
geng upplög bóka enn í dag ósköp svipuð. Af þeim athugunum
sem til eru á þessum efnum má ætla að algeng upplög nýrra
frumsaminna skáldsagna séu á bilinu 1000—2000 eintök, ljóða
500—1000 eintök, hið mesta, en af því seljist að jafnaði litlu
meir en helmingur á fyrsta ári og oft miklu minna. Bók sem
selst í upplagi sem nemur 3000 eintökum eða meir er þar með
komin á metsölustig, og þær bækur eru ekki margar ár fyrir ár.
Af þessu má þá líka ráða að ekki sé það ýkja stór hópur lesenda
sem ber uppi nýjar og nýskapandi bókmenntir í landinu á hverj-
um tíma. Ætli sé ekki hætt við því að með sívaxandi sérhæfingu
og verkagreiningu, sívaxandi framboði auðveldrar neysluvöru á
menningarmarkaði og annarrar frístundaiðju, sérhæfist líka sá
hópur manna sem að skapandi bókmenntum standa, rithöfundar
og lesendur, og þá um leið hlutverk bókmenntanna sjálfra í sam-
félaginu? Kannski voru deilurnar um atómskáldskap á árunum
síðustu fjörbrot hins fyrra bókmenntalega samfélags í landinu.
Hitt er svo annað mál að vitaskuld eru aðrar bækur gefnar
út, seldar og keyptar í mun stærra upplagi en frumort skáldrit
og annað bókmenntalegt efni. Bæði þýddar og frumsamdar
skemmtisögur, innlend og alþjóðleg afþreyingarsaga, virðast eiga
mun öruggari markað vísan en alvarlega stílaður frumsaminn
skáldskapur um þessar mundir. Og upplag þeirra bóka sem mest
seljast ár fyrir ár fer vafalaust til lengdar vaxandi. En ekki þarf
nema fljótlega yfirsýn yfir bókaútgáfuna til að sjá að það er
ekki nema lítill hluti hennar sem talist getur til alvörugefinna
bókmennta, skáldskapur eða önnur efni. Mikill og líkast til vax-
andi hluti árlegrar bókaútgáfu er markaðs- og neysluvara, ætluð