Skírnir - 01.01.1978, Page 28
26 HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR SKÍRNIR
því, að hækurnar eru allar gefnar út af einum og sarna útgef-
anda.
Markmið könnunarinnar var að komast að vitneskju um al-
menna lesendur algengra bóka. Bækurnar þrjár sem valdar voru
virtust allar dæmigerðar um algengar útgáfubækur á jólabóka-
markaði, hver með sínu móti. Ein var frumsamin skáldsaga eftir
íslenskan höfund sem áður hefur getið sér vinsældir fyrir léttar
ástarsögur. Hún mun almennt talin dæmigerð afþreyingarsaga.
Önnur var endurminningar eftir þjóðkunnan höfund, en ævi-
sögur og æviminningar hafa löngum verið vinsæl bókmennta-
grein hér á landi. Þriðja bókin var litprentuð myndabók sem
fyrirfram virtist líkleg gjafabók.
Reynt var að hafa spurningalistann einfaldan og auðskilinn.
Við gerð hans var einkum haft í huga, að hann væri stuttur, að-
laðandi, fljótlegt væri að svara og auðvelt að vinna úr svörum
fyrir tölvu. Spurningar voru átta. Fyrst var spurt um kyn, aldur,
starfsheiti, menntun og búsetu, en á þeim upplýsingum byggðist
síðan úrvinnslan. I annarri spurningunni var reynt að ná fram
eins nákvæmt og hægt er, hve margar bækur fólk les, hvort það
á þær eða fær að láni. Síðan var spurt um efnisflokka, sem fólk
les, og gátu menn merkt við einn eða fleiri eða jafnvel bætt við
ónefndum flokkum. Með spurningu fjögur var reynt að komast
að því hve margar bækur fólk kaupir og í hvaða skyni. Forvitni-
legt þótti hver bókaeign væri á heimilum og hvort og hve oft
þátttakendur notuðu bókasöfn. Að endingu var spurt um þá
bók sem spurningalistann flutti, hvort lesandinn hefði keypt
hana eða fengið að gjöf. Spurningalistinn er birtur í heild aftan-
máls.1
Könnunin tók til eftirtalinna bóka:
1) Lokast inni i lyftu eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skálda-
læk. Þetta er sjötta bók höfundar sem talið er að njóti mikilla
vinsælda og hafa bækur hennar selst í stórum upplögum undan-
farin ár. Sagan segir frá ungri stúlku sem ræðst til starfa við
virkjunarframkvæmdir á hálendinu. Aðalefnið er ástir liennar,
og lýkur sögunni með trúlofun og hjónabandi framundan. Bók-
in kom út í desember 1977. Alls voru gefin út 4076 eintök, en