Skírnir - 01.01.1978, Page 27
HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR
2141 lesandi
Athuganir um bóklestur, bókakaup, bókaeign
1. VIÐFANGSEFNIÐ
1.1. Markmið og aðferð
Hinn almenni lesandi, hver er hann? Hvaða bækur les hann?
Hversu mikið les hann, og til hvers les hann, hvað er bóklestur
mikill þáttur í frístundavenjum hans? Kaupir hann bækur? Er
heimili hans búið bókum?
Til þess að leita svara við þessum og þvílíkum spurningum
eru ýmsar leiðir færar. Ein væri að freista könnunar á svonefndu
slembi-úrtaki allrar þjóðarinnar, samkvæmt þjóðskrá, önnur að
leita sambands við fólk sem fyrirfram er vitað að les bækur, t.d.
lánþega bókasafna, og kanna lestrarvenjur þess, þriðja að beina
athugunum að kaupendum einhverra tiltekinna bóka. I þessari
litlu athugun var þriðja leiðin valin: spurningalista var dreift
með þremur bókum sem allar komu út fyrir jólin 1977, allar í
fyrstu útgáfu, og var listinn lagður í öll eintök þeirra. Það sem
hér fer á eftir byggist á svörum lesenda við spurningum þessum.
Bókaval í könnun sem þessa er ýmsum vanda bundið. Þar
sem markmið þessarar könnunar var að leita upplýsinga um
„almenna lesendur" var æskilegt að fá til könnunar bækur, sem
vitað var að kæmu út í stóru upplagi og þættu líklegar sölu-
bækur á almennum bókamarkaði fyrir jólin. Því var leitað sam-
vinnu við bókaútgáfuna Örn og Örlyg, sem vitað var að gefið
hefur út ýmsar góðar sölubækur á undanförnum árum. Þessu
erindi var vel tekið, framkvæmdastjóri útgáfunnar, Örlygur
Hálfdánarson, veitti ráð um val bóka til könnunar og féllst á að
dreifa spurningalista með bókunum. Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur bar allan kostnað af prentun og dreifingu listans. Án
áhuga og örlætis forlagsins hefði könnun þessi ekki verið fram-
kvæmanleg. Aftur á móti eru henni augljós takmörk sett þegar af