Skírnir - 01.01.1978, Page 24
22 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
til skyndisölu og skyndinota. En vitneskja um útbreiðslu og af-
not afþreyingar- og markaðsbókmennta af öllu tagi væri að vísu
fróðleg um bókmenningu í landinu, ekki síður en hinna alvöru-
gefnari bókmennta.
Á uppgangstímum bókaútgáfu og bóksölu um og eftir stríðið
mótuðust þeir verslunarhættir sem gilt hafa á bókamarkaði alla
tíð síðan: rikulegt framboð bóka á gjafamarkað jólanna, og af
þeirn hefur leitt sívaxandi kaup- og iðnvæðingu bókaútgáfunnar
sem á sífellt meir undir auglýsingatækni komið eins og önnur
markaðsframleiðsla. En hætt er við að með þessum verslunar-
háttum þrengist hægt og hægt kostir nýrra skáldmennta á bóka-
markaði, þótt jafnan geti ein og ein bók náð viðunanlegri sölu,
og torveldara verði að koma fram hvers konar nýjungum í bók-
menntum og bókagerð sem ekki eru samdar fyrirfram að kröfum
markaðarins og auglýsinganna.
Um lestrarvenjur hér á landi er næsta lítið vitað enn sem
komið er — nema það sem augljóst er af fyrirferð bókaútgáf-
unnar sjálfrar, að bókakaup almennings og bókaeign á heimil-
um hlýtur að vera miklu meiri hér en annarstaðar gerist. Þær
litlu athuganir sem að þessum efnum hafa beinst staðfesta þetta.
En þótt mikið sé lesið hér á landi virðist það ekki ýkja miklu
meira en mest gerist annarstaðar, tam. á Norðurlöndum, né
heldur virðist hlutfall þeirra lesenda sem verulega mikið lesa
í öllum lesendahópnum verulega hærra hér en þar. Einmitt í
þeim hóp lesenda má vænta þess að þaar bókmenntir sem hafðar
eru um hönd hafi verulegt og varanlegt gildi. Einnig gefa þessar
athuganir til kynna að lestrarvenjur, bókaval, bókmenntasmekk-
ur sé í verulegum mæli háð stétt og stöðu, aldri og kynferði,
efnahag og einkum menntun lesendanna — með öðrum orðum
að bókaþjóðin sé ekki ein og söm heldur aðgreinileg í marga
ólíka áhuga- og hagsmunahópa. En þær athuganir sem hér er
um að ræða láta frekar í té bendingar um rannsóknarefni sem
fróðlegt væri að gerð yrðu miklu ýtarlegri skil en neitt sem
kallast geti niðurstöður.10
Ein slík bending gefur til kynna að lesendur bókmennta skipt-
ist í tvo meginhópa, annarsvegar lesendur hinna „betri“ viður-
kenndu bókmennta, hinsvegar lesendur auðveldra afþreyingar-